11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

sérhæfðu tækjakaupafé Háskólans sem alls voru 4,3 milljónir króna til kaupa á<br />

fosfórflúrmyndgreini. Engar markverðar breytingar urðu á húsnæðismálum rannsóknastofunnar.<br />

Unnið var að undirbúningi verkkennslustofu á 1. hæð í Læknagarði<br />

en tilkoma hennar myndi leysa brýnan húsnæðisvanda fyrir þá starfsemi.<br />

Líffræðistofnun<br />

Líffræðistofnun Háskólans tók til starfa árið 1974 samkvæmt reglugerð nr.<br />

191/1974.<br />

Hlutverk hennar er:<br />

• að afla grundvallarþekkingar í líffræði, einkum þeim greinum sem kenndar<br />

eru við raunvísindadeild Háskóla Íslands.<br />

• að miðla grundvallarþekkingu í líffræði, kynna fræðilegar nýjungar og efla<br />

rannsóknir og kennslu í líffræði á Íslandi.<br />

Á Líffræðistofnun Háskólans er unnið að undirstöðurannsóknum í margvíslegum<br />

greinum líffræðinnar. Sérfræðingar stofnunarinnar stunda einnig rannsóknir á<br />

hagnýtum sviðum líffræðinnar og taka að sér rannsóknarverkefni eftir því sem<br />

aðstæður leyfa og um semst. Með rannsóknunum fæst ný þekking sem kemur að<br />

notum við að leysa úr ýmsum viðfangsefnum, bæði fræðilegum og hagnýtum.<br />

Sem fræðigrein spannar líffræðin geysilega vítt svið og á síðustu árum hafa<br />

tengsl líffræði við helstu atvinnuvegi okkar og velferð komið æ betur í ljós. Núverandi<br />

stjórn Líffræðistofnunar var kosin í apríl <strong>1999</strong>. Hana skipa Sigurður S.<br />

Snorrason, formaður, Páll Hersteinsson, varaformaður og Rannveig Magnúsdóttir,<br />

fulltrúi stúdenta.<br />

Á Líffræðistofnun Háskólans starfa allir kennarar sem eru í fullu starfi við líffræðiskor<br />

raunvísindadeildar. Auk þess starfar við stofnunina einn fastráðinn sérfræðingur<br />

og nokkrir lausráðnir sérfræðingar sem ráðnir eru til að sinna sérstökum<br />

verkefnum, lausráðið aðstoðarfólk og ritari í hálfri stöðu. Loks starfa þar<br />

að jafnaði nokkrir vísindamenn sem stofnunin veitir aðstöðu. Sérfræðingur Náttúrurannsóknastöðvarinnar<br />

við Mývatn hefur starfsaðstöðu við stofnunina samkvæmt<br />

sérstöku samkomulagi.<br />

Sérfræðingar Líffræðistofnunar Háskólans starfa á eftirfarandi rannsóknasviðum:<br />

• Agnar Ingólfsson prófessor: rannsóknir á vistfræði fjara og lífi í rekandi þangi.<br />

• Arnþór Garðarsson prófessor: rannsóknir á vistfræði og stofnstærð sjófugla og<br />

vistfræði Mývatns.<br />

• Árni Einarsson sérfræðingur Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn:<br />

vöktun og rannsóknir á lífverustofnum og umhverfisþáttum í Mývatni og Laxá.<br />

• Eggert Gunnarsson lektor: rannsóknir í örverufræði.<br />

• Einar Árnason prófessor: þróunarfræði og stofnerfðafræði, m.a. á skyldleika<br />

þorskstofna í Norður-Atlantshafi.<br />

• Eva Benediktsdóttir dósent: rannsóknir á bakteríuflóru á fiskum.<br />

• Gísli Már Gíslason prófessor: vatnalíffræðirannsóknir, aðallega í straumvatni<br />

og í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu.<br />

• Guðmundur Eggertsson prófessor: rannsóknir á erfðum bakteríunnar<br />

Escherichia coli.<br />

• Guðmundur V. Helgason sérfræðingur: rannsóknir á botndýrum á Íslandsmiðum<br />

og burstaormum.<br />

• Guðni Á. Alfreðsson prófessor: rannsóknir á hita- og kuldakærum örverum og<br />

salmonellu-bakteríum.<br />

• Halldór Þormar prófessor: rannsóknir á hæggengum veirum og veirudrepandi<br />

lyfjum.<br />

• Jakob Jakobsson prófessor: fiskifræðirannsóknir.<br />

• Jakob K. Kristjánsson dósent (nú rannsóknarprófessor): rannsóknir á hitakærum<br />

örverum.<br />

• Jón S. Ólafsson sérfræðingur: rannsóknir á hryggleysingjum í ferskvatni.<br />

• Jörundur Svavarsson prófessor: rannsóknir á botndýrum á Íslandsmiðum.<br />

• Logi Jónsson dósent: rannsóknir á lífeðlisfræði fiska.<br />

• Páll Hersteinsson prófessor: rannsóknir á stofnvistfræði tófu og minks.<br />

• Sigríður Þorbjarnadóttir deildarstjóri: rannsóknir á erfðafræði hitakærra örvera.<br />

• Sigurður S. Snorrason dósent: rannsóknir á vistfræði botndýra í ferskvatni,<br />

vist- og þróunarfræði ferskvatnsfiska.<br />

93

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!