11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

áðgjöf um framkvæmd könnunarinnar. Umsjónarmenn þessa verkefnis, sem er<br />

liður í rannsókn sem hefur verið í gangi frá 1996, eru Vilhjálmur Árnason prófessor<br />

og Ástríður Stefánsdóttir læknir og dósent við KHÍ.<br />

Þjónusta<br />

Siðfræðistofnun veitti umsagnir um ýmis lagafrumvörp og skýrslur stjórnvalda á<br />

árinu og veitti fagfélögum og fyrirtækjum ráðgjöf um siðareglur. Umfangsmesta<br />

verkefnið var ráðgjöf fyrir Íslenska erfðagreiningu vegna siðareglna fyrirtækisins.<br />

Fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

Siðfræðistofnun efndi vorið <strong>1999</strong> til fundaraðar er nefndist „Borgarafundir Siðfræðistofnunar<br />

um lýðræði og opinbera umræðu á Íslandi“. Fyrsti fundurinn var<br />

haldinn 25. mars en þá ræddu þeir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, og Svavar<br />

Gestsson, sendiherra og fyrrverandi alþingismaður, um íslensk stjórnmál í<br />

ljósi lýðræðislegra stjórnarhátta og einkenni stjórnmálalegrar umræðu hér á<br />

landi. 10. apríl ræddu blaðamennirnir Ásgeir Friðgeirsson og Hanna Katrín Friðriksen<br />

um fjölmiðla, lýðræði og opinbera umræðu á Íslandi. 17. apríl ræddu Svanur<br />

Kristjánsson prófessor og Margrét S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri um íslenskt<br />

stjórnkerfi og stjórnmál í ljósi lýðræðishugsjónarinnar. Að síðustu, 24. apríl,<br />

ræddu Árni Bergmann blaðamaður og Sigríður Þorgeirsdóttir lektor um einkenni<br />

opinberrar umræðu á Íslandi. Þann 20. maí hélt vísindafélagsfræðingurinn<br />

Hilary Rose opinberan fyrirlestur í boði Siðfræðistofnunar og Siðaráðs landlæknis<br />

um siðfræði og erfðaupplýsingar. Þann 26. nóvember stóð Siðfræðistofnun, í<br />

samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Framkvæmdastjórn<br />

árs aldraðra, fyrir málþingi um sjálfsákvörðunarrétt aldraðra.<br />

Útgáfa<br />

Hvers er siðfræðin megnug? Safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Siðfræðistofnunar,<br />

ritstjóri Jón Á. Kalmansson.<br />

Sjávarútvegsstofnun<br />

Hlutverk Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands er að efla og samhæfa menntun<br />

og hvers konar rannsóknir sem varða sjó og sjávarútveg við H.Í. og stuðla að<br />

samstarfi við atvinnulífið, vísindamenn og stofnanir heima og erlendis. Beina aðild<br />

að stofnuninni eiga raunvísindadeild, verkfræðideild, viðskipta- og hagfræðideild,<br />

félagsvísindadeild og lagadeild. Stofnunin hefur umsjón með meistaranámi<br />

í sjávarútvegsfræðum, sem skipulagt er í samvinnu margra deilda. Árið <strong>1999</strong> voru<br />

10 nemendur skráðir í meistaranámið, en þrír hinir fyrstu útskrifuðust 1997.<br />

Haustið <strong>1999</strong> útskrifuðust tveir til viðbótar, Stefán Úlfarsson og Kristján Freyr<br />

Helgason.<br />

Auk forstöðumanns og skrifstofustjóra unnu tíu verkefnaráðnir starfsmenn að<br />

rannsóknum á vegum stofnunarinnar á árinu.<br />

Meðal helstu rannsóknarverkefna <strong>1999</strong> voru<br />

• Áhættuþáttagreining í veiðiskipum, sem lýtur að slysavörnum sjómanna. Í<br />

samvinnu við reynda sjómenn var unnin áhættugreining í helstu gerðum<br />

fiskiskipa, togskipum, nótaskipum, netaskipum og línuskipum. Áhættugreining<br />

er mjög víða notuð í fiskvinnslu bæði á sjó og landi og er sjómönnum því ekki<br />

framandi. Nýnæmi verkefnisins er hins vegar að beita áhættugreiningu til að<br />

auka öryggi sjómanna. Verkefnið var unnið í samvinnu við Slysavarnarfélagið<br />

Landsbjörg og var meistaraprófsverkefni Ingimundar Valgeirssonar í<br />

verkfræði.<br />

• Öryggisþjálfun og menntun sjómanna á Norðurlöndum er borin saman og<br />

samhæfð í norrænu samstarfsverkefni sem unnið er af stjórnendum öryggisfræðslu<br />

á Norðurlöndum. Samanburður hefur verið gerður á opinberum<br />

kröfum um slíka þjálfun á Norðurlöndum og einnig á fyrirkomulagi, lengd,<br />

kennsluefni og námskröfum á öryggisnámskeiðum. Markmiðið er að samhæfa<br />

kröfurnar og samnýta kennsluefni og kennara milli landa. Sjávarútvegsstofnun<br />

stýrir verkefninu, sem er stutt af Norrænu ráðherranefndinni.<br />

• Þróun Djúpfar sem er lítill sjálfvirkur kafbátur, sem nota má við hafrannsóknir,<br />

eftirlit með mannvirkjum í vatni, kortlagningu landslags eða lífríkis,<br />

neyðarleit o.fl. Hjalti Harðarson verkfræðingur er frumkvöðull verkefnisins, en<br />

hann og Sjávarútvegsstofnun hafa stofnað fyrirtækið Hafmynd hf. um þróun<br />

Djúpfarsins. Auk Hjalta unnu tveir meistaranemar í verkfræði að gerð<br />

122

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!