11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

um án þess að gera sérstakan samning. Af þeim 135 stúdentum sem gerðu<br />

samning <strong>1999</strong> voru 66 með dyslexíu, 32 voru langveikir, 17 glímdu við sálræn<br />

vandamál, 12 voru hreyfihamlaðir, 5 sjóndaprir og 3 heyrnarskertir.<br />

Þróunarverkefni og rannsóknir<br />

Tveir námsráðgjafar við NHÍ, Auður R. Gunnarsdóttir og Ragna Ólafsdóttir, hafa<br />

undanfarin tvö ár haft umsjón með samstarfsverkefni Íslendinga, Skota og Íra –<br />

ráðgjöf fyrir fullorðna (Adult Guidance) – sem hefur notið styrkja úr Leonardóáætlun<br />

Evrópusambandsins. Markmið verkefnisins er að koma á fót samevrópsku<br />

þjálfunarverkefni fyrir ráðgjafa sem vinna við endurmenntun fullorðinna.<br />

Þjálfunin hér á landi hófst í september 1998 og lauk haustið <strong>1999</strong>. 17 ráðgjafar<br />

tóku þátt í verkefninu.<br />

Haustið <strong>1999</strong> var sett af stað þróunarverkefni undir stjórn Jónínu Kárdal námsráðgjafa.<br />

Verkefnið fólst í að móta aðferðir í námstækni sem taka sérstakt mið af<br />

þörfum nemenda með dyslexíu. Sjóður Odds Ólafssonar lagði verkefninu lið með<br />

góðum fjárstuðningi.<br />

Samstarf við félagsvísindadeild<br />

Mikilvægur og vaxandi þáttur í starfsemi ráðgjafa NHÍ er að sinna þjálfun nemenda<br />

sem eru að læra námsráðgjöf. Nemendur í námsráðgjöf þurfa allir að ljúka<br />

ríflega helmingnum af starfsþjálfunartímabili sínu hjá Námsráðgjöf H.Í. eða 125<br />

tímum hver. Árið <strong>1999</strong> hófu 15 nemendur starfsþjálfun hjá NHÍ en 8 nemendur<br />

luku öllum starfsþjálfunartíma sínum þar, samtals 225 stundum hver.<br />

Nemendaráðgjöf<br />

Námsráðgjöf H.Í. hefur umsjón með störfum nemendaráðgjafa og heldur námskeið<br />

fyrir þá á hverju hausti þar sem fjallað er um skilgreiningu á hlutverki og<br />

verkefnum þeirra. Fjöldi nemendaráðgjafa er um 70 talsins.<br />

Námskynningar<br />

NHÍ stendur fyrir kynningum á námi við H.Í. að beiðni framhaldsskólanna. Árið<br />

<strong>1999</strong> fóru námsráðgjafar í nokkrar heimsóknir í framhaldskóla á höfuðborgarsvæðinu<br />

og í dreifbýlinu, í nokkrum tilvikum með aðstoð fjarfundakerfis H.Í. NHÍ<br />

kom einnig að skipulagningu sameiginlegrar námskynningar skóla á háskólastigi<br />

sem haldin var 11. apríl þar sem allar námsleiðir í Háskóla Íslands voru kynntar.<br />

Nefnda- og stjórnarstörf<br />

Fulltrúar frá Námsráðgjöf H.Í. áttu sæti í eftirtöldum nefndum og stjórnum árið<br />

<strong>1999</strong>: Námsnefnd í námi í náms- og starfsráðgjöf innan félagsvísindadeildar, úthlutunarnefnd<br />

Félagsstofnunar stúdenta og stjórn Þjónustumiðstöðvar náms- og<br />

starfsráðgjafa.<br />

Tungumálamiðstöð<br />

Stjórn Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands skipa: Auður Hauksdóttir, Ingjaldur<br />

Hannibalsson, Pétur Knútsson, Sigríður D. Þorvaldsdóttir og Torfi Tulinius sem er<br />

stjórnarformaður. Deildarstjóri miðstöðvarinnar er Eyjólfur Már Sigurðsson og<br />

var hann jafnframt eini starfsmaður hennar á árinu auk nema í hlutastarfi sem<br />

ráðinn var til starfa með hjálp Aðstoðarmannasjóðs Háskólans.<br />

Eftir eins árs undirbúningsstarf var Tungumálamiðstöð H.Í. formlega opnuð hinn<br />

6. september <strong>1999</strong>. Sama dag hófst kennsla í fjórum tungumálum í miðstöðinni.<br />

Hér er um sjálfsnám að ræða þar sem nemendur vinna sjálfstætt undir handleiðslu<br />

kennara. Námskeið þessi eru opin öllum nemendum Háskólans. Um 60<br />

nemendur skráðu sig í þau fjögur námskeið sem í boði voru á haustmisseri <strong>1999</strong>.<br />

Fyrri hluti ársins var einkum unnið að undirbúningi fyrir námskeiðin og voru<br />

Bernd Hammerschmidt, Hólmfríður Garðarsdóttir og Rikke May fengin til að vinna<br />

með deildarstjóra að þróun þeirra. Einnig var nauðsynlegum tækjabúnaði komið<br />

upp og kennsluefni keypt, m.a. fyrir styrki sem Tungumálamiðstöðin fékk frá<br />

sendiráðum Frakklands og Danmerkur hér á landi. Seinni hluti ársins snérist að<br />

mestu um námskeiðahald og í árslok fékk Tungumálamiðstöðin úthlutað fleiri<br />

herbergjum í Nýja-Garði sem gerir henni m.a. kleift að bæta aðstöðuna fyrir<br />

samtalstíma sem eru mikilvægur þáttur í námskeiðum miðstöðvarinnar.<br />

18

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!