11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Doktorspróf<br />

Doktorspróf frá læknadeild Háskóla Íslands<br />

Doktor í læknisfræði, doctor medicinae<br />

27. mars <strong>1999</strong><br />

Björn Rúnar Lúðvíksson<br />

Heiti ritgerðar: Hlutverk boðefnanna IL-2 og IL-12 í þroskun T-frumna og myndun<br />

sjálfsofnæmis (The regulatory function of IL-2 and IL-12 in autoimmunity and thymocyte<br />

development).<br />

Andmælendur: dr. Nils Lycke, dósent við læknadeild háskólans í Gautaborg, og dr.<br />

Ingileif Jónsdóttir, dósent í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.<br />

Laugardaginn 27. mars <strong>1999</strong> fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands.<br />

Björn Rúnar Lúðvíksson læknir varði doktorsritgerð sína „Hlutverk boðefnanna IL-2<br />

og IL-12 í þroskun T-frumna og myndun sjálfsofnæmis (The regulatory function of<br />

IL-2 and IL-12 in autoimmunity and thymocyte development)“. Forseti læknadeildar,<br />

Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor, stjórnaði athöfninni sem fór fram í stofu 101 í<br />

Odda. Andmælendur voru doktor Nils Lycke, dósent við læknadeild háskólans í<br />

Gautaborg, og doktor Ingileif Jónsdóttir, dósent í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.<br />

Rannsóknir Björns hafa aukið skilning á því hvernig boðefni T-eitilfrumna geta haft<br />

áhrif á tilurð sjálfsofnæmissjúkdóma. Þannig getur skortur á boðefninu IL-2 orsakað<br />

sjálfsofnæmisbólgu í meltingarvegi. Erfðabreyttar mýs sem geta ekki myndað<br />

þetta boðefni fá ristilbólgu vegna þess að of mikið myndast af öðru ónæmisboðefni<br />

(IL-12). Rannsóknir Björns hafa einnig beinst að áhrifum þessara boðefna á þroskun<br />

T-frumna í hóstarkirtli. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós áður óþekkt hlutverk IL-<br />

12 í eyðingu á „óæskilegum“ T-frumum í hóstarkirtli. Nú er verið að rannsaka hvort<br />

meðferð sem dregur úr framleiðslu IL-12 geti hjálpað sjúklingum með þarmabólgu<br />

(Crohns-sjúkdóm). Á grundvelli rannsókna Björns hefur slík meðferð nú einnig verið<br />

reynd á sjúklingum með annan sjálfsofnæmissjúkdóm (Wegener‘s granulomatosis).<br />

Niðurstöður rannsókna Björns og samstarfsmanna hans hafa verið birtar í<br />

erlendum vísindatímaritum og kynntar á fundum víða í Evrópu og Bandaríkjunum.<br />

Björn Rúnar lauk kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands vorið 1989. Hann<br />

starfaði í 2 ár á Íslandi áður en hann fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Eftir<br />

sérfræðipróf í lyflækningum frá University of Wisconsin vorið 1994 hóf hann sérfræðinám<br />

í klínískri ónæmisfræði við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (National<br />

Institute of Health) og lauk því námi 1997. Síðan hefur hann stundað rannsóknir við<br />

sömu stofnun og jafnframt verið innritaður til doktorsprófs við læknadeild Háskóla<br />

Íslands undir handleiðslu Helga Valdimarssonar, prófessors í ónæmisfræði við H.Í.,<br />

og dr. Warrens Strobers við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.<br />

Doktor í læknisfræði, doctor medicinae<br />

28. maí <strong>1999</strong><br />

Magnús Gottfreðsson<br />

Heiti ritgerðar: Pharmacodynamics of antibiotics in vitro with special reference to<br />

the postantibiotic effect.<br />

Andmælendur: dr. Haraldur Briem, sóttvarnayfirlæknir, og dr. Frank Espersen, yfirlæknir<br />

við Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn.<br />

Magnús Gottfreðsson læknir varði doktorsritgerð sína „Pharmacodynamics of antibiotics<br />

in vitro with special reference to the postantibiotic effect“ í hátíðasal Háskóla<br />

Íslands föstudaginn 28. maí <strong>1999</strong>. Leiðbeinandi Magnúsar í doktorsverkefninu var<br />

dr. Sigurður Guðmundsson, fv. yfirlæknir á Landspítalanum, núverandi landlæknir.<br />

Andmælendur voru dr. Haraldur Briem, sóttvarnayfirlæknir, og dr. Frank Espersen,<br />

yfirlæknir við Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn. Stutt ágrip ritgerðarinnar fer<br />

hér á eftir.<br />

Enda þótt sýklalyf hafi verið í almennri notkun í rúma hálfa öld, er margt ennþá á<br />

175

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!