11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þessum þremur efnum má blanda saman á ýmsa vegu og fá fram tilteknar efnablöndur<br />

eða svonefndar yfirgrindur. Með aðstoð hvarfgasa er einnig unnt að<br />

rækta oxíð- og nítíðsambönd húðunarefnanna.<br />

Ræktunarklefinn mun nýtast til hvers konar rannsókna á sviði eðlisfræði málma<br />

og hálfleiðara. Fyrstu tvö verkefnin sem nýta hann lúta að hegðun vetnis í málmum<br />

annars vegar og eðlisfræði rafgasa hins vegar. Frekari uppbygging á sviði örræktunar<br />

stendur yfir með smíði smugsjár sem reikna má með að verði fullbúin<br />

árið 2000.<br />

Efnafræðistofa<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar rannsóknir í efnafræði og lífefnafræði. Þar hafa<br />

undanfarin ár starfað að jafnaði 30 til 35 starfsmenn. Í ársbyrjun 1996 var stofunni<br />

skipt í tvær nánast jafnstórar deildir, efnafræðideild og lífefnafræðideild, í þeim<br />

tilgangi að efla rannsóknir þeim fræðasviðum. Stjórn Raunvísindastofnunar hefur<br />

samþykkt að frá 1. janúar 2000 verði lífefnafræðideildin að nýrri stofu: Lífefnafræðistofu.<br />

Efnafræðideild<br />

Árið <strong>1999</strong> var efnafræðideild rannsóknavettvangur sex kennara við raunvísindadeild<br />

H.Í. og fjögurra sérfræðinga Raunvísindastofnunar. Að auki störfuðu tímabundið<br />

við stofuna tveir verkefnaráðnir sérfræðingar og fimm nemendur í framhaldsnámi<br />

við H.Í., þar af einn í doktorsnámi. Kostnaður vegna verkefnaráðinna<br />

sérfræðinga og nemenda var greiddur af rannsóknarstyrkjum og samstarfsverkefnum.<br />

Á árinu hlaut Már Björgvinsson, sérfræðingur, framgang í starf fræðimanns<br />

og annar sérfræðingur, Chris Evans, lét af störfum til að taka við kennarastöðu<br />

við háskólann í Toronto í Kanada.<br />

Á efnafræðideild eru stundaðar fjölþættar grunnrannsóknir í eðlisefnafræði, ólífrænni<br />

efnafræði, málmlífrænni efnafræði, lífrænni efnafræði og efnagreiningartækni.<br />

Rannsóknarverkefnin eru af margvíslegum toga, en flest þeirra snúast á<br />

einn eða annan hátt um eðli og eiginleika nýstárlegra ólífrænna og lífrænna efnasambanda.<br />

Ítarlega upptalningu rannsóknarverkefna og ritverka má finna á<br />

heimasíðu stofunnar; slóðin er: www.raunvis.hi.is/Efnafr/Efnafr.html.<br />

Lífefnafræðideild<br />

Við deildina hafa starfsaðstöðu fimm kennarar úr efnafræðiskor raunvísindadeildar<br />

og tveir kennarar úr matvælafræðiskor. Auk þeirra störfuðu á stofunni<br />

nokkrir sérfræðingar, fimm nemar í rannsóknatengdu framhaldsnámi til meistaraprófs,<br />

nokkrir rannsóknamenn og nemar sem unnu að lokaverkefnum til B.S.-<br />

prófs. Kostnaður við rannsóknir á deildinni var greiddur af fjárveitingu, með<br />

rannsóknarstyrkjum og af innlendum og erlendum fyrirtækjum samkvæmt rannsóknasamningum.<br />

Á stofunni er unnið að rannsóknum á:<br />

• hreinvinnslu, eiginleikum og hagnýtingu próteina, einkum ensíma. Sérstök<br />

áhersla hefur verið lögð á kuldavirk ensím og sameindafræðilegar forsendur<br />

fyrir kuldaaðlögun próteina.<br />

• kyrrsettum lífefnum og hagnýtingu þeirra sem hvata og sem tækja til hreinvinnslu<br />

(griptækni).<br />

• erfðatækni og hagnýtingu hennar til ensímaframleiðslu fyrir ýmsan iðnað.<br />

• efnaskiptum í tengslum við sjúkdóma.<br />

• lyfjaefnum úr íslenskum jurtum.<br />

Upplýsingar um einstök rannsóknarverkefni og ritverk má finna á heimasíðu stofunnar;<br />

slóðin er: www.raunvis.hi.is/Efnafr/Efnafr.html.<br />

Jarðeðlisfræðistofa<br />

Á jarðeðlisfræðistofu störfuðu á árinu <strong>1999</strong> átta sérfræðingar og fimm tæknimenn.<br />

Enn fremur höfðu þrír kennarar í eðlisfræðiskor rannsóknaraðstöðu við<br />

stofuna. Auk ofangreindra starfsmanna voru skjálftaverðir og stúdentar í hlutastarfi<br />

auk þess sem þrír sérfræðingar störfuðu tímabundið við stofuna.<br />

Rannsóknir stofunnar beinast mjög að ýmsum þeim ferlum sem eru sérstaklega<br />

virkir á Íslandssvæðinu, í skorpu og möttli jarðar, við yfirborðið og í háloftunum.<br />

118

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!