11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Íslenskrar málnefndar skuli vera: Conseil de la langue islandaise og Íslenskrar<br />

málstöðvar: Centre de la langue islandaise. Samdar voru álitsgerðir um ýmis atriði<br />

í íslensku máli að beiðni ýmissa aðila.<br />

Lífeðlisfræðistofnun<br />

Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands var komið á fót árið 1995 með reglugerð nr.<br />

333/1995 og tók þá við hlutverki Rannsóknastofu í lífeðlisfræði sem starfrækt<br />

hafði verið í þrjá áratugi. Forstöðumaður stofnunarinnar er Jón Ólafur Skarphéðinsson<br />

prófessor. Stjórn stofnunarinnar að öðru leyti skipa fastráðnir kennarar og<br />

sérfræðingar stofnunarinnar auk fulltrúa annarra starfsmanna og fulltrúa nemenda.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar <strong>1999</strong> voru, auk forstöðumanns: Guðrún V. Skúladóttir<br />

vísindamaður, Jóhann Axelsson prófessor, Stefán B. Sigurðsson prófessor, Logi<br />

Jónsson dósent, Sighvatur S. Árnason dósent, Þór Eysteinsson dósent, Þórarinn<br />

Sveinsson dósent, Anna Guðmunds fulltrúi, Jóhanna Jóhannesdóttir rannsóknatæknir,<br />

Heiðdís Smáradóttir M.S.-nemi og aðjúnkt og Jóhannes Helgason M.S.-<br />

nemi og aðjúnkt. Aðrir M.S.-nemar, verkefnaráðnir sérfræðingar og/eða stundakennarar<br />

voru: Atli Jósefsson líffræðingur, Ólöf Ámundadóttir sjúkraþjálfari, Anna<br />

Lára Möller sálfræðingur, Ragnhildur Káradóttir lífefnafræðingur, Sesselja<br />

Bjarnadóttir líffræðingur og Wendy Jubb líffræðingur.<br />

Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt, rannsóknastarfsemi og kennsla. Stofnunin<br />

veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu,<br />

hvar í deild eða námsbraut sem þeir eiga heima, læknadeild, raunvísindadeild<br />

eða námsbrautum í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun. Einnig getur stjórn stofnunarinnar<br />

veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður<br />

leyfa og efni standa til. Öll rannsóknastarfsemi á stofnuninni er<br />

fjármögnuð með sjálfsaflafé þar sem fjárveiting til rannsókna hefur enn ekki<br />

fengist nema til að greiða fastráðnum starfsmönnum laun. Styrkir hafa einkum<br />

fengist frá rannsókna- og tækjakaupasjóðum Háskólans og Rannís.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar vinna að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum lífeðlisfræðinnar,<br />

s.s. starfsemi sléttra og rákóttra vöðva, stjórn blóðrásar, fituefnabúskap,<br />

sjónlífeðlisfræði, starfsemi þekja, vatns- og saltbúskap, áreynslulífeðlisfræði,<br />

stýringu líkamsþunga, stjórn öndunar, öndunarstarfsemi í lungnasjúklingum,<br />

þolmörkum ýmissa umhverfisþátta hjá laxfiskum o.fl. Einnig er unnið að faraldsfræðilegum<br />

rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum og skammdegisþunglyndi.<br />

Þá er nokkuð um þjónusturannsóknir.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við Háskólann og<br />

leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur<br />

stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða<br />

við Háskólann sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur<br />

tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum<br />

stað sem hefur ótvíræða kosti í för með sér. Veturinn 1998–<strong>1999</strong> voru kennd á<br />

vegum stofnunarinnar 15 námskeið og sóttu þau um 530 stúdentar. Jafngildir<br />

þetta um 1900 þreyttum einingum sem að umfangi samsvarar fullu þriggja ára<br />

námi um 20 stúdenta. Heildarvelta stofnunarinnar árið <strong>1999</strong> nam um 32 milljónum<br />

króna.<br />

Hádegisfundir Lífeðlisfræðistofnunar voru haldnir að jafnaði vikulega yfir vetrarmánuðina.<br />

Þar kynntu starfsmenn stofnunarinnar og M.S.-nemar rannsóknir sínar<br />

auk þess sem gestafyrirlesarar héldu þar erindi af margvíslegum toga um líffræðileg<br />

efni.<br />

90

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!