11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

• Afkomendur Jóhannesar úr Kötlum luku afhendingu á gögnum hans á hátíðarsamkomu<br />

sem haldin var 4. nóvember í tilefni af því að öld var liðin frá<br />

fæðingu skáldsins.<br />

• Afkomendur Einars Ól. Sveinssonar prófessors afhentu gögn úr fórum hans á<br />

hátíðarsamkomu sem haldin var 12. desember, en þá var öld liðin frá fæðingu<br />

Einars Ólafs.<br />

• Ættingjar Hallgríms Helgasonar tónskálds afhentu tónverkasafn hans 3. nóvember,<br />

ásamt langspili sem Hallgrímur hafði átt.<br />

• Sigurður Helgason stærðfræðingur færði safninu og stærðfræðiskor raunvísindadeildar<br />

sjötíu rit um stærðfræði að gjöf 17. desember. Við sama tækifæri<br />

gaf hann Landsbókasafni fimm þúsund Bandaríkjadali (um 360 þúsund<br />

krónur) sem verja á til kaupa á stærðfræðiritum.<br />

• Ágúst Gunnar Gylfason færði safninu í ágúst rúmlega hundrað bindi fræðibóka<br />

sem faðir hans, Gylfi Már Guðbergsson prófessor, lét eftir sig.<br />

• Sigurður St. Helgason fisksjúkdómafræðingur afhenti safninu 11. ágúst um 40<br />

bindi bóka sem verið höfðu í eigu Pálma Hannessonar rektors.<br />

• Inga Bjarnason afhenti safninu tónlistarhandrit manns síns, Leifs Þórarinssonar<br />

(1934–98) 13. ágúst.<br />

• Þorvarður Magnússon, Bjarnarstíg 5, Reykjavík, gaf safninu einkabókasafn sitt,<br />

allt að tíu þúsund bindi. Var það staðfest með gjafabréfi sem dagsett er 9. júní<br />

<strong>1999</strong>.<br />

Safn Gunnars Gunnarssonar<br />

Gjafabréf um afhendingu safns Gunnars Gunnarssonar til Landsbókasafns var<br />

undirritað 20. janúar og staðfest af menntamálaráðherra 9. febrúar. Safninu hafði<br />

með gjafabréfi dagsettu 25. apríl 1979 verið ráðstafað til Stofnunar Árna Magnússonar,<br />

en erfingjar skáldsins og forráðamenn stofnunarinnar komu sér nú saman<br />

um að safnið mundi njóta sín betur í Landsbókasafni.<br />

Helstu sýningar<br />

• Sýning á vegum Kvennasögusafns Íslands um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í forsal<br />

þjóðdeildar, 8. febrúar til 31. mars.<br />

• Rannís: Veggspjaldasýning um þátttöku Íslendinga í verkefnum sem styrkt eru<br />

af ESB, 1.–30. apríl.<br />

• Sýning á handritum Jóns Leifs tónskálds (1899–1968), opnuð 1. maí.<br />

• Áhugaljósmyndarar í Reykjavík 1950–70. Sýning á vegum Þjóðminjasafns,<br />

7.–28. maí.<br />

• Undir bláum sólarsali. Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur 1726–1768.<br />

Sumarsýning Landsbókasafns og Þjóðminjasafns, 5. júní–25. september.<br />

• Alexander Sergejevítsj Púshkín 1799–<strong>1999</strong>. Sýning á vegum MÍR og Landsbókasafns,<br />

26. maí–6. ágúst.<br />

• List Inúíta í Kanada. Sýning á vegum Háskóla Íslands, 12. ágúst–4. nóvember.<br />

• Sýning á handritum Leifs Þórarinssonar tónskálds, 13. ágúst–15 september.<br />

• Sýning á vegum Kínverska alþýðulýðveldisins, 1.–10. október.<br />

• Sýning haldin í tilefni af aldarafmæli Jóhannesar úr Kötlum, 4. nóvember<br />

<strong>1999</strong>–31. janúar 2000.<br />

• Sýning haldin í tilefni af aldarafmæli Einars Ólafs Sveinssonar, 12. desember<br />

<strong>1999</strong>–15. febrúar 2000.<br />

Útgáfa<br />

Meðal útgáfurita safnsins á árinu <strong>1999</strong> voru:<br />

• Íslensk bókaskrá og Íslensk hljóðritaskrá, rit sem greina frá bóka- og tónlistarútgáfu<br />

liðins árs. Allar færslur í þessum ritum eru líka aðgengilegar í<br />

Gegni.<br />

• Ritmennt 3 (1998) kom út snemma á árinu, fræðilegt ársrit, 160 blaðsíður að<br />

stærð. Meðal efnis er grein eftir Dick Ringler prófessor við Wisconsin-háskóla<br />

í Madison. Hann lýsir glímu sinni við að þýða Jónas Hallgrímsson á ensku, en<br />

vefsíða með þýðingum hans var opnuð árið 1997, og segir frá henni í annarri<br />

grein í ritinu. Þá á Sigurður Pétursson lektor grein í Ritmennt þar sem segir<br />

frá fágætum einblöðungi sem hann rakst á í safninu. Hann er prentaður árið<br />

1695 og hefur að geyma erfiljóð á grísku um ungan Íslending.<br />

• Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fyrstu fimm árin. Þrjátíu blaðsíðna<br />

yfirlit um starfsemi safnsins 1. desember 1994–1. desember <strong>1999</strong>, ásamt<br />

tölulegu yfirliti um árin 1995–98.<br />

• Þekking, vísindi og menning við aldaskil. Stefnumótun fyrir Landsbókasafn<br />

Íslands – Háskólabókasafn. Nóvember <strong>1999</strong>. Tíu blaðsíðna bæklingur.<br />

142

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!