11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjónustustofnanir<br />

Endurmenntunarstofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

Upphaf og aðstandendur<br />

Endurmenntunarnefnd Háskóla Íslands starfaði frá árinu 1983 til 1991 en þá var<br />

sett á stofn með lagabreytingu Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem er<br />

rekin með sama hætti og Endurmenntunarnefnd áður. Sérstök reglugerð var sett<br />

fyrir stofnunina árið 1991. Samkvæmt sérstökum samstarfssamningi sem byggist<br />

á reglugerðinni standa að stofnuninni auk Háskóla Íslands, Tækniskóli Íslands,<br />

Bandalag háskólamanna (BHM), Arkitektafélag Íslands, Hið íslenska kennarafélag,<br />

Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands.<br />

Stjórn, starfsfólk og kennarar<br />

Stjórn Endurmenntunarstofnunar er skipuð af háskólaráði samkvæmt áðurnefndum<br />

samstarfssamningi. Í henni sitja fimm fulltrúar tilnefndir af Háskóla Íslands<br />

og sex fulltrúar tilnefndir af samstarfsaðilum. Stjórnarformaður er Valdimar K.<br />

Jónsson og endurmenntunarstjóri Kristín Jónsdóttir. Á skrifstofunni vinna þrettán<br />

starfsmenn í 12,65 stöðugildum. Kennarar eru allir verktakar og skipta þeir hundruðum<br />

á hverju ári.<br />

Umfang starfseminnar og helstu fræðslusvið<br />

Meginviðfangsefni Endurmenntunarstofnunar er símenntun á háskólastigi. Flest<br />

námskeið á vegum stofnunarinnar eru 4–25 klukkustundir en allmörg ná yfir heilt<br />

misseri. Í vaxandi mæli boðið upp á heilsteypt nám sem lýkur með prófum. Það<br />

er eins til tveggja ára nám samhliða starfi. Fjöldi námskeiða og þátttakenda hefur<br />

vaxið ár frá ári<br />

Fjöldi þátttakenda á námskeiðum<br />

14000<br />

12000<br />

10000<br />

8000<br />

6000<br />

4000<br />

2000<br />

0<br />

‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 ’88 ‘89 ‘90 ’91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99<br />

Starfstengd styttri námskeið<br />

Alls sóttu 8.763 manns stutt starfstengd námskeið á árinu. Helstu viðfangsefnin<br />

voru:<br />

• Rekstur, stjórnun, starfsmannastjórnun, gæðastjórnun, fjármagnsmarkaður.<br />

• Lögfræði, hagfræði, reikningsskil, sölu- og markaðsmál, fjármálastjórn.<br />

• Heilbrigðis-, félags- og uppeldismál, tölfræði og rannsóknir.<br />

• Hugbúnaðargerð, vefsmíðar og Netið.<br />

• Byggingar, umhverfi, rafmagn, tölvur, vélar og iðnaður.<br />

• Námskeið fyrir framhaldsskólakennara.<br />

134

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!