11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Heimspekideild 1995 1996 1997 1998 <strong>1999</strong><br />

Skráðir stúdentar 1.328 1.338 1.198 1.171 1.237<br />

Brautskráðir<br />

B.A.-próf 134 109 148 139 139<br />

B.Ph.Isl.-próf 5 5 5 8 10<br />

M.A.-próf 12 22 7 8 15<br />

M.Paed.-próf 2 1 2 4 4<br />

Cand.mag.-próf 1 1 1<br />

Táknmálstúlkun 4 4<br />

Doktorspróf 1 1 1<br />

Kennarastörf 81,25 78,81 75,24 76,03 76,85<br />

Sendikennarar 8 8 8 8 8<br />

Aðrir starfsmenn 4,55 2,33 5,9* 6,74* 4,8*<br />

Stundakennsla/stundir 14.400<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 156.171 173.102 180.560 253.102 277.399<br />

Fjárveiting í þús. kr. 152.832 166.367 178.486 213.881 271.133<br />

* Stofnanir deildar meðtaldar<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Þau nýmæli urðu á árinu að sett var upp námsleið í miðaldafræðum sem aukagrein<br />

til B.A.-prófs. Þá gerðist heimspekideild aðili að M.A.-námi í umhverfisfræðum<br />

sem Umhverfistofnun hefur umsjón með en ýmsar deildir Háskólans<br />

standa að. Meðal námskeiða þar var „Siðfræði náttúrunnar" sem heimspekiskor<br />

stóð fyrir á haustmisseri.<br />

Á vormisseri <strong>1999</strong> var hafinn undirbúningur að nýrri tegund náms, svokölluðum<br />

stuttum hagnýtum námsleiðum, þar sem kenndar eru 45 einingar til diplómaprófs.<br />

Á haustmisseri fór af stað kennsla í hagnýtri íslensku og hagnýtri spænsku<br />

en frestað var um eitt ár áformum um að hefja kennslu í hagnýtri dönsku og<br />

frönsku. Einnig var hafinn undirbúningur að kennslu í hagnýtri þýsku og þýðingum<br />

og þýðingafræði en ljóst var frá upphafi að ekki yrði farið af stað með þau<br />

áform fyrr en haustið 2000.<br />

Á haustmisseri <strong>1999</strong> hófst tilraun með fjarkennslu á vegum íslenskuskorar. Hér<br />

var um brautryðjendastarf að ræða innan Háskólans. Tvö námskeið voru í boði og<br />

fór kennsla fram með fjarfundabúnaði og á Netinu. Rúmlega 10 nemendur á sex<br />

stöðum á landinu hófu námið. Brottfall var mjög lítið og luku flestir nemendanna<br />

prófi í desember. Kennarar og nemendur voru sammála um að þessi tilraun hefði<br />

tekist vonum framar og stefnir skorin að því að auka og efla fjarkennslu á næstu<br />

misserum.<br />

Á haustmisseri var Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands formlega opnuð með aðsetur<br />

í kjallara Nýja-Garðs og hefur heimspekideild umsjón með kennslunni. Í<br />

Tungumálamiðstöðinni er boðið upp á stýrt sjálfsnám sem byggist á nútímalegum<br />

kennsluháttum og sveigjanlegri stundaskrá og er námið opið nemendum allra<br />

deilda Háskólans. Þar er nýjustu tölvu- og fjarskiptatækni beitt í þágu tungumálanáms<br />

og -kennslu. Þannig er nemendum t.d. gert kleift að komast í beint samband<br />

við það tungumál sem þeir leggja stund á og jafnframt þann menningarheim<br />

sem tungumálið tengist. Í miðstöðinni er tölvuver með margmiðlunartölvum,<br />

gervihnattasjónvarp og myndbandstæki, og þar geta nemendur nálgast<br />

ýmiss konar kennsluefni, m.a. á geisladiskum og myndböndum. Tungumálamiðstöðin<br />

nýtist einkum tvenns konar markhópum. Annars vegar nemendum sem<br />

leggja stund á tungumálanám við H. Í. og fer þá hluti af hefðbundnu tungumálanámi<br />

fram í Tungumálamiðstöðinni. Hins vegar nýtist stöðin þeim nemendum<br />

sem ekki leggja stund á eiginlegt tungumálanám en vilja ná góðum tökum á erlendu<br />

máli vegna væntanlegs starfs eða náms, hérlendis eða erlendis. Hvað fyrri<br />

hópinn varðar, þá hafa tungumálanemendur tekið þessari aðstöðu fagnandi og<br />

vinna þar er orðinn fastur þáttur í nokkrum námskeiðum, t.d. viðskiptafrönsku,<br />

frönsku, viðskiptaspænsku, spænsku og viðskiptaensku. Til að bregðast við þörfum<br />

síðari hópsins er boðið upp á sérstök tungumálanámskeið og hófust þau á<br />

haustmisseri <strong>1999</strong>. Fjögur tungumál eru í boði: danska, franska, spænska og<br />

þýska og verða haldin tvö námskeið á ári í hverju þeirra. Allir nemendur Háskólans<br />

geta skráð sig í þessi námskeið og eru þau metin til þriggja eininga hvert.<br />

51

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!