11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Hugvísindastofnun<br />

Hugvísindastofnun var úthlutað húsnæði í byrjun ársins er ákveðið var að lunginn<br />

af efstu hæð Nýja-Garðs færi undir starfsemi hennar. Gert var ráð fyrir að rannsóknastofnanir<br />

heimspekideildar, Bókmenntafræðistofnun, Heimspekistofnun,<br />

Málvísindastofnun, Sagnfræðistofnun og Stofnun í erlendum tungumálum flyttu<br />

starfsemi sína á hæðina að einhverju eða öllu leyti og að þar yrði pláss fyrir doktorsnema<br />

heimspekideildar, nýútskrifaða doktora á rannsóknarstyrk og gistifræðimenn<br />

deildarinnar til lengri eða skemmri tíma. Einnig verður handbóka- og<br />

tölvustofa á hæðinni sniðin að þörfum kennara og framhaldsnema deildarinnar.<br />

Bókmenntafræðistofnun varð fyrst til að flytja starfsemi sína alfarið í nýja húsnæðið<br />

en næst kom Málvísindastofnun. Hinar stofnanirnar hafa lánað húsnæði<br />

sitt framhaldsnemendum og stundakennurum. Ákveðið var að doktorsnemar<br />

hefðu þrjú herbergi á hæðinni, og mundi stofnunin alla jafna geta hýst sex nema.<br />

Þrjú herbergi að auki eru til afnota fyrir aðra fræðimenn sem stofnunin ákveður<br />

að veita aðstöðu. Þrjú herbergi eru ætluð til rekstrar, skrifstofuhalds og hvers<br />

kyns umbrots- og prentvinnu.<br />

Ákveðið var á vormisseri að Hugvísindastofnun mundi hafa umsjón með framhaldsnámi<br />

deildarinnar. Þetta hlutverk stofnunarinnar var fest í reglum deildarinnar<br />

um framhaldsnám sem Vísindanefnd heimspekideildar sendi frá sér í vor. Á<br />

haustmisseri samþykkti deildarfundur reglurnar með lítils háttar breytingum en<br />

þær höfðu þó ekki farið formlega fyrir háskólaráð í lok ársins. Engu að síður byrjaði<br />

Hugvísindastofnun að taka við umsóknum á haustmisseri og hefur umsjón<br />

með framhaldsnáminu smám saman verið að færast yfir til hennar.<br />

Starf framkvæmdastjóra var auglýst í febrúar <strong>1999</strong>. Umsækjendur voru tíu en haft<br />

var viðtal við fimm þeirra. Á stjórnarfundi 20. apríl var samþykkt að ráða Jón<br />

Ólafsson sem var um það bil að ljúka doktorsprófi í heimspeki frá Columbiaháskóla<br />

í New York. Jón kom til starfa í júlí en ráðningartímabil hans hófst formlega<br />

1. ágúst.<br />

Doktorsnemar unnu mikið að hagsmunamálum sínum á árinu. Á vormisseri<br />

funduðu þeir með rektor og lögðu áherslu á nauðsyn þess að þeir fengju aðgang<br />

að sjóðum til ferðastyrkja og samvinnuverkefna. Aðstaða doktorsnema er nú viðunandi<br />

hvað húsnæði varðar, en fjárhagshliðin er enn óviðunandi því að doktorsnemar<br />

við heimspekideild eiga ekki kost á styrkjum til að fjármagna nám sitt<br />

nema að litlum hluta. Doktorsnemar funduðu reglulega með framkvæmdastjóra<br />

Hugvísindastofnunar á haustmisseri og ræddu skipulag framhaldsnámsins vítt og<br />

breitt. Sú skoðun er almenn að mikilvægasta hagsmunamál doktorsnema við<br />

heimspekideild sé að koma upp framfærslustyrkjum. Framkvæmdastjóri hefur<br />

líka fundað með M.A.-nemum um úrbætur í málefnum þeirra.<br />

Hugvísindastofnun stóð fyrir því að komið var af stað óformlegum málstofum<br />

doktorsnema. Tilgangurinn með þeim er að menn geti kynnt rannsóknir sínar í<br />

hópi samnemenda og þeirra kennara sem þeir vilja að séu viðstaddir. Líta má á<br />

þetta sem undirbúning að eiginlegri aðferðafræðilegri málstofu fyrir nema á doktorsstigi.<br />

Hugvísindaþing var haldið 15.–16. október. Það náði yfir mörg svið hugvísinda en<br />

skorður voru ekki settar við efni fyrirlestra. Tæplega 70 fyrirlestrar voru fluttir á<br />

þinginu en það fór fram í málstofum þar sem gestum gafst kostur á að heyra<br />

nokkra fyrirlestra um svipað eða skylt efni. Þingið var vel sótt, gera má ráð fyrir<br />

að á þriðja hundrað manns hafi sótt það þegar mest var. Blaðaskrif voru nokkur<br />

fyrir og eftir þingið og tóku öll dagblöðin viðtöl við frummælendur á þinginu.<br />

Morgunblaðið fjallaði auk þess um þinghaldið í heilsíðugrein.<br />

Þó að þingið hefði ekki efnislega yfirskrift má segja að staða og hlutverk hugvísinda<br />

í nútímasamfélagi hafi verið einskonar þema þingsins. Páll Skúlason rektor,<br />

Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor og Svava Jakobsdóttir rithöfundur fluttu erindi<br />

um hugvísindi, stöðu þeirra og merkingu gagnvart samfélaginu, vísindum og listum<br />

á aðalsamkomu þingsins.<br />

Árið <strong>1999</strong> var mótunarár hjá Hugvísindastofnun og var stofnunin þó alls ekki fullmótuð<br />

í árslok. Enn á eftir að ákveða hver tengsl Hugvísindastofnunar verða í<br />

framtíðinni við einstakar rannsóknastofnanir heimspekideildar og að hve miklu<br />

leyti starfsemi þessara stofnana verður sameinuð undir einum hatti. Ljóst er að<br />

80

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!