11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Rannsóknir<br />

Rannsóknir hafa haldið áfram að eflast við námsbrautina. Unnið er að rannsóknum<br />

á ýmsum sviðum sjúkraþjálfunar og tengdum sviðum, t.d. hreyfistjórn, stjórnun<br />

jafnvægis hjá öldruðum, lífaflafræði fóta, heilsu, þreki og hreyfingu almennings,<br />

högum hjartaskurðsjúklinga o.fl. Upplýsingar um rannsóknaverkefni einstakra<br />

kennara má sjá á heimasíðu námsbrautarinnar, www.physio.hi.is<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Í samvinnu við Félag íslenskra sjúkraþjálfara var haldið málþing um menntunarmál<br />

sjúkraþjálfara í febrúar. Nemendur og kennarar unnu saman að því að kynna<br />

námsbrautina á námskynningu í apríl. Á haustmánuðum tók hollvinafélag námsbrautarinnar<br />

einnig þátt í sameiginlegri kynningu á öllum heilbrigðisgreinunum<br />

ásamt hollvinafélögum hinna heilbrigðisgreinanna.<br />

Annað<br />

Um vorið flutti starfslið sig í kennslustofur á 2. hæð í húsnæði námsbrautarinnar<br />

á meðan unnið var að því að endurbæta og breyta skrifstofum þess á 1. hæð. Þær<br />

voru svo tilbúnar um það leyti sem kennsla hófst á ný og voru þessar framkvæmdir<br />

til mikilla bóta.<br />

Raunvísindadeild<br />

Stjórn deildarinnar og almennt starf<br />

Forseti raunvísindadeildar frá ársbyrjun og til upphafs haustmisseris var Jóhann<br />

P. Malmquist en þá tók Gísli Már Gíslason við. Bragi Árnason tók við starfi varaforseta<br />

af Gísla Má á sama tíma.<br />

Skorarformenn á árinu <strong>1999</strong><br />

Stærðfræðiskor: Jón Ingólfur Magnússon uns Sven Þ. Sigurðsson tók við á haustmisseri.<br />

Eðlisfræðiskor: Ari Ólafsson uns Örn Helgason tók við á haustmisseri.<br />

Efnafræðiskor: Baldur Símonarson. Líffræðiskor: Þóra Ellen Þórhallsdóttir uns<br />

Eva Benediktsdóttir tók við á haustmisseri. Jarð- og landfræðiskor: Áslaug Geirsdóttir.<br />

Tölvunarfræðiskor: Ebba Þóra Hvannberg uns Halldór Guðjónsson tók við á<br />

haustmisseri. Matvælafræðiskor: Sigurjón Arason.<br />

Starfsemi deildarinnar var með svipuðu sniði og síðasta ár. Eins og þá voru það<br />

fjármálin sem tóku mestan tíma deildarráðs. Deildin var rekin á núlli á árinu með<br />

miklu aðhaldi. Þá hefur skerfur deildarinnar af fjárveitingu til almennra tækjakaupa<br />

og ritakaupa verið skertur mikið.<br />

Starfandi fastanefndir við deildina voru: fjármálanefnd, mats- og framgangsnefnd,<br />

kennsluskrárnefnd, rannsóknanámsnefnd og vísindanefnd.<br />

Með nýjum lögum um Háskóla Íslands var tekin upp ný skipan í háskólaráð og<br />

var Guðmundur G. Haraldsson kosinn fulltrúi raunvísindadeildar og verkfræðideildar<br />

í háskólaráði á sameiginlegum fundi þeirra 27. apríl. Á sama fundi var<br />

Valdimar K. Jónsson kosinn fyrsti varafulltrúi og Gísli Már Gíslason annar varafulltrúi<br />

deildanna í háskólaráði.<br />

Á deildarfundi 13. október voru Bragi Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Gunnlaugur<br />

Björnsson kosnir fulltrúar raunvísindadeildar á fyrsta háskólafundi.<br />

Kennslumál<br />

Á deildarfundi 6. apríl voru samþykktar nýjar reglur um rannsóknanám við deildina,<br />

samkvæmt tillögu nefndar. Boðið er upp á meistara- og doktorsnám við allar<br />

sjö skorirnar. Fyrstu doktorsnemarnir, fimm talsins, hófu nám við deildina haustið<br />

<strong>1999</strong>.<br />

65

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!