11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

segja má að helmingur starfsmanna þar sé launaður eða styrktur af vísindasjóðum,<br />

innlendum og erlendum.<br />

Húsnæðismál rannsóknastofunnar eru erfið. Starfsemin er í sex byggingum og<br />

eru þrjár á Landspítalalóð, sú fjórða er til húsa í Læknagarði, fimmta í leiguhúsnæði<br />

að Ármúla 30 og að lokum er lífsýnasafn (Dungalssafn) í leiguhúsnæði hjá<br />

Krabbameinsfélögunum við Skógarhlíð. Vonir standa til þess að hægt verði að<br />

byggja yfir Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði jafnframt því sem byggt verður<br />

yfir aðrar rannsóknastofnanir Ríkisspítala.<br />

Rannsóknastofa<br />

í næringarfræði<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði (rín) heyrir undir Landspítalann og matvælafræðiskor<br />

raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Stofan hefur aðstöðu á 2. hæð<br />

íþróttahúss Háskólans við Suðurgötu og á næringarstofu Landspítalans að Eiríksgötu<br />

29. Laun starfsfólks og rekstur rannsóknastofunnar eru fjármögnuð með<br />

styrkjum eða samningum um rannsóknarverkefni og önnur fræðileg verkefni.<br />

Opinber stöðugildi eru engin utan prófessors í næringarfræði, Ingu Þórsdóttur,<br />

sem veitir stofunni forstöðu. Verkefnaráðið starfsfólk í fullu starfi og stúdentar í<br />

rannsóknatengdu framhaldsnámi með aðstöðu á rín voru sex á árinu auk tveggja<br />

í hlutastarfi.<br />

Rannsóknir<br />

Reynt er að leggja stund á nokkuð fjölbreytileg rannsóknarverkefni á rín þar sem<br />

starfsemi stofunnar byggist að miklu leyti á verkefnum stúdenta í rannsóknatengdu<br />

framhaldsnámi.<br />

Tveir luku meistaranámi í næringarfræði á árinu. Verkefni Ingibjargar Gunnarsdóttur<br />

kallaðist „Næringarástand sjúklinga á sjúkrahúsum – greiningaraðferð fyrir<br />

vannæringu og matsáætlun“. Verkefni Hólmfríðar Þorgeirsdóttur fjallaði um<br />

breytingar á líkamsþyngd Íslendinga og fæðuframboði hérlendis, en hún vann<br />

verkefnið hjá Manneldisráði Íslands.<br />

Á haustmánuðum hófu tveir nemendur framhaldsnám í næringarfræði við H.Í.<br />

Bryndís Eva Birgisdóttir hóf doktorsnám. Verkefni hennar nefnist „Forvarnir gegn<br />

sykursýki“, og er áætlað að prófa kenningar um ástæður fyrir því að sykursýki er<br />

sjaldgæfari hérlendis en meðal skyldra þjóða. Kemur það m.a. inn á gæði íslenskrar<br />

mjólkur, en það efni hefur verið til umfjöllunar víða í íslensku samfélagi<br />

á árinu, aðallega í tengslum við umsókn kúabænda um að fá að flytja inn fósturvísa<br />

af norsku kúakyni. Ólöf Guðný Geirsdóttir hóf meistaranám og er verkefni<br />

hennar hluti af stærri rannsókn á næringarástandi sjúklinga. Björn Sigurður<br />

Gunnarsson vann að meistaranámsverkefni sínu um mataræði tveggja ára barna.<br />

Skýrsla um eldra verkefni er varðar næringu ungbarna var unnin á árinu. Anna<br />

Sigríður Ólafsdóttir, meistaranemi, kannaði áhrif mataræðis móður á samsetningu<br />

brjóstamjólkur. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Háskólann í Vínarborg.<br />

Á árinu hófst einnig rannsókn á tengslum fæðingarþyngdar við heilsufarsþætti<br />

síðar á ævinni en þau tengsl hafa fundist víða erlendis. Rannsóknin var skipulögð<br />

í samvinnu við Hjartavernd.<br />

Í samvinnu við kvennadeild Landspítalans var undirbúið framhald af eldra verkefni<br />

sem varðar þyngdaraukningu á meðgöngu hjá konum sem eru í kjörþyngd<br />

fyrir þungun og tengsl við ýmsa heilsufarsþætti, svo sem aukaverkanir á meðgöngu<br />

og erfiðleika við fæðingu.<br />

Kynning og útgáfustarfsemi<br />

Á árinu kom út bókin Norrænar ráðleggingar um næringarefni sem hefur verið í<br />

vinnslu á rín um nokkurt skeið. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar ráðleggingar<br />

koma út á íslensku, en þær eru þýddar úr sænsku og er Inga Þórsdóttir meðal<br />

höfunda. Bókin skýrir vísindalegan bakgrunn ráðlegginga um næringarefni á<br />

Norðurlöndum og er farið í hvert orkuefni, vítamín og steinefni fyrir sig. Bókin<br />

nýtist til kennslu og fróðleiks. Háskólaútgáfan gaf bókina út og var verkefnið<br />

styrkt af Kennslumálasjóði H.Í.<br />

107

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!