11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

gagnvart einföldunum, alhæfingum og áróðri sem sífellt dynur á því í erli dagsins.<br />

Það er engin öruggari leið til að halda sjó í sýndarmenningu samtímans en sú að<br />

rækta með sér gagnrýna hugsun. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa, heldur einungis með<br />

reglubundinni íhugun þar sem hugurinn fær tækifæri til að spreyta sig og takast<br />

ótruflaður á við viðfangsefni sín.<br />

Nú þurfið þið, kandídatar góðir, að spyrja – hver fyrir sig – hver þau viðfangsefni<br />

séu sem þið viljið glíma við í framtíðinni. Þeirri spurningu getur enginn svarað<br />

fyrir ykkur. Þið hljótið sjálf að ákveða lífsstefnu ykkar og leiðir til að takast á við<br />

verkefni lífsins. Og því frelsi fylgir líka ábyrgð sem enginn fær skotið sér undan<br />

nema með óheilindum eða sjálfsblekkingu.<br />

Hver er ábyrgð ykkar?<br />

Mig langar til að ræða nánar þá ábyrgð sem ykkur er lögð á herðar með því að<br />

varpa til ykkar tveimur spurningum. Fyrir hverju eruð þið ábyrg? Og gagnvart<br />

hverjum eruð þið ábyrg? Lítum á fyrri spurninguna: Á hverju berið þið ábyrgð?<br />

Fyrst kemur upp í hugann allt það sem þið hafið tekið að ykkur að annast og hlúa<br />

að, börn ykkar, starf eða tiltekin verkefni. Í raun getur manneskja einungis talist<br />

bera ábyrgð á því sem er á hennar valdi. Hvað skyldi það vera? Sígilt svar er að<br />

vísa til eigin hugsana. Þið berið ábyrgð á hugsunum ykkar og sjálfum ykkur sem<br />

hugsandi verum, og þar með á þekkingu ykkar og ákvörðunum, framkomu og<br />

breytni. Þessari ábyrgð getur engin manneskja varpað frá sér svo fremi hún sé<br />

komin til vits og ára – nema þá með því að afneita sjálfri sér sem frjálsri og hugsandi<br />

veru. Þess eru því miður ótal dæmi að fólk neiti að bera ábyrgð á sjálfu sér<br />

eða reyni að fela ábyrgðina fyrir sjálfu sér. Slíkt getur fólk gert með ýmsu móti, til<br />

dæmis með því að telja sjálft sig öldungis áhrifalaust um gang mála í heiminum,<br />

ef ekki leiksoppa örlaga og aðstæðna sem það geti engu ráðið um. Slík afstaða er<br />

alltof algeng í þjóðfélagi okkar og þar með lokar fólk augunum fyrir því sem það<br />

gæti gert til að breyta heiminum ef það kysi að beita sér – hvað þá heldur að fólk<br />

leitist við að skilja þau öfl sem eru að verki í þjóðfélaginu og ráðskast með líf<br />

þess.<br />

Sú manneskja, sem vill axla ábyrgð á sjálfri sér, eigin hugsunum og ákvörðunum,<br />

hlýtur að spyrja sig hver séu þau öfl og kerfi sem hafa áhrif á líf hennar og hvernig<br />

hún sjálf geti haft áhrif á þau. Það eru vissulega margir kraftar að verki í tilveru<br />

okkar sem við höfum lítinn eða engan skilning á, að minnsta kosti ekki enn sem<br />

komið er. Og það eru til voldug félagsleg kerfi sem setja lífi okkar skorður og<br />

stýra okkur eftir brautum sínum, bæði leynt og ljóst. Þetta vitum við öll og líka að<br />

frelsi okkar verður aldrei algjört, heldur er háð ýmsum takmörkunum og áhrifavöldum.<br />

Þessi vitneskja er lykill að því að vera frjáls og ábyrg! Við getum því aðeins<br />

verið frjáls og ábyrg að við reynum að skilja eftir föngum þau öfl sem við erum<br />

undirorpin og þau kerfi sem við búum við. Þessi áhrifavaldar eru í senn af<br />

náttúrulegum og félagslegum toga, og það er hlutverk náttúru- og félagsvísinda<br />

að brjóta þá til mergjar og auka þar með frelsi okkar og möguleika á að bera<br />

ábyrgð á eigin lífi. Þess vegna þurfum við að vera læs á mál vísindanna þótt það<br />

segi sig sjálft að við verðum ekki öll sérfræðingar í hinum ýmsu greinum þeirra.<br />

Slíkt læsi á mál vísindanna er forsenda þess að við getum skilið menninguna<br />

sem við tilheyrum og ýmis flókin og mikilvæg málefni sem ræða þarf á vettvangi<br />

stjórnmála.<br />

Svo undarlegt sem það er, þá virðast ýmis áhrifamikil fyrirtæki og stofnanir ekki<br />

enn hafa gert sér grein fyrir þeim ævafornu sannindum sem hér hefur verið<br />

drepið á. Eða þá að þau sjá sér ekki hag í því að halda þeim á lofti, heldur þvert á<br />

móti að breiða yfir þau og hylja. Hér eiga fjölmiðlar með sjónvarpsstöðvar í broddi<br />

fylkingar stóran hlut að máli. Þeir virðast iðulega starfa á þeirri forsendu að fólk<br />

hafi engan áhuga á því að komið sé fram við það sem hugsandi verur sem vilja<br />

skilja sjálfar sig og aðstæður sínar, heldur einungis sem óvirka neytendur sem<br />

gera engar kröfur um að mál séu skýrð með skilmerkilegum hætti. Bandaríska<br />

sjónvarpsstöðin CNN er vafalaust eitt gleggsta dæmið um slíkt. En evrópskar<br />

sjónvarpsstöðvar virðast taka sér vinnubrögð hennar til fyrirmyndar. Fréttatímarnir<br />

fyllast smám saman af sundurlausum samtíningi viðburða sem áhorfendur<br />

hafa litla eða enga möguleika á að meta hvaða þýðingu hafa vegna þess að<br />

þeir eru slitnir úr öllu samhengi.<br />

Hverjir skyldu hafa hag af því að fólk öðlist ekki skilning á því sem er að gerast í<br />

heiminum? Hvaða öfl eru það sem vilja halda fólki í ánauð ólæsis og skilningsskorts<br />

og hindra um leið að það beri ábyrgð á eigin lífi, öðlist sjálfsvirðingu og<br />

metnað til að breyta heiminum til hins betra? Hvers vegna skyldu einhverjir<br />

standa gegn því að fólk standi á eigin fótum sem sjálfstæðar, hugsandi verur?<br />

152

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!