11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

• umsjón með almennri upplýsingagjöf á upplýsingaskrifstofu í Aðalbyggingu,<br />

• umsjón með undirbúningi dagskrár Háskóla Íslands á menningarborgarárinu<br />

2000,<br />

• ýmis kynningarmál, s.s. árleg námskynning skóla á háskólastigi og kynning<br />

einstakra atburða á vegum skólans, samskipti við fjölmiðla, stjórnvöld, samtök<br />

í atvinnulífi og fyrirtæki eftir því sem tilefni gefast,<br />

• að styrkja tengsl stjórnsýslu Háskóla Íslands við nemendur, deildir, stofnanir<br />

og ýmsa aðra starfsemi Háskólans,<br />

• fjáröflun fyrir rektor og deildir eftir því sem tilefni gefast til,<br />

• ýmis smærri og stærri þróunarverkefni fyrir rektor og háskólaráð.<br />

Stjórn og starfslið<br />

Margrét S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri, Magnús Guðmundsson, skjalavörður<br />

Háskólans, Heiða Björk Sturludóttir, fulltrúi á skjalasafni og umsjónarmaður<br />

Fréttabréfs og heimasíðu H.Í. til 1. ágúst, þá var ráðin í hennar stað en með breytt<br />

starfssvið Valdís Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi, sem er umsjónarmaður útgáfu<br />

sviðsins, almennra kynningarmála og námskynningar. Á árinu fluttust starfsmenn<br />

upplýsingaskrifstofu, Elísabet K. Ólafsdóttir, Hanna Z. Sveinsdóttir og Stefanía<br />

Pétursdóttir frá starfsmannasviði yfir á samskipta- og þróunarsvið.<br />

Útgáfumál<br />

Fréttabréf H.Í. kom út fimm sinnum á árinu. Símaskrá kom út í febrúar. Nýr<br />

kynningarbæklingur á ensku um Háskólann kom út í mars. Í maí var opnuð ný og<br />

endurskipulögð íslensk heimasíða fyrir Háskólann, haldið var námskeið um viðhald<br />

hennar fyrir allt starfsfólk H.Í. sem að því kemur og í maí var opnuð ný<br />

heimasíða á ensku.<br />

Kynningarmál<br />

Fyrirkomulagi námskynningar var breytt og var hún haldin 11. apríl í Aðalbyggingu<br />

Háskóla Íslands með þátttöku allra íslenskra skóla á háskólastigi. Hér eftir<br />

verður námskynning með þessu sniði árlegur viðburður. Enn fremur voru unnin<br />

fjöldi smærri kynningarverkefna fyrir ýmsa innan Háskólans, meðal þess má<br />

nefna nýja heimasíðu fyrir Listasafn Háskólans sem opnuð var 10. júní.<br />

Dagskrá Háskóla Íslands á menningarborgarárinu 2000<br />

Allt árið fór fram undirbúningur fyrir veglega dagskrá Háskóla Íslands á menningaborgarárinu<br />

2000 undir yfirskriftinni „Opinn Háskóli“. Lögð verður áhersla á<br />

að opna Háskólann almenningi og verða þrír meginviðburðir á árinu: fræða- og<br />

menningarhátíðin Líf í borg, námskeiðahald fyrir almenning á öllum aldri, börn<br />

jafnt sem fullorðna, og opnuð verður vefsíðan „Vísindavefur“ þar sem hver sem er<br />

getur sent inn spurningar og fengið svör um hvaðeina sem ætla má að svör<br />

finnist við hjá Háskóla Íslands. Öll dagskráin er endurgjaldslaus, en hún er fjármögnuð<br />

með styrkjum sem aflað var frá Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneyti,<br />

ýmsum fyrirtækjum, Norræna ráðherraráðinu og erlendum sendiráðum.<br />

Tengsl stjórnsýslu Háskólans við nemendur, deildir og<br />

stofnanir<br />

Eitt af verkefnum samskiptasviðs er að treysta tengsl aðila innan Háskólans eftir<br />

föngum. Á árinu var haldið áfram fundum rektors í öllum deildum og námsbrautum<br />

skólans. Þjónusta samskiptasviðs var kynnt í deildum og námsbrautum,<br />

teknir voru upp reglulegir fundir með fulltrúum Stúdentaráðs og Hollvinasamtaka<br />

Háskólans, haldnir fundir með stofnunum á sviði íslenskra fræða o.fl. Unnið var<br />

að gerð þjónustusamnings milli H.Í. og Rannsóknaþjónustu Háskólans og þannig<br />

stuðlað að aukinni virkni hennar í þjónustu við deildir skólans.<br />

Þróunarverkefni og fjáröflun<br />

Allt árið <strong>1999</strong> var undirbúið framboð og kynning diplóma-náms við Háskóla Íslands.<br />

Í boði voru tólf námsleiðir fyrir námsárið <strong>1999</strong>–2000. Kennsla á níu námsleiðanna<br />

hófst í september og alls innrituðu sig um 230 nemendur. Stofnað var til<br />

tengsla sjö námsleiðanna við viðkomandi atvinnugreinar og styrkir útvegaðir til<br />

að fjármagna ný námskeið (alls um 3 m.kr.). Í hagnýtri íslensku var stofnað fagráð,<br />

sem í sitja stjórnendur allra helstu dagblaða, útgefenda og stórrar prentsmiðju.<br />

Í viðskipta- og hagfræðideild var stofnað svonefnt styrktarráð námsleiðanna<br />

sem í sitja forstjórar fimm stórfyrirtækja. Vegna ferðamálafræða hafa verið<br />

haldnir kynningarfundir með fulltrúum ferðaþjónustunnar, sem áformað er að<br />

sitji í fagráði námsleiðarinnar. Annað stórt verkefni var að þróa tengsl Háskóla Íslands<br />

við landsbyggðina. Stofnaður var verkefnishópur rektors um aukið starf á<br />

landsbyggðinni, undirritaður var samningur við fjóra aðila í Hveragerði um rannsókna-<br />

og þróunarsetur Háskóla Íslands og starf H.Í. á landsbyggðinni kynnt eftir<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!