11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

stofnun H.Í. og tölvu sem lyfjafræðinemar fengu að gjöf frá Glaxo Wellcome á Íslandi.<br />

Gestakennarar tóku nokkurn þátt í kennslu lyfjafræðinema á árinu. Fræðslusjóður<br />

Lyfjafræðingafélags Íslands greiddi kostnað vegna tveggja kennara frá University<br />

of Strathclyde sem sáu um vikunámskeið í klínískri lyfjafræði (aðgengisfræði)<br />

fyrir lyfjafræðinema. Námskeiðið var að mestu haldið á Landspítalanum og<br />

Sjúkrahúsi Reykjavíkur í samstarfi við lyfjafræðinga sem starfa við sjúkrahúsapótekin.<br />

Þetta er í annað sinn sem þessir skosku kennarar eru fengnir hingað til<br />

lands til að sinna kennslu í námsgreininni.<br />

Lyfjafræði 1995 1996 1997 1998 <strong>1999</strong><br />

Skráðir stúdentar 74 86 85 80 80<br />

Brautskráðir<br />

Cand.Pharm.-próf 7 11 12 10 11<br />

Doktorspróf 1<br />

Kennarastörf 6,37 6,37 5,37 6,37 6,37<br />

Rannsóknarog<br />

sérfræðingsstörf6 6 5 7 7,15<br />

Aðrir starfsmenn 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5<br />

Stundakennsla/stundir 1.900<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 26.031 27.310 29.347 35.427 40.514<br />

Fjárveiting í þús. kr. 26.060 26.526 28.358 32.688 39.188<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Kennsla í lyfjafræði hefur til þessa einkum verið í formi fyrirlestra, dæmatíma og<br />

verklegra tilrauna. Notkun upplýsingatækni hefur aukist verulega við kennslu og<br />

nám í lyfjafræði, m.a. við gerð og dreifingu kennsluefnis, í samskiptum nemenda<br />

og kennara, og við flutning fyrirlestra. Notkun tölvuskjávarpa við kennslu hefur<br />

aukist til muna. Aðrar nýjungar í kennslu og kennsluháttum í lyfjafræði hafa verið<br />

teknar upp og eru þær helstu eftirfarandi:<br />

• Notkun tölvuforrita. Keypt hafa verið kennsluforrit sem miða að því að nemendur<br />

geti farið yfir ákveðinn þátt námsefnis og æft sig í að leysa verkefni<br />

tengd því.<br />

• Verkefnatengd kennsla. Þetta kennslufyrirkomulag felst í því að í stað hefðbundinnar<br />

kennslu fá nemendur ákveðið fræðilegt verkefni til að leysa undir<br />

handleiðslu kennara. Verkefnatengd kennsla kemur nú í stað „venjulegrar"<br />

verklegrar kennslu í lyfjagerðarfræði á vormisseri þriðja árs. Þetta hefur<br />

mælst vel fyrir hjá nemendum en í ljós hefur komið að þetta kennsluform<br />

krefst meira vinnuframlags frá kennara en hefðbundin kennsla.<br />

• Kynning nemenda á verkefnum. Aukin áhersla er lögð á að nemendur kynni<br />

verkefni sín, annaðhvort með fyrirlestrum eða veggspjöldum.<br />

Þrír nemendur stunduðu rannsóknatengt framhaldsnám undir handleiðslu kennara<br />

í lyfjafræði. Tveir erlendir stúdentar, einn frá háskólanum í Kuopio í Finnlandi<br />

og einn frá háskólanum í Barcelona á Spáni unnu lokaverkefni sín í lyfjafræði lyfsala<br />

við Háskóla Íslands á árinu <strong>1999</strong> og tveir danskir nemendur unnu við rannsóknir<br />

hjá kennurum í lyfjafræði. Tveir erlendir skiptinemar voru skráðir í lyfjafræði<br />

kennsluárið <strong>1999</strong>–2000. Nokkrir íslenskir lyfjafræðinemar hafa nýtt sér<br />

Nordplus- og Erasmus-styrki og tekið hluta af námi sínu við erlenda háskóla.<br />

Í október flutti Jantien J. Kettenes - van den Bosch, dósent við lyfjafræðideild háskólans<br />

í Utrecht í Hollandi, fyrirlestur í boði lyfjafræði lyfsala um notkun massagreiningar<br />

við rannsóknir á lífsameindum.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í lyfjafræði hafa verið mjög virkir í rannsóknum á undanförnum árum<br />

og iðnir við að kynna niðurstöður þeirra á ráðstefnum, bæði innanlands og utan-,<br />

sem og í alþjóðlegum tímaritum. Að undanförnu hefur rannsóknasamstarf við atvinnulífið<br />

verið eflt, bæði við íslensk lyfjafyrirtæki og önnur iðnfyrirtæki í landinu.<br />

Einnig hafa kennarar í lyfjafræði átt samstarf við háskóla og fyrirtæki erlendis.<br />

62

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!