11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Landsbyggðin og höfuðborgin<br />

Hér kem ég að öðru stefinu sem ég vildi nefna: Landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið.<br />

Að þessu sinni eruð þið 41 kandídat af 244 sem lukuð stúdentsprófi frá<br />

menntaskólum á landsbyggðinni. Hversu mörg ykkar munu hverfa aftur til<br />

heimabyggðar? Ekki þarf að fjölyrða um þá búferlaflutninga sem nú eiga sér stað<br />

svo mjög sem þeir hafa verið til umræðu. Þetta er vafalaust einn stærsti menningarvandi<br />

okkar um þessar mundir, ekki síst vegna þess ójafnræðis sem skapast<br />

meðal byggðarlaga við þessar aðstæður. Rótleysi, óróleiki og kvíði sem þessu<br />

umróti fylgir setja svip sinn á þjóðlífið allt. Efnahagslegt góðæri kyndir undir<br />

spennu og átökum, sem vissulega leysa úr læðingi skapandi krafta, en valda því<br />

jafnframt að fjöldi fólks á erfitt með að staðsetja sig í tilverunni og kunna fótum<br />

sínum forráð. Höfuðborgarsvæðið virkar í dag eins og segull einmitt vegna þess<br />

að þar er blómlegt og öflugt menningarlíf sem á ekki sinn líka neins staðar annars<br />

staðar á landinu. Þess vegna verður sú þróun sem nú á sér stað ekki stöðvuð<br />

nema með því að skapa menningarlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Til þess<br />

eru að mínum dómi tvær leiðir. Önnur er sú að mynda annað eða önnur svæði á<br />

landinu sem hefðu burði til að laða til sín fólk vegna fjölbreytts og skapandi<br />

menningar- og atvinnulífs. Hin leiðin er sú að berjast fyrir viðhorfsbreytingu með<br />

því að opna augu fólks fyrir margvíslegum kostum þess að búa úti á landi, ekki<br />

síst þeim að njóta friðsemdar og nábýlis við náttúruna sem ekki finnst í fjölmenninu<br />

„fyrir sunnan“. Vera má að hvorug þessara leiða sé okkur fær um þessar<br />

mundir. Þróun menningar verður ekki stýrt með valdboði að ofan; fólk verður<br />

sjálft að finna hvar það getur best staðsett sig í tilverunni. En ég er sannfærður<br />

um að leiðirnar tvær sem ég nefndi verða von bráðar að veruleika. Og því fyrr því<br />

betra.<br />

Heimilislíf og atvinnulíf<br />

Næsta stef, sem ég ætla að nefna, tengist rótleysi og upplausn samtímamenningar<br />

sem búseturöskunin er skýrasta dæmið um. Það er heimilislífið andspænis atvinnulífinu,<br />

fjölskyldan andspænis framleiðslukerfinu. Ég vænti þess, ágætu<br />

kandídatar, að ykkur sé umhugað um hvort tveggja: að eiga gott fjölskyldulíf og<br />

starfa á öflugum vinnustað. En hér gildir það sama og í hinum tveimur fyrri stefjum<br />

sem hér hafa verið gerð að umtalsefni: íslensk þjóðmenning á í vök að verjast<br />

gagnvart heimsmenningu, landsbyggðin á í vök að verjast gagnvart höfuðborgarsvæðinu,<br />

fjölskyldan á í vök að verjast fyrir kröfum sem gerðar eru til fólks um<br />

virka þátttöku í atvinnulífinu. Skýrasta dæmið um þetta er staða kvenna í menningu<br />

okkar. Þótt margt hafi áunnist í jafnréttismálum kvenna á síðari árum, að<br />

minnsti kosti hvað formleg réttindi varðar, þá er það staðreynd að almennt taka<br />

karlar enn ekki jafnmikinn þátt í heimilishaldinu og umönnun barna og konur.<br />

Um leið og gerðar eru kröfur til kvenna um síaukna þátttöku í störfum utan heimilisins<br />

hafa þær gert sér æ ljósari grein fyrir nauðsyn þess að afla sér menntunar,<br />

bæði til þess að gegna skyldum sínum við þjóðfélagið og vegna sjálfra sín. Ég veit<br />

líka af reynslu að konur hafa iðulega mun víðtækari menntaáhuga en karlar sem<br />

eru gjarnan háðir því að ná árangri í tilteknu starfi eða ákveðinni grein í samræmi<br />

við þann keppnisanda sem fylgir gömlu hlutverki þeirra sem „fyrirvinna fjölskyldunnar“.<br />

Hröð þróun atvinnu- og viðskiptalífs, nýjar starfsgreinar og umbylting<br />

eldri greina, mótun nýrra fyrirtækja og uppstokkun hinna eldri, allt þetta stuðlar<br />

að streitu og álagi sem torveldar foreldrum að takast á við þau verkefni í fjölskyldu-<br />

og heimilislífi sem margir þeirra kysu að geta axlað á fyllri og ábyrgari<br />

hátt en þeim tekst að gera. Þessi vandkvæði bæði kvenna og karla við að uppfylla<br />

þær kröfur sem til þeirra eru gerðar bitna á okkur öllum en þó mest á hinum<br />

ungu og hinum öldnu. Þeir eiga allt sitt undir sínum nánustu og megna ekki, svo<br />

sem eðlilegt er, að verja sig fyrir þeim sviptivindum sem kunna að verða í fjölskyldulífinu<br />

vegna hins mikla umróts sem á sér stað í efnahags- og atvinnulífi.<br />

Menntun og menning<br />

Þau þrenns konar vandkvæði samtímans sem ég hef nú fjallað um – að íslensk<br />

þjóðmenning eigi undir högg að sækja gagnvart heimsmenningu viðskipta og vísinda,<br />

landsbyggðin gagnvart höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldan gagnvart framleiðslukerfinu<br />

– ber okkur að skoða sem mikilvæg úrlausnarefni sem gera kröfu<br />

til okkar allra um hugkvæmni og frumkvæði. Við tökum vissulega menningu í arf<br />

og hugsun okkar og líf mótast af aðstæðum og tíðaranda sem við höfum ekki sjálf<br />

mótað. Þess vegna hættir okkur líka til að líta svo á að heiminum sé stjórnað af<br />

framandi öflum, stefnum og straumum sem við sjálf fáum engu ráðið um. Voldug<br />

og víðtæk efnahags- og stjórnmálakerfi ráði lögum og lofum í veröldinni og við,<br />

einstaklingarnir, séum leiksoppar þeirra. Ég bið ykkur, kandídatar góðir, að forðast<br />

slíka örlagahyggju hversu sannfærandi sem hún kann að vera í ykkar huga.<br />

Hún lýsir uppgjöf okkar fyrir öflum ómenningar og er andstæð þeirri frelsistrú<br />

sem sönn mennta- og menningarviðleitni hvílir á. Menning okkar sprettur af<br />

158

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!