11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

og vann þá að sérverkefnum fyrir Íslenska málnefnd, einkum að undirbúningi<br />

stafsetningarorðabókar.<br />

Stafsetningarmál voru sem fyrr áberandi í starfi málnefndar og málstöðvar. Stjórn<br />

Íslenskrar málnefndar ræddi á fjórum fundum sínum um undirbúning og staðfestingu<br />

opinberra stafsetningarreglna. Baldur Jónsson lagði í september fram<br />

Lokaskýrslu um undirbúning stafsetningarorðabókar, ásamt drögum að Vinnureglum<br />

um íslenska stafsetningu, með greinargerð; enn fremur drög að nýrri<br />

stafsetningarorðabók. Stjórn Íslenskrar málnefndar samþykkti 14. september að<br />

hefja sem fyrst vinnu við nýja stafsetningarorðabók á grundvelli þess undirbúnings<br />

sem fram hefði farið. Lýðveldissjóður styrkti verkefnið á árinu með 300 þúsund<br />

kr. og Málræktarsjóður með 300 þ.kr.<br />

Húsnæðismál<br />

Með flutningi Íslenskrar málstöðvar í mars í nýtt húsnæði á Neshaga 16, skapaðist<br />

ný og betri aðstaða í málstöðinni, ekki síst fyrir íðorðastarfsemi. Aðstaða er nú<br />

til fundarhalda í sérstakri fundarstofu með bókasafni svo að unnt er að veita<br />

orðanefndum húsaskjól fyrir fundi sína. Þeim sem vinna að íðorðasöfnum gefst<br />

kostur á nettengdri tölvu. Þar geta þeir skráð gögn sín í vinnsluhluta orðabankans<br />

á Netinu og notið handleiðslu ritstjóra orðabankans.<br />

Gagnabankar og útgáfumál<br />

Enn hélt orðabanki Íslenskrar málstöðvar áfram að dafna undir ritstjórn Dóru<br />

Hafsteinsdóttur. Í árslok voru í honum 30 orðasöfn. Fyrirkomulag við fjármögnun<br />

orðabankans til framtíðar var nokkuð til umræðu á árinu. Nokkrir orðanefndarmenn<br />

hafa látið í ljósi efasemdir um þá ætlun Íslenskrar málstöðvar að innheimta<br />

afnotagjald af notendum orðabankans. Í árslok voru í birtingarhluta orðabankans<br />

liðlega 113 þúsund hugtök í 30 orðasöfnum í ýmsum greinum. „Heimsóknir“ í<br />

bankann voru liðlega 80 á dag og uppflettingar um 400 á dag. Í árslok voru vinnusvæði<br />

í orðabankanum fyrir 36 orðasöfn á ýmsum stigum.<br />

Haldið var áfram undirbúningi að málfarsbanka Íslenskrar málstöðvar. Fyrri hluta<br />

árs naut málstöðin áfram styrks til verkefnisins úr Lýðveldissjóði sem úthlutað<br />

var 1998. Á árinu hlaut málstöðin styrk úr Málræktarsjóði, 900 þúsund kr., og viðbótarstyrk<br />

úr Lýðveldissjóði til verksins að upphæð 300 þ.kr. Í árslok voru í sjóði<br />

um 800 þ.kr. til áframhaldandi vinnu við verkefnið. Hanna Óladóttir vann að verkefninu<br />

ásamt Ragnari Hafstað sem annast forritun o.þ.h. Málfarsbankinn verður á<br />

Netinu og unnt verður að slá inn leitarorð og fá málfarsleiðbeiningar og ábendingar<br />

sem tengjast því. Jafnframt verður notendum boðið að senda málstöðinni<br />

fyrirspurnir og munu svör við þeim smám saman bætast við efni málfarsbankans.<br />

Hafist var handa við undirbúning að útgáfu greinasafns um íslenska tungu eftir<br />

ýmsa (eldri) höfunda og afmælisrits Baldurs Jónssonar með greinum eftir sjálfan<br />

hann.<br />

Vefurinn<br />

Íslensk málstöð opnaði vef sinn á Netinu 1996. Þar er, auk orðabankans, margvíslegan<br />

fróðleik að finna. Má þar nefna málfarsráðgjöf, skrá um íðorðasöfn í<br />

málstöðinni og nákvæma skrá um allar orðanefndir sem skráðar hafa verið í<br />

málstöðinni. Talsvert er um það á hverju ári að fjölmiðlar, ekki síður erlendir en<br />

innlendir, birti frásagnir og viðtöl um íslenska málrækt og starfsemi Íslenskrar<br />

málstöðvar og málnefndar. Að vanda komu margir gestir, innlendir og erlendir, í<br />

málstöðina ýmissa erinda.<br />

Upplestrarkeppni<br />

Íslensk málnefnd stóð ásamt Kennaraháskóla Íslands, Kennarasambandi Íslands,<br />

samtökunum Heimili og skóla, Samtökum móðurmálskennara og Íslenska lestrarfélaginu<br />

að upplestrarkeppni barna í 7. bekk grunnskóla.<br />

Nám í þýðingum<br />

Íslensk málstöð og fulltrúar Háskóla Íslands sömdu tillögur til háskólarektors<br />

(dags. 10. mars) um fyrirkomulag við stutt, hagnýtt nám í þýðingum á sérstakri<br />

námsleið sem áætlað er að gefa kost á við Háskóla Íslands, ýmist með skilgreind<br />

námslok (45 einingar) eða sem aukagrein til B.A.-prófs (30 einingar).<br />

Dóra Hafsteinsdóttir annaðist þjónustu við þýðendur ásamt umsjón með orðabankanum.<br />

Ari Páll Kristinsson og Dóra Hafsteinsdóttir skipulögðu og önnuðust<br />

nýtt námskeið, „Þýðingar“, í heimspekideild Háskóla Íslands á vormisseri. Auk<br />

87

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!