11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Vatnaverkfræðistofa<br />

Straumfræði vatnakerfa og hafs, umhverfisverkfræði og fráveitutækni eru meðal<br />

rannsóknasviða vatnaverkfræðistofu. Stofan hefur m.a. unnið að bestun á hönnun<br />

vatnsaflsvirkjana. Gerð hafa verið kort fyrir fimm ára úrkomu á öllu landinu, enn<br />

fremur sérstök kort fyrir höfuðborgarsvæðið, Reykjanes og Suðurland, sérstaklega<br />

ætluð til notkunar við fráveituhönnun.<br />

Þátttaka stofunnar í alþjóðlegu samstarfi er veruleg, haustið <strong>1999</strong> sá hún t.d. um<br />

alþjóðlega ráðstefnu á Íslandi um vatnafræði á norðurslóðum.<br />

Ýmis verkefni<br />

Meðal annarra verkefna sem unnið er að á Verkfræðistofnun eru rannsóknir á<br />

efniseiginleikum samsetninga, titrings- og bilanagreining á vélum og burðarvirkjum,<br />

ásamt hönnun og svokallaðri erfðafræðilegri bestun. Árið 1996 var tekinn í<br />

notkun álagsbúnaður til þess að mæla álag, bæði tog- og þanþol efna, en slíkt<br />

tæki er mikilvægt við rannsóknir í efnisfræði. Á sviði ljóstækni er tilraunaaðstaða<br />

við stofnunina. Einnig eru stundaðar fræðilegar rannsóknir á sviði gæðastjórnunar<br />

með tilliti til mismunandi atvinnuvega.<br />

Viðskiptafræðistofnun<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Stjórn Viðskiptafræðistofnunar var þannig skipuð árið <strong>1999</strong>: Runólfur Smári Steinþórsson<br />

dósent, formaður, Árni Vilhjálmsson prófessor, Esther Finnbogadóttir<br />

stud.oecon. og Þráinn Eggertsson prófessor, meðstjórnendur. Forstöðumaður<br />

stofnunarinnar er Kristján Jóhannsson lektor. Við Viðskiptafræðistofnun starfa<br />

fastir kennarar viðskipta- og hagfræðideildar, stúdentar og sérfræðingar. Starfsmenn<br />

þessir eru allir ráðnir á verkefnagrunni. Viðskiptafræðistofnun nýtur ekki<br />

fastra styrkja eða fjárveitinga heldur starfar fyrir sjálfsaflafé.<br />

Rannsóknir árið <strong>1999</strong><br />

Viðskiptafræðistofnun tók þátt í víðtækri rannsókn á starfsskilyrðum smáfyrirtækja<br />

á Íslandi og viðhorfi stjórnenda til mikilvægra málaflokka sem snerta rekstur<br />

slíkra fyrirtækja. Verkefnið var samstarfsverkefni Viðskiptafræðistofnunar, Aflvaka<br />

hf., Þjóðhagsstofnunar og viðskipta- og iðnaðarráðuneytis. Niðurstöðurnar<br />

hafa verið gefnar út af Aflvaka hf. Kristján Jóhannsson lektor sá um þátt stofnunarinnar<br />

í þessu verkefni.<br />

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands vann að gerð viðamikillar viðskiptaáætlunar<br />

fyrir Landssíma Íslands hf. sumarið <strong>1999</strong>. Á vegum stofnunarinnar unnu Runólfur<br />

Smári Steinþórsson dósent og Ólafur Jónsson ráðgjafi frá Hugverki verkefnið.<br />

Útgáfustarfsemi<br />

Eftirtalin rit voru gefin út <strong>1999</strong> af Viðskiptafræðistofnun og Bókaklúbbi atvinnulífsins:<br />

• Hlutabréfamarkaðurinn eftir Einar Guðbjartsson.<br />

• Verkefnastjórnun eftir Trevor L. Young.<br />

• Stjórnandinn og viðskiptaumhverfið eftir Leonard R. Sayles.<br />

• Ávinningur viðskiptavinarins eftir Karl Albrecht.<br />

• Greining ferla í fyrirtækjum eftir Eugene H. Melan.<br />

• Starfsánægja eftir Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur og Jóhönnu Gustavsdóttur.<br />

Örverufræðistofa<br />

Örverufræðistofa er til húsa á 3. hæð í Ármúla 1A, en þangað flutti hún vorið 1990<br />

úr Sigtúni 1. Þarna er rými fyrir verklega kennslu í örverufræðinámskeiðum,<br />

bæði í framhaldsnámskeiðum og fjölmennum grunnnámskeiðum, en einnig er<br />

hægt að kenna minni semínarhópum. Stúdentar af mörgum sviðum Háskóla Íslands<br />

sækja námskeið í húsnæðið, t.d. stúdentar í líffræði, matvælafræði, lífefnafræði,<br />

lyfjafræði lyfsala, læknisfræði og hjúkrunarfræði. Uppbygging aðstöðunnar<br />

132

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!