11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Lífefna- og<br />

sameindalíffræðistofa<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Rannsóknastofan er starfsvettvangur kennara lífefnafræðasviðs læknadeildar auk<br />

annarra sem stunda rannsóknir á skyldum sviðum. Forstöðumaður er Jón Jóhannes<br />

Jónsson dósent. Aðrir háskólakennarar sem starfa við fræðasviðið eru<br />

Eiríkur Steingrímsson rannsóknarprófessor og Ingibjörg Harðardóttir dósent. Auk<br />

þeirra hefur Reynir Arngrímsson dósent í klínískri erfðafræði aðstöðu á rannsóknastofunni.<br />

Umsjón með daglegum rekstri lífefna- og sameindalíffræðistofu<br />

hefur Jónína Jóhannsdóttir deildarmeinatæknir. Á rannsóknastofunni störfuðu<br />

tveir doktorsnemar, fimm M.S.-nemar, fimm B.S.-nemar og tveir læknanemar<br />

sem vinna að 4. árs verkefni. Auk framangreindra unnu nokkrir einstaklingar í<br />

lengri eða styttri tíma að ýmsum verkefnum.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknastofan er miðstöð fyrir lífefna- og sameindalíffræðirannsóknir í grunnvísindum<br />

og læknisfræði. Almenn áherslusvið eru efnaskipti kjarnsýra, genalækningar,<br />

þroskunarlíffræði, næringarfræði og samspil erfða og umhverfis. Unnið<br />

er að einstökum verkefnum innan þessara sviða í samvinnu við innlenda og erlenda<br />

vísindamenn.<br />

Níu nemendur luku verkefnum sem unnin voru við stofnunina á árinu.<br />

Rannsóknastofan hélt áfram að byggja upp aðstöðu fyrir vinnu með transgenískar<br />

mýs í samvinnu við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.<br />

Á rannsóknastofunni er sérhæfður tækjabúnaður fyrir sameindalíffræðivinnu sem<br />

jafnframt er notaður við klínískar rannsóknir á sameindaerfðafræði í samstarfi<br />

við meinefnafræðideild Landspítalans.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Starfsmenn rannsóknastofunnar kynntu vinnu sína erlendis og innanlands með<br />

þátttöku í ýmsum ráðstefnum og með einstökum fyrirlestrum. Rannsóknastofan<br />

skipulagði einnig vísindafyrirlestra og fræðslufundi, m.a. í samvinnu við Miðstöð í<br />

erfðafræði og meinefnafræðideild Landspítalans. Jón Jóhannes Jónsson vann í<br />

nefnd á vegum Evrópubandalagsins sem gerði úttekt á stöðu erfðamengisrannsókna<br />

í Evrópu.<br />

Helstu fræðigreinar birtar á árinu:<br />

• Mao, N.-C.; Steingrímsson, E.; Duhadaway, J.; Wasserman, W.; Ruiz, J.C.;<br />

Copeland, N.G.; Jenkins, N.A. og Prendergast, G.C. <strong>1999</strong>. The murine Bin1 gene<br />

functions early in myogenesis and defines a new region of synteny between<br />

mouse chromosome 18 and human chromosome 2. Genomics, 56:51–8.<br />

• Hurlin, P.J.; Steingrímsson, E.; Copeland, N.G.; Jenkins, N.A. og Eisenman,<br />

R.N. <strong>1999</strong>. Mga, a dual-specificity transcription factor that interacts with Max<br />

and contains a T-domain DNA binding motif. EMBO Journal, 18:7019–28.<br />

• Vitelli, F.; Piccini, M.; Caroli, F.; Franco, B.; Pober, B.; Jonsson, J.; Sorrentino, V.<br />

og Renieri, A. <strong>1999</strong>. Identification and characterization of a highly conserved<br />

protein absent in the Alport syndrome (A), mental retardation (M), midface<br />

hypoplasia (M), and elliptocytosis (E) contiguous gene deletion syndrome.<br />

Genomics 55:335–40.<br />

Annað<br />

Rannsóknir stofunnar voru styrktar af ýmsum aðilum um alls á þriðja tug milljóna<br />

króna á árinu. Markverðustu styrkirnir voru tveir þriggja ára styrkir úr markáætlun<br />

Rannís um upplýsingatækni og umhverfismál. Ingibjörg Harðardóttir er<br />

verkefnisstjóri fyrir 10,5 milljón króna styrk sem nefnist „Tengsl fæðu, oxunar,<br />

DNA-skemmda og brjóstakrabbameinsáhættu“. Verkefnið er unnið í samvinnu við<br />

vísindamenn hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Manneldisráði Íslands og Lífeðlisfræðistofnun<br />

Háskólans. Eiríkur Steingrímsson er verkefnisstjóri fyrir 9,0 milljón<br />

króna styrk sem nefnist „Breytigen arfbundinnar járnofhleðslu á Íslandi“. Verkefnið<br />

er unnið í samvinnu við blóðfræði- og meinefnafræðideildir Landspítalans,<br />

Blóðbankann og Manneldisráð Íslands.<br />

Jón Jóhannes Jónsson hafði umsjón með styrkjum frá Rannís og styrkjum af<br />

92

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!