11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

föngum, m.a. með opnun heimasíðu. Aðstoðað var við þróun og kynningu fjarkennslu,<br />

en haustið <strong>1999</strong> hófst fjarkennsla í ferðamálafræðum og hagnýtri íslensku<br />

sem fólk á tæplega þrjátíu stöðum á landinu átti kost á að nýta sér. Um<br />

þrjátíu manns hófu fjarnám. Unnið var að undirbúningi kennslu í japönsku við<br />

heimspekideild með verkefnishópi þaðan og styrkja aflað til kennslunnar frá<br />

„Sasakawa-Foundation“ (um 3 m.kr.) og sótt um til „Japan-Foundation“.<br />

Erlent samstarf<br />

Samskipta- og þróunarsvið sá um norræna ráðstefnu upplýsingadeilda háskóla í<br />

Reykjavík í júní. Ráðstefnuna sóttu 110 manns.<br />

Skjalasafn<br />

Háskóla Íslands<br />

Stjórn og starfslið<br />

Í ársbyrjun var skipuð ný stjórn fyrir skjalasafn Háskólans. Í henni eru Guðmundur<br />

Jónsson lektor, formaður, Amalía Skúladóttir skrifstofustjóri og Ágústa Pálsdóttir<br />

lektor. Magnús Guðmundsson, forstöðumaður skjalasafnsins, tók að fullu<br />

við starfi í ársbyrjun á safninu eftir að hafa frá 1992 gegnt að hluta starfi deildarstjóra<br />

í upplýsingadeild samskiptasviðs. Kristín Edda Kernerup-Hansen, ritari<br />

rektors, var í byrjun apríl ráðin í 60% starf til að hafa umsjón með skráningu í nýtt<br />

skjalastjórnarkerfi, en hún hafði áður m.a. séð um bréfadagbók á rektorsskrifstofu.<br />

Kristján Pálmar Arnarson var ráðinn til að skrá og flokka skjalasafn<br />

Reykjavíkur Apóteks og skjalasafn Raunvísindastofnunar.<br />

Nýtt hópvinnukerfi og ný málaskrá<br />

Í árslok 1998 var gerður samningur við fyrirtækið Hugvit hf. um að taka upp<br />

skjalastjórnar- og hópvinnukerfið Lotus Notes GoPro. Á árinu var kerfið sett upp<br />

hjá yfirstjórn Háskólans í Aðalbyggingu en áður hafði það verið sett upp á skrifstofum<br />

verkfræði- og raunvísindadeilda. Allir starfsmenn fóru á námskeið til að<br />

læra á hið nýja kerfi og skrifaðar voru verklagsreglur sem greina frá því hvernig<br />

unnið skuli með málaskrána. Í þeim er gert ráð fyrir miðlægu skjalasafni<br />

stjórnsýslu þar sem öll bréf eru skráð og flokkuð og send í tölvupósti til þeirra<br />

sem eiga að afgreiða málin. Hið miðlæga safn var sett upp í húsakynnum skjalasafnsins<br />

og bréfalykill endurnýjaður. Þegar kerfið verður að fullu tekið í notkun<br />

mun hraði og skilvirkni aukast, en vinnubrögð við dómnefndarstörf hafa þegar<br />

batnað og kerfið skilað árangri. Umsjón með uppsetningu málaskrár var meginverkefni<br />

skjalasafnsins, en nefnd var að störfum sem hafði umsjón með verkinu.<br />

Skil til skjalasafns Háskólans<br />

Ýmsar stærri og smærri sendingar hafa borist skjalasafninu á árinu. Hér verður<br />

aðeins talið það helsta:<br />

Þegar Reykjavíkur Apóteki var lokað tók skjalasafn Háskólans að sér að flokka og<br />

skrá skjalasafn apóteksins sem var í um 100 skjalaöskjum. Elstu skjölin voru frá<br />

upphafi 19. aldar en þau yngstu frá <strong>1999</strong>. Safninu verður komið til varðveislu í<br />

Lyfjafræðisafni Íslands í Nesi. Frásögn af safninu er í 3. tbl. 21. árg. af Fréttabréfi<br />

Háskólans. Fjögur bréfabindi með gögnum komu frá formanni lögskýringarnefndar,<br />

Guðmundi Jónssyni, með gögnum frá 1988–1998. Þrír stórir kassar með<br />

skjölum bárust frá Maríu Jóhannsdóttur á skrifstofu heimspekideildar með skjölum<br />

deildarinnar. Nítján öskjur af skjölum komu frá námsbraut í sjúkraþjálfun frá<br />

árunum 1976–1997. Átta kassar komu frá Alþjóðaskrifstofu, mest gögn sem vörðuðu<br />

Comett-áætlun Evrópusambandsins. Teikningabókin „Hús Háskólans“ barst<br />

frá rektorsskrifstofu. Fjögur bréfabindi komu frá sagnfræðiskor með skjölum frá<br />

árunum 1988–1996. Nokkrir hillumetrar bárust frá Nemendaskrá og var þeim<br />

raðað í öskjur.<br />

Ýmiss konar þjónusta<br />

Talsverð eftirspurn er frá stjórnsýslu eftir eldri skjölum til útláns en lítið er um að<br />

utanaðkomandi skoði skjöl Háskólans nema til að fá lánaðar ljósmyndir. Aðallega<br />

er leitað eftir skjölum sem eru eins til fimm ára, fyrir mál sem ennþá eru í<br />

vinnslu. Forstöðumaður veitti ýmsum skrifstofum og kennurum leiðbeiningar og<br />

miðlaði skjalabúnaði af ýmsu tagi s.s. fórum, milliblöðum, öskjum o.fl. Í árslok<br />

var keyptur nýr stálskápur undir teikningar, veggspjöld og kort. Forstöðumaður<br />

sá um Árbók Háskólans 1998 ásamt Magnúsi Diðriki Baldurssyni, aðstoðarmanni<br />

rektors, og kom hún út í október.<br />

28

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!