11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Helstu rannsóknasvið nú eru stýritækni, hugbúnaðarverkfræði, tölvuverkfræði og<br />

tölvufræði. Á undanförnum árum hefur stofan tekið þátt í rannsóknarverkefnum í<br />

samvinnu við innlend og evrópsk fyrirtæki.<br />

Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir skipaflotann í samvinnu<br />

við Slysavarnafélagið. Kerfið hefur einnig verið útfært fyrir flugvélar og<br />

landfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn og Flugkerfi hf. hefur verið mikil<br />

undanfarin ár, m.a. við þróun ratsjárgagnavinnslukerfis sem hefur verið í notkun<br />

hjá Flugmálastjórn um nokkurt skeið. Hagkvæmnisathuganir hafa verið gerðar<br />

fyrir ratsjár á Hornafirði og á Grænlandi. Enn fremur hefur verið unnið að stórri<br />

fjölþjóðlegri rannsókn á framtíðarflugumferð. Beiting herma til þess að líkja eftir<br />

hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið svið við stofuna, að hluta styrkt af<br />

Rannís. Samvinna var við Hitaveitu Reykjavíkur (Orkuveitu Reykjavíkur) og Rafhönnun<br />

um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Enn fremur var þróaður flugumferðarhermir<br />

og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands,<br />

Integra Consult og flugmálastjórn Tékklands. Einnig hefur verið þróaður<br />

hermir af járnblendiofnum í samvinnu við Íslenska járnblendifélagið.<br />

Kerfisverkfræðistofa hefur verið þátttakandi í nokkrum stórum verkefnum sem<br />

styrkt hafa verið af Evrópusambandinu. Í AMUSE-verkefninu voru gerðar tilraunir<br />

á gagnvirkri dreifingu á margmiðlunarefni yfir hraðvirkt net til notenda í heimahúsum,<br />

en slíka þjónustu er nú farið að veita á almennum markaði hér á landi.<br />

Um þessar mundir er unnið að rannsóknir á endurbótum í hugbúnaðargerð í<br />

nánu sambandi við iðnaðinn og erlenda samstarfsaðila. Að lokum má nefna að<br />

unnið er að verkefni, sem styrkt er af Rannís, í samvinnu við Landssímann, Háskólann<br />

á Akureyri og Landspítalann á sviði fjarþjónustu, svo sem fjarlækninga<br />

og fjarkennslu, sem dreift er til notenda um hraðvirkt ATM-net.<br />

Upplýsinga- og<br />

merkjafræðistofa<br />

Á upplýsinga- og merkjafræðistofu er m.a. unnið að sérhæfðri úrvinnslu mæligagna,<br />

skráningu fjölrása gagna, síun og breytingu merkja á tölvutækt form. Þróaðar<br />

eru aðferðir til greiningar og úrvinnslu gagna, til að mynda í fjarskiptafræði,<br />

lífverkfræði, lífeðlisfræði og jarðvísindum.<br />

Fjarkönnun, myndvinnsla, tölvugreind, loðnar (fuzzy) reikniaðferðir og tauganetsreiknar<br />

eru mikilvæg sérsvið innan stofunnar. Í fjarkönnun eru stundaðar mælingar<br />

úr flugvélum, m.a. til eftirlits með virkum eldfjöllum, breytingum á jarðhitasvæðum<br />

og til að kortleggja gróðurþekju. Enn fremur er unnið úr ýmiss konar<br />

gervitunglagögnum.<br />

Stofan hefur á undanförnum árum átt samstarf við Conexant Systems Inc. um<br />

greiningu á ólínulegri bjögun í fjarskiptarásum og gagnaþjöppun á tali. Einnig<br />

hefur verið samstarf við Flögu hf, Taugagreiningu hf, geislaeðlisfræðideild Landspítalans<br />

og augndeild Landspítalans um greiningu lífeðlisfræðilegra merkja, t.d.<br />

í sjúkdómsgreiningu.<br />

Varma- og<br />

straumfræðistofa<br />

Megináherslan í rannsóknum varma- og straumfræðistofu hefur verið á sviði<br />

hitaveitukerfa þar sem stofan hefur tekið umfangsmikinn þátt í norrænum verkefnum<br />

og tengst Hitaveitu Reykjavíkur, nú Orkuveitu Reykjavíkur. Árið 1995 samþykkti<br />

Hitaveitan að fjármagna tímabundna stöðu prófessors á sviði hitaveituverkfræði<br />

sem hafa mun aðsetur við stofuna.<br />

Rannsóknir á straumfræði veiðarfæra fara fram við stofuna í nánu samstarfi við<br />

Hampiðjuna. Vinnsluferli sjávarfangs er viðfangsefni þar sem samvinna hefur<br />

verið við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fyrirtæki í sjávarútvegi.<br />

130

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!