11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tafla 4 – Úthlutun úr Aðstoðarmannasjóði 1996–2000<br />

Umsóknir Fjöldi Fjöldi Hlutfall af<br />

m.kr. umsókna styrkja umb. fé %<br />

1996, haustmisseri 9,5 59 47 30<br />

1997, vormisseri 8,5 64 53 30<br />

1997, haustmisseri 6,6 67 49 45<br />

1998, vormisseri 6,8 62 47 48<br />

1998, haustmisseri 8,3 71 70 67<br />

<strong>1999</strong>, vormisseri 13,0 85 82 50<br />

<strong>1999</strong>, haustmisseri 9,4 83 73 62<br />

2000, vormisseri 10,6 83 72 54<br />

Rannsóknatengt framhaldsnám<br />

Í flestum deildum Háskólans er nú í boði framhaldsnám eftir fyrsta háskólapróf.<br />

Þessu námi lýkur yfirleitt með meistaraprófi en í nokkrum deildum er hægt að<br />

stunda nám til doktorsprófs. Hvatt er til þess að hluti námsins fari fram við erlenda<br />

háskóla. Þangað eru einkum sótt sérhæfð námskeið sem Háskólinn getur<br />

ekki boðið en rannsóknaverkefni eru yfirleitt unnin hér á landi, stundum í samvinnu<br />

við erlenda aðila. Á vegum Rannsóknarráðs Íslands er rekinn Rannsóknanámssjóður<br />

sem veitir styrki til framfærslu nemenda, vegna kostnaðar við rannsóknaverkefnið<br />

og umsjónar kennara með verkefninu. Styrkir eru veittir samkvæmt<br />

sameiginlegri umsókn leiðbeinanda og nemanda. Við val á styrkþegum er<br />

horft til árangurs þeirra í námi en ekki síður til rannsóknaferils leiðbeinandans,<br />

sem ber fræðilega ábyrgð á verkefninu. Árin 1993–<strong>1999</strong> hafa alls verið veittir 188<br />

styrkir að upphæð um 166 m.kr. úr sjóðnum. Á sama tímabili hafa 381 umsóknir<br />

um samtals 630 m.kr. borist sjóðnum.<br />

Rannsóknanámssjóður veitir einnig svo kallaða fyrirtækja- og stofnanastyrki (FSstyrki).<br />

Það eru styrkir til meistara- eða doktorsnáms, sérstaklega ætlaðir til að<br />

efla samvinnu milli stofnana, fyrirtækja og háskóla. Fyrirtæki og stofnanir sem<br />

fjármagna styrkina gegn mótframlagi Rannsóknanámssjóðs skilgreina fyrirfram<br />

hvaða fagsvið skuli styrkja en umsóknir fá faglega meðferð á forsendum Rannsóknanámssjóðs.<br />

Hægt er að sækja um FS-styrki hvenær sem er. Alls hafa verið<br />

veittir 13 slíkir styrkir frá 1997.<br />

Flestar deildir eiga sér nýlegar reglur um meistara- og doktorsnám. Árið 1998<br />

samþykkti háskólaráð reglur um rannsóknatengt framhaldsnám. Í þeim er m.a.<br />

fjallað um hlutverk fastanefnda í deildum sem sinna málefnum framhaldsnáms,<br />

meðferð umsókna, inntökuskilyrði, einingafjölda og lengd náms, kröfur til leiðbeinenda,<br />

prófform og tengsl við erlenda háskóla.<br />

Tafla 5 – Úthlutun úr Rannsóknanámssjóði 1993–<strong>1999</strong><br />

Umsóknir Fjöldi Styrkir Fjöldi Hlutf. styrkja<br />

m.kr. umsókna m.kr. styrkja af ums, %<br />

1996 90 63 22 35 55<br />

1997 131 72 20 20 28<br />

1998 113 68 31 35 51<br />

<strong>1999</strong> 151 73 28 33 19<br />

Meðalal á ári<br />

1993–<strong>1999</strong>: 90 54 24 27 49<br />

Rannsóknagagnasafn Íslands<br />

Kynning á rannsóknum við Háskóla Íslands hefur jákvæð áhrif á ímynd skólans<br />

meðal almennings. Lögð er áhersla á að kynna rannsóknir háskólamanna sem<br />

víðast og með fjölbreyttum hætti. Í samvinnu við Rannsóknarráð Íslands og Iðntæknistofnun<br />

hefur Háskólinn opnað á Netinu Rannsóknagagnasafn Íslands, RIS.<br />

Það kemur í staðinn fyrir Rannsóknaskrá Háskólans og er gagnvirkt. Í gagna-<br />

23

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!