11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

irtu starfsmenn greinar af fræðasviðum sínum í bókum og tímaritum sem birtust<br />

bæði hér heima og erlendis, og Guðrún Nordal fræðimaður gaf út bókina Ethics<br />

and action in thirteenth century Iceland hjá Odense University Press (á titilblaði<br />

stendur 1998). Bókin fjallar um Sturlunga sögu og er byggð á doktorsritgerð<br />

Guðrúnar við Oxfordháskóla.<br />

Á haustmánuðum unnu starfsmenn saman að stefnumótun fyrir stofnunina, og<br />

var gengið frá skjali sem nefnist „Stofnun Árna Magnússonar – Stefnumótun við<br />

aldamót“. Er þar fjallað um markmið stofnunarinnar, stöðu hennar og framtíðarsýn<br />

eða leiðir að markmiðum.<br />

Sýningin „Þorlákstíðir og önnur Skálholtshandrit“, sem sett var upp vorið 1998,<br />

var opin allt árið <strong>1999</strong>. Yfir vetrarmánuðina er sýningin bundin við sýningarrými<br />

inni á stofnuninni sjálfri og opin fjóra daga í viku, tvo klukkutíma í senn. Á þeim<br />

árstíma, einkum utan opnunartíma, sækir sýninguna fjöldi skólabekkja með<br />

kennurum sínum og fær leiðsögn safnkennara stofnunarinnar, Svanhildar Gunnarsdóttur.<br />

Yfir sumartímann, í júní til ágúst, hefur stofnunin undanfarin ár fengið<br />

til afnota kennslustofu 201 í Árnagarði og sýnt þar myndir úr handritum, prentaðar<br />

bækur og annað efni sem fyllir þá mynd sem brugðið er upp á handritasýningunni<br />

sjálfri. Opnunartíminn er þá frá kl. 13–17 alla daga. Sýningargestir <strong>1999</strong> voru<br />

8310. Á árinu hófst undirbúningur undir nýja sýningu sem verður ætlað að varpa<br />

ljósi á kristnitöku og landafundi um árið þúsund eins og þessir atburðir birtast<br />

okkur í handritum.<br />

Á árinu bættist allmikið við tækjakost stofnunarinnar og fékkst styrkur úr Bygginga-<br />

og tækjakaupasjóði Rannís til kaupa á tækjum vegna verkefnisins „Stafræn<br />

ljósmyndun Árnasafns“. Vinnu við verkefnið var haldið áfram á árinu, og var við<br />

árslok hægt að skoða nokkur fornsagnahandrit á heimasíðu stofnunarinnar. Jafnframt<br />

hefur verið unnið að því að opna aðgang að hljóðritasafni stofnunarinnar,<br />

skrám um það og sýnishornum úr því.<br />

Þegar liðin voru hundrað ár frá fæðingu Jóns Helgasonar 26. júní, gekkst stofnunin<br />

fyrir Jónsvöku í minningu hans í samvinnu við Snorrastofu í Reykholti, afkomendur<br />

Jóns og fleiri. Þar voru flutt átta erindi um Jón Helgason, fræðistörf<br />

hans og skáldskap, en auk þess fluttu söngflokkurinn Hljómeyki, einsöngvarar og<br />

hljóðfæraleikarar allmörg kvæða hans, og voru sum laganna frumflutt. Samkoman<br />

var mjög vel sótt og þótti takast ágætlega.<br />

12. desember var í Landsbókasafni dagskrá í minningu Einars Ól. Sveinssonar,<br />

sem hefði orðið hundrað ára á þeim degi. Að henni stóð Stofnun Árna Magnússonar<br />

ásamt Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni og fleirum. Fjallað var<br />

um verk Einars Ólafs og lesið úr þeim, auk þess sem kór flutti nokkur kvæða<br />

hans. Samkoman var ágætlega sótt. Í tilefni dagsins kom út ritaskrá Einars Ólafs<br />

sem Ólöf Benediktsdóttir bókavörður hafði tekið saman.<br />

Stofnun Sigurðar Nordals<br />

Stofnun Sigurðar Nordals er menntastofnun sem starfar við Háskóla Íslands.<br />

Hlutverk hennar er að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri<br />

menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á<br />

því sviði.<br />

Stjórnarskipti urðu árið <strong>1999</strong>. Stjórnina skipa nú Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri<br />

alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands, formaður, Þóra Björk Hjartardóttir, dósent,<br />

og Sigurður Pétursson, lektor.<br />

Forstöðumaður stofnunarinnar er Úlfar Bragason. Jón Yngvi Jóhannsson sinnti<br />

stöðu deildarstjóra í hálfu starfi fram á mitt ár en þá tók Nína Leósdóttir við því<br />

starfi. Guðrún Theodórsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir voru ráðnar tímabundið til<br />

að vinna að margmiðlunarefni í íslensku fyrir útlendinga. Þá starfaði Helga Vala<br />

Helgadóttir leikari um tíma við gerð margmiðlunarefnisins.<br />

Stofnunin hefur til umráða húseignina Þingholtsstræti 29 sem er timburhús sem<br />

flutt var inn tilhöggvið frá Noregi og reist 1899. Það er alfriðað.<br />

Slóð heimasíðu stofnunarinnar er: www.nordals.hi.is og er heimasíðan uppfærð<br />

reglulega. Á henni er að finna almennar upplýsingar um stofnunina á íslensku og<br />

125

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!