11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

við 72 háskóla/stofnanir víðs vegar um heiminn. Af þeim áætlunum sem Háskólinn<br />

tekur þátt í er Sókrates-áætlunin umfangsmest og þar vegur Erasmus-áætlunin<br />

hvað þyngst. Mikið er um stúdentaskipti en einnig taka kennarar H.Í. þátt í<br />

kennaraskiptum, námsefnisgerð, halda námskeið í samvinnu við evrópska samstarfsaðila<br />

o.fl. H.Í. er þátttakandi í samstarfsneti 23 háskóla í Evrópu, svonefndu<br />

Utrecht-neti sem hefur gert samning við 16 háskóla í Bandaríkjunum um gagnkvæm<br />

stúdentaskipti. Þessir bandarísku háskólar mynda samstarfsnet sem í<br />

daglegu tali er kallað MAUI-netið (Mid American Universities). Tungumálakennarar<br />

og verðandi tungumálakennarar hafa tekið þátt í Sókrates/Lingua-áætluninni.<br />

Kennarar H.Í. hafa einnig tekið þátt í verkefni styrktu af Sókrates/Comeniusaráætluninni<br />

sem snýst einkum um skipulagningu á námskeiðum fyrir kennara.<br />

Einn kennari H.Í. tók þátt í verkefni á vegum Sókrates-áætlunarinnar sem fjallar<br />

um opið nám og fjarnám. Starfsmenn H.Í. hafa einnig tekið þátt í svonefndum<br />

þemanetum innan Sókrates-áætlunarinnar.<br />

Þátttaka H.Í. í Nordplus-samstarfinu er einnig umfangsmikil, kennarar H.Í. taka<br />

þátt í um 20 samstarfsnetum á um 15 fræðasviðum.<br />

Einn starfsmaður Alþjóðaskrifstofu og forstöðumaður starfa náið með formanni<br />

alþjóðaráðs Háskólans og öðrum ráðsmönnum eftir því sem ástæður gefast, sitja<br />

fundi ráðsins, sjá um að kalla það saman og skrifa fundargerðir. Árið <strong>1999</strong> hittist<br />

einnig að frumkvæði formanns Alþjóðaráðsins hópur starfsfólks í stjórnsýslu,<br />

deildum og stofnunum sem kemur að alþjóðasamskiptum og framkvæmd þeirra<br />

innan Háskólans, einkum því er lýtur að móttöku erlendra skiptistúdenta. Fulltrúar<br />

frá Alþjóðaskrifstofu tóku þátt í þessu starfi.<br />

Tvíhliða samningar<br />

Háskóli Íslands gerði tvíhliða samninga við eftirfarandi háskóla/stofnanir árið<br />

<strong>1999</strong>:<br />

North Park University Illinois, Bandaríkjunum; Trent University Ontario, Kanada;<br />

University of Manitoba, Kanada; samtök rektora 19 háskóla í Quebec-fylki í Kanada<br />

um gagnkvæm stúdentaskipti, University of Otaga, Nýja Sjálandi; Tokyo University<br />

of Fisheries; Reinmin University í Kína (sá samningur er á sviði lögfræði);<br />

University of St.Cyril Methodias Makedóníu (þessi samningur er við viðskiptadeild);<br />

University of Barcelona á Spáni, (samningur við lyfjafræðideild). Einnig var<br />

gerður samstarfssamningur um rekstur Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.<br />

Stúdentaskipti<br />

Stúdentaskipti eru umfangsmikill þáttur í alþjóðasamstarfi H.Í. og starfi Alþjóðaskrifstofunnar.<br />

Þeir sem hyggjast fara utan sem skiptistúdentar fá upplýsingar<br />

um þá möguleika sem þeim standa til boða á Upplýsingastofu um nám erlendis á<br />

Alþjóðaskrifstofunni. Umsóknum skila þeir á Alþjóðaskrifstofuna og sjá starfsmenn<br />

skrifstofunnar um að koma samþykktum umsóknum til réttra aðila erlendis.<br />

Starfsmenn skrifstofunnar héldu á árinu fjölmarga kynningarfundi um stúdentaskipti,<br />

með stúdentum í einstökum deildum og eins í húsakynnum skrifstofunnar<br />

að Neshaga 16.<br />

Skólaárið <strong>1999</strong>–2000 fóru 139 stúdentar utan sem skiptistúdentar frá Háskóla Íslands<br />

og 174 erlendir skiptistúdentar komu til náms við Háskólann. Þátttaka stúdenta<br />

H.Í. var með eftirfarandi hætti: Erasmus 95, Nordplus 39, aðrar áætlanir eða<br />

samningar fimm.<br />

Móttaka erlendra skiptistúdenta<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um móttöku erlendra skiptistúdenta. Umsóknir<br />

frá erlendum stúdentum berast á Alþjóðaskrifstofuna þar sem þær eru<br />

skráðar og þeim komið áleiðis á deildarskrifstofur. Háskóli Íslands er samkvæmt<br />

samningum skuldbundinn til að aðstoða erlenda skiptistúdenta við útvegun íbúðarhúsnæðis.<br />

Eftir því sem þeim fjölgar verður æ erfiðara að leysa þetta verkefni<br />

svo vel sé. Stór hópur skiptistúdentanna óskar eftir því að fara á námskeið í íslensku<br />

áður en hið eiginlega nám við skólann hefst. Alþjóðaskrifstofan hefur í<br />

samvinnu við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta staðið fyrir slíku námskeiði í<br />

ágúst. Stúdentar hafa greitt fyrir þátttökuna en styrkir hafa fengist til að niðurgreiða<br />

gjöldin fyrir hluta af stúdentunum. Kynningardagskrá um Ísland og íslensk<br />

málefni er fastur liður í móttöku erlendra stúdenta. Um þrír til fjórir atburðir eru<br />

skipulagðir á önn, skoðanaferðir og fyrirlestrar. Á árinu var tekið upp samstarf við<br />

Stúdentaráð um að útvega erlendum skiptistúdentum aðstoðarmann úr röðum<br />

íslenskra stúdenta, sem taki að sér að leiðbeina erlendu stúdentunum við ýmis<br />

hagnýt mál í daglegu lífi, sem á að verða til að auðvelda þeim aðlögun að nýju<br />

umhverfi.<br />

25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!