11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Félagsstofnun leitaði til Reiknistofnunar eftir ráðgjöf við skipulagningu kerfisins.<br />

Gert er ráð fyrir að allt kerfið verði komið í notkun fyrir áramót. Fjöldi íbúðanna<br />

sem hafa möguleika á tengingu á þessu ári er um 460. Með netbúnaði gæti þetta<br />

orðið um 490 tæki. Miðað við núverandi fjölda tengdra tækja á Háskólanetinu yrði<br />

þetta um 25% aukning. Þá munu innan þriggja ára bætast við þrjú ný hús með um<br />

150 íbúðum alls.<br />

Norræna húsið<br />

Nokkrir erlendir lektorar hafa haft aðstöðu í Norræna húsinu og hafa þeir verið<br />

tengdir neti Háskólans. Nýlega var tengingin þangað uppfærð. Netlagnir hafa<br />

einnig verið endurnýjaðar og settur upp nýr tengiskápur. Leitað var til Reiknistofnunar<br />

um ráðgjöf varðandi skipulag netsins og tilhögun. Í framhaldi af því var<br />

samið við RHÍ um að húsið í heild yrði tengt neti Háskólans. Nettengibúnaður er<br />

því í eigu og umsjá RHÍ.<br />

Lögberg<br />

Þessa dagana er verið er að endurnýja lagnir á 3. og 4. hæð þannig að nýjar lagnir<br />

verði í öllu skrifstofurými á þessum hæðum.<br />

Árnagarður<br />

Um síðustu mánaðamót var ákveðin staðsetning á nýju tölvuveri. Með samstilltu<br />

átaki með starfsmönnum bygginga- og tæknisviðs gekk uppsetningin og allur<br />

frágangur hratt og vel.<br />

Oddi<br />

Svæðið til hliðar við tölvuverið á þriðju hæð var hólfað niður. Í framhaldi af því var<br />

tiltölulega nýlegt lagnakerfi sem tengt var í gólfdósir lagt af og nýtt kerfi lagt eftir<br />

stokkum sem settir voru upp þegar rýmið var hólfað niður. engingar tölvuversins<br />

í stofu 102 voru uppfærðar í sumar.<br />

Nýr innhringibúnaður<br />

Nýr og fullkominn innhringibúnaður fyrir nemendur og starfsmenn var tekinn í<br />

notkun snemma á árinu.<br />

Símkerfi<br />

Töluverð vinna hefur verið sett í að koma betra skipulagi á símamálin. Einn liður í<br />

því er að finna og loka númerum sem ekki eru lengur í notkun. Í nokkrum tilfellum<br />

hefur verið lagður sérstakur kapall milli húsa þannig að símasamband sé á<br />

lögnum Háskólans en ekki Landssímans. Haldið verður áfram á þessari braut á<br />

næsta ári.<br />

Skipulag á neti Háskólans<br />

Til stendur að breyta uppbyggingu Háskólanetsins töluvert. Búið er að semja um<br />

kaup á mjög öflugum búnaði til að uppfæra tengingu þeirra húsa sem stofnuninni<br />

tengjast með ljósleiðara í 100 Mb/s. Í tengslum við þetta verður lagður nýr ljósleiðari<br />

milli bygginganna. Uppstokkun kerfisins tekur vafalítið nokkurn tíma,<br />

enda þarf að halda gamla kerfinu gangandi á sama tíma.<br />

Hraðinn á netinu hundraðfaldaður<br />

Nú eru um 10 ár liðin síðan fyrstu skrefin voru stigin hjá Reiknistofnun við hönnun<br />

núverandi Háskólanets. Þegar frumhönnun var lokið bjuggust menn við að sú<br />

útfærsla sem þá var valin myndi endast í mesta lagi 5 ár en á meðan yrði netið<br />

smám saman gert afkastameira.<br />

Á þessum tíma voru færri en 50 tæki tengd Háskólanetinu og samband H.Í. við<br />

Internetið 9600 b/s. Notendur voru örfá hundruð. Háskólanetið náði til 4–5 húsa<br />

og mæna þess annaði vel því sem á hana var lagt.<br />

Í dag eru 2800 vélar á Háskólanetinu, Tenging Háskólans við Internetið er 10<br />

Mbit/s, vélarafl hefur 64-faldast að meðaltali og notendur eru orðnir 7000 talsins.<br />

Fáa þarf því að undra þótt orðið væri nauðsynlegt að auka afkastagetu burðarmænu<br />

Háskólanetsins.<br />

Núverandi búnaður er tvær ljósleiðarastjörnur, ein í Tæknigarði og önnur í Aðalbyggingu.<br />

Þær eru orðnar úreltar og ekki fást lengur varahlutir né viðgerðaþjónusta<br />

fyrir þær.<br />

Búnaður endurnýjaður<br />

Því var tímabært að endurnýja stjörnurnar og varð Cisco-búnaður frá Opnum<br />

148

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!