11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ensku. Einnig er þar gerð grein fyrir starfsemi hennar: ráðstefnum, námskeiðum,<br />

bókaútgáfu og styrkjum, sem hún veitir. Jafnframt eru þar upplýsingar um íslenskukennslu<br />

fyrir útlendinga, ráðstefnur á sviði íslenskra fræða víða um heim,<br />

nýjar og væntanlegar bækur og tímarit og þýðingar úr íslensku. Skrá um fræðimenn<br />

í íslenskum fræðum er tengd heimasíðunni og upplýsingabanki um<br />

kennslu í íslensku við erlenda háskóla.<br />

Stofnunin annast umsjón með sendikennslu í íslensku erlendis fyrir hönd íslenskra<br />

stjórnvalda og tekur þátt í norrænu samstarfi um Norðurlandafræðslu erlendis.<br />

Á vormisseri störfuðu 13 sendikennarar í íslensku við erlenda háskóla.<br />

Var efnt til fundar þeirra í Vínarborg dagana 28. og 29. maí þar sem rædd voru<br />

málefni íslenskukennslu erlendis. Þá var haldin ráðstefna í Vilníus í Litháen 7.–9.<br />

október fyrir kennara í Norðurlandamálum í Eystrasaltslöndunum og stóð stofnunin<br />

að undirbúningi hennar. Stofnunin hefur einnig hafið samstarf við aðra aðila<br />

sem vinna að eflingu tungumálanáms og kynningu á menningu í Evrópu. M.a. tók<br />

forstöðumaður þátt í þingi um eflingu tungumála er tiltölulega fáir tala í Evrópu,<br />

sem haldið var í Hollandi fyrir tilstuðlan tungumálaáætlunar Evrópusambandsins.<br />

Þá vinnur stofnunin að gerð margmiðlunarefnis í íslensku fyrir erlenda námsmenn<br />

í samvinnu við háskólastofnanir í Evrópu og með stuðningi tungumálaáætlunar<br />

Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytisins.<br />

Stofnunin fékk styrk frá Landafundanefnd til að efna til alþjóðlegs þings um<br />

heimildir um landafundi og landnám norrænna manna við Norður-Atlantshaf og<br />

íslensk fræði í hinum enskumælandi heimi. Þingið var haldið í Norræna húsinu<br />

dagana 9.–11. ágúst. Tuttugu og þrír fyrirlestrar voru fluttir og pallborðsumræður<br />

um stöðu íslenskra fræða fóru fram. Rúmlega eitt hundrað manns sóttu ráðstefnuna.<br />

Í tengslum við hana var farin ferð á söguslóðir í Dölum.<br />

Eins og undanfarin ár gengust stofnunin og heimspekideild fyrir fjögurra vikna<br />

sumarnámskeiði í íslensku máli og menningu í júlí. Þá stóðu stofnunin, heimspekideild<br />

og Stofnun Árna Magnússonar að tveggja vikna miðaldanámskeiði í<br />

júlí.<br />

Stofnunin gekkst fyrir þýðendaþingi í september 1998. Í framhaldi af því vann Jón<br />

Yngvi Jóhannsson nokkra útvarpsþætti um þýðingar og þýðingafræði og voru þeir<br />

fluttir í Ríkisútvarpinu vorið <strong>1999</strong>.<br />

Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, flutti Sigurðar<br />

Nordals fyrirlestur í boði stofnunarinnar hinn 14. september, á fæðingardegi<br />

Sigurðar. Nefndist fyrirlesturinn: „List og tvísæi í Snorra-Eddu.“<br />

Inna G. Matyushina, háskólakennari í Moskvu, naut svonefnds styrks Snorra<br />

Sturlusonar, sem stofnunin annast úthlutun á. Dvaldist hún hér um tveggja mánaða<br />

skeið við rannsóknir.<br />

Tilraunastöð Háskóla<br />

Íslands í meinafræði<br />

að Keldum<br />

Stjórn<br />

Stjórn stofnunarinnar á árinu skipuðu: Þórður Harðarson prófessor, formaður,<br />

Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir örverufræðingur, Eggert Gunnarsson dýralæknir,<br />

Guðmundur Eggertsson prófessor og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Bjarnheiður<br />

tók við af Ólafi S. Andréssyni sem fulltrúi starfsmanna.<br />

Starfslið<br />

Alls inntu 65 manns ríflega 46 ársverk af hendi á starfsárinu sem er nánast<br />

óbreytt frá fyrra ári. Auk fastráðinna starfsmanna komu þar að verki 12 líffræðiog<br />

dýralæknanemar. Fjórir þeirra voru B.S.-líffræðingar í M.S.-námi og lauk einn<br />

prófi á árinu. Fimm starfsmenn unnu sem fyrr við stjórnsýslu, á skrifstofu og við<br />

afgreiðslu. Sérfræðingar sem störfuðu að rannsóknum og þjónustu voru alls 20<br />

og voru laun þriggja þeirra greidd með styrkjum. Þeim til aðstoðar voru hátt í þrír<br />

126

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!