11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

pakkanum og getur m.a. lesið skjöl úr honum. Helsti munurinn er þó sá að þennan<br />

hugbúnað geta notendur eignast sér að kostnaðarlausu.<br />

Samningur um Informix-hugbúnað<br />

17. september undirrituðu Reiknistofnun og Strengur hf. samning um kaup<br />

Reiknistofnunar á Informix-hugbúnaði. Samningurinn felur í sér leyfi til Háskólans<br />

til að nota allan Informix-hugbúnað ótakmarkað, jafnt við kennslu og stjórnun.<br />

Reiknistofnun hefur notast við Informix-hugbúnað, þróunarumhverfi og gagnagrunna,<br />

á undanförnum árum. Aðallega hefur það verið við gerð og rekstur<br />

upplýsingakerfis stjórnsýslu Háskólans (UKSHÍ) eins og nemendaskráningarkerfi,<br />

starfsmannakerfi og vef UKSHÍ, og einnig við símkerfi H.Í. og reikningakerfi RHÍ.<br />

Með tilkomu þessa nýja samnings gefst Háskólanum kostur á að nýta til fulls allt<br />

það sem Informix hefur upp á að bjóða.<br />

Verulegar úrbætur í tölvuverum Reiknistofnunar<br />

Á síðasta ári fóru fram verulegar endurbætur á tölvukosti tölvuvera RHÍ. Í kjölfar<br />

útboðs voru fest kaup á 82 nýjum einmenningstölvum af gerðinni DELL-Optiplex.<br />

Fjögur ný tölvuver<br />

Sett voru upp fjögur ný tölvuver á árinu; í Árnagarði, Skógarhlíð 10 Haga og á<br />

Grensásvegi 12,. Auk þess voru tölvur endurnýjaðar í Odda 102, VR II, og Eirbergi.<br />

Tölvur í tölvuverum RHÍ eru nú 207 talsins og má segja að tölvukostur stúdenta<br />

hafi aldrei verið betri, en lengi má bæta úr. Sem dæmi má taka tölvur sem keyptar<br />

voru árið 1995, 90 MHz Pentium-tölvur, sem orðið er brýnt að endurnýja.<br />

Netframkvæmdir<br />

Helstu framkvæmdir sem tengdust rekstri og nýlögnum Háskólanetsins á árinu<br />

voru eftirtaldar:<br />

Grensásvegur 12: Aðstaða fyrir nýtt tölvuver fékkst og gerðar voru nauðsynlegar<br />

breytingar á húsnæðinu. Lagðar voru nýjar lagnir og þjónustuvél (server) komið<br />

fyrir. Jafnframt þessu var tengingin uppfærð úr 64 kb/s (ISDN) í 1 Mb/s með notkun<br />

sérstakra háhraðamódema.<br />

Skógarhlíð 10: Nýjar lagnir voru lagðar á nokkra staði vegna breytinga á húsnæðinu<br />

og fyrir nýtt tölvuver. Tengingu hússins breytt úr 28,8 kb/s í 2 Mb/s með þráðlausu<br />

örbylgjusambandi.<br />

Eirberg: Lokið var við netlagnir í yngri hluta byggingarinnar og þar var á vordögum<br />

opnað nýtt tölvuver með 20 nýjum tölvum.<br />

Jarðvegsframkvæmdir<br />

Grafið/borað fyrir röralögnum frá Árnagarði að Eggertsgötu 12, Aragötu 9 og 14. Í<br />

tengslum við þetta verkefni voru settir niður fimm brunnar.<br />

Það uppgötvaðist óvænt í sumar að nokkur lagnafyrirtæki borgarinnar voru að<br />

leggja nýjar lagnir í stóran hluta af Hjarðarhaga og hluta af Neshaga. Stofnunin<br />

brást skjótt við og tókst að semja við lagnaraðila um að fá að leggja rör í þeirra<br />

skurði gegn vægu gjaldi. Því miður var ekki grafið eftir öllum Hjarðarhaganum,<br />

þannig að eftir er spottinn milli Kvisthaga og Tómasarhaga, sem og nokkrir tugir<br />

metra til að ná inn í hús báðum megin.<br />

Aragata 9<br />

Nýtt net var lagt í allt húsið og nýr tengiskápur með nýjum tengi- og netbúnaði<br />

settur upp. Ljósleiðari og símakapall var lagður frá Aðalbyggingu að Aragötu 9.<br />

Aragata 14<br />

Nýtt net var lagt í allt húsið og nýr tengiskápur og netbúnaður settur upp. Ljósleiðarinn<br />

sem lagður var að Aragötu 9 var lagður áfram að nr. 14. Símakapall<br />

lagður frá Aragötu 9 að 14.<br />

Eggertsgata 12<br />

Til stendur að tengja alla stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta við Háskólanetið.<br />

Þangað hefur verið lagður ljósleiðarastrengur frá Aðalbyggingu. Verið er að<br />

leggja ljósleiðara milli bygginganna á svæðinu. Búið er að ganga frá innanhúslögnum<br />

í flestum húsanna.<br />

147

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!