11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Við stofnunina starfa sérfræðingar, tæknimenn og skrifstofufólk. Þá hafa kennarar<br />

raunvísindadeildar, aðrir en líffræðingar, rannsóknaraðstöðu þar. Stofnunin<br />

skiptist í rannsóknastofur eftir fræðasviðum og er gerð grein fyrir starfsemi<br />

þeirra hér á eftir. Stjórn Raunvísindastofnunar skipa átta menn, formaður, forstöðumenn<br />

sex rannsóknastofa, eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, jarðfræðistofu,<br />

jarðeðlisfræðistofu, reiknifræðistofu og stærðfræðistofu, og einn fulltrúi starfsmanna.<br />

Framkvæmdastjóri er ritari stjórnar. Alls störfuðu 178 manns við stofnunina<br />

á árinu: 50 kennarar með rannsóknaraðstöðu, 85 sérfræðingar, 35 sumarstúdentar,<br />

sex skrifstofumenn og tveir á verkstæði. Stöðugildi skv. fjárlögum við<br />

stjórnsýslu voru átta og stöðugildi við rannsóknir voru 38.<br />

Ítarlegri upplýsingar er að fá á heimasíðu stofnunarinnar: www.raunvis.hi.is.<br />

Eðlisfræðistofa<br />

Árið <strong>1999</strong> var eðlisfræðistofa rannsóknavettvangur tíu kennara við raunvísindadeild<br />

auk þriggja sérfræðinga og þriggja tæknimanna Raunvísindastofnunar.<br />

Einnig störfuðu þrír verkefnaráðnir sérfræðingar og tveir verkefnaráðnir tæknimenn<br />

á stofunni. Stúdentar í rannsóknanámi árið <strong>1999</strong> voru fimm, þar af tveir í<br />

doktorsnámi. Þá vann einn erlendur gistivísindamaður við eðlisfræðistofu hluta<br />

ársins, dr. Andrei Manolescu frá Búkarest. Alls voru því rúmlega 30 manns við<br />

rannsóknatengd störf á stofunni árið <strong>1999</strong> auk um tíu stúdenta í sumarvinnu. Ítarlega<br />

upptalningu rannsóknarverkefna og ritverka stofufélaga má finna á heimasíðu<br />

eðlisfræðistofu á slóðinni: www.raunvis.hi.is/Edlisfr/Edlisfr.html<br />

Eðlisfræðistofa hefur vikulega fundi sem auglýstir eru á Netinu og meðal stúdenta.<br />

Þar eru rannsóknir ræddar og erlendum gestum boðið að halda erindi.<br />

Af fjölmörgum rannsóknarverkefnum stofumanna verður hér sérstaklega minnst<br />

á tvö, annað í stjarneðlisfræði og hitt í þéttefnisfræði.<br />

Gunnlaugur Björnsson stundar rannsóknir á sýnilegum ljósglömpum sem fylgja í<br />

kjölfarið á hrinum gammageislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum, um<br />

einu sinni á sólarhring. Hrinurnar vara frá sekúndubrotum til allt að þriggja mínútna<br />

og fylgir þeim stundum sýnilegur glampi sem varað getur í nokkrar vikur.<br />

Eru slíkir atburðir nefndir gammablossar. Í 30 ár hafa vísindamenn um allan<br />

heim glímt við gátuna um uppruna og orsakir blossanna en ekki haft erindi sem<br />

erfiði þar til fyrir skömmu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur mönnum lærst að<br />

gammablossarnir eru upprunnir í vetrarbrautum sem eru í allt að 10 milljarða<br />

ljósára fjarlægð. Til þess að greina megi svona fyrirbæri af svo löngu færi þarf<br />

blossauppsprettan að vera afar orkumikil. Mælingar sýna að orkan sem til þarf er<br />

í mörgum tilfellum álíka og ef tvær stjörnur eins og sólin okkar ummynduðust á<br />

augabragði í orku, en sem kunnugt er tekur það sólina alls um 10 milljarða ára<br />

að brenna upp eldsneytisforða sínum.<br />

Á árinu <strong>1999</strong> tókst í fyrsta sinn að fylgja eftir útgeislun frá uppsprettu gammablossa<br />

á mörgum tíðnisviðum, nánast frá upphafi gammahrinunnar, en þann 23.<br />

janúar sást blossi sem er sá öflugasti sem mælst hefur til þessa. Gammahrinan<br />

sjálf varaði í um 2 mínútur en sýnilegur glampi frá henni var mælanlegur í rúma<br />

tvo mánuði. Starfsmenn eðlisfræðistofu sáu um hluta þeirra mælinga með norræna<br />

sjónaukanum á Kanaríeyjum. Þann 10. maí varð svo annar blossi sem náið<br />

var fylgst með. Að mörgu leiti svipaði blossunum saman, en báðir höfðu þó sín<br />

sérkenni.<br />

Úrvinnslu mælinga á þessum blossum er að mestu lokið og hníga niðurstöður að<br />

því að rekja megi slíka blossa til þess að kjarni risavaxinnar stjörnu fellur saman<br />

og myndar svarthol. Enn vantar þó nokkuð á að fullgera megi myndina af uppruna<br />

og orsökum þessara sérkennilegu fyrirbæra.<br />

Um mitt ár 1998 hóf Sveinn Ólafsson störf sem sérfræðingur við eðlisfræðistofu.<br />

Hefur hann hafið uppbyggingu aðstöðu fyrir rannsóknir á málmum og hálfleiðurum.<br />

Við uppbygginguna hefur Sveinn m.a. hlotið styrki úr ýmsum sjóðum Rannís<br />

og Rannsóknasjóðs Háskólans. Sveinn hefur nýlega smíðað og tekið í notkun<br />

svonefndan segulspætunarklefa, sem er sérsmíðað tæki til kristallaræktunar. Í<br />

klefanum má rækta málmhúðir sem geta verið allt frá tugum míkrómetra á þykkt<br />

og niður í aðeins eitt atómlag. Í tækinu er sýnaundirlagið fyrst hitað og húðin<br />

ræktuð á það en hana má rækta frá allt að þremur efnauppsprettum samtímis.<br />

117

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!