11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

starfsmanna sem tengdist stofnuninni var um 35, kennarar, sérfræðingar, aðstoðarfólk<br />

og fólk í tímabundnum störfum.<br />

Stofnunin skiptist í rannsóknarstofur sem eru eftirtaldar: Aflfræðistofa, kerfisverkfræðistofa,<br />

upplýsinga- og merkjafræðistofa, varma- og straumfræðistofa og<br />

vatnaverkfræðistofa. Auk þess starfar nokkur hópur kennara utan þeirra. Í stjórn<br />

stofnunarinnar sitja forstöðumenn rannsóknarstofa, fulltrúi sjálfstætt starfandi<br />

einstaklinga og fulltrúi tilnefndur af deildarráði verkfræðideildar. Stjórnin kýs sér<br />

formann. Hann hefur yfirumsjón með rekstri stofnunarinnar og er talsmaður<br />

hennar út á við. Stjórnarformaður er Jónas Elíasson, prófessor.<br />

Nánari upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar má fá á heimasíðunni:<br />

http://verk.hi.is.<br />

Aflfræðistofa<br />

Árið <strong>1999</strong> var aflfræðistofa rannsóknarvettvangur þriggja kennara við verkfræðideild.<br />

Þar störfuðu einnig sjö sérfræðingar auk tveggja starfsmanna á skrifstofu,<br />

svo og þrír stúdentar í tímabundnum störfum yfir sumartímann. Þrír doktorsnemar<br />

höfðu starfsaðstöðu við stofuna auk meistaranema. Fjárhagsleg umsvif<br />

stofunnar voru um 53 milljónir króna. Auk þess greiddi stofan tæpar tvær milljónir<br />

til Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands.<br />

Á aflfræðistofu eru stundaðar rannsóknir á sviði hagnýtrar aflfræði. Fengist er við<br />

mjög fjölbreytileg viðfangsefni sem spanna allt frá þróun gervifótar til rannsókna<br />

sem tengjast hönnun á 200 m hárri jarðstíflu. Meirihluti verkefna á vegum stofunnar<br />

er unninn í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir. Starfsemin skiptist í<br />

eftirtalda þrjá meginþætti: (1) undirstöðurannsóknir; (2) þróunarstarfsemi og<br />

þjónusturannsóknir; (3) þjálfun, upplýsingamiðlun og uppbyggingu aðstöðu fyrir<br />

rannsóknatengt framhaldsnám.<br />

Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir sem tengjast umhverfisþáttum í náttúru Íslands.<br />

Sem dæmi má nefna rannsóknir á jarðskjálftum, fárviðrum og snjóflóðum.<br />

Stofan annast umfangsmiklar jarðskjálftamælingar á jarðskjálftasvæðum norðanlands<br />

og á Suðurlandi. Markmið mælinganna er að meta áhrif jarðskjálfta á<br />

mannvirki. Í þeim tilgangi er komið fyrir sérstökum mælikerfum í byggingum<br />

sem nema hreyfingar þeirra í jarðskjálftum. Enn fremur eru stundaðar mælingar<br />

á vindi og áhrifum hans á mannvirki, svo og mælingar á snjóflóðum og skriðuföllum.<br />

Niðurstöður slíkra mælinga hafa meðal annars verið notaðar við gerð<br />

áhættumats, svo og við áhættustjórnun.<br />

Á undanförnum árum hafa fjölmargir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi<br />

unnið rannsóknarverkefni sín í tengslum við stofuna. Verkefnin spanna vítt<br />

svið innan hagnýtrar aflfræði og má sem dæmi nefna „öryggi fólks í brennandi<br />

byggingum“ og „áhrif jarðskjálfta á lagnakerfi“. Árið <strong>1999</strong> luku tveir þeirra doktorsnema<br />

prófi sem höfðu starfsaðstöðu á stofunni, Símon Ólafsson og Stefán Einarsson.<br />

Ritgerð Símonar nefnist: „Estimation of earthquake-induced response“.<br />

Heitið á ritgerð Stefáns er: „Vulnerability and risk analysis of a complex industrial<br />

systems“. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor, var leiðbeinandi þeirra.<br />

Árið <strong>1999</strong> unnu starfsmenn aflfræðistofu að uppbyggingu Rannsóknarmiðstöðvar<br />

í jarðskjálftaverkfræði sem staðsett er á Selfossi. Miðað er við að miðstöðin taki<br />

til starfa á næsta ári og þá flytji starfsemi aflfræðistofu í miðstöðina.<br />

Nánari upplýsingar um starfsfólk og starfsemi aflfræðistofu má finna á heimasíðunni:<br />

www.afl.hi.is. Þar getur einnig að líta skrá um helstu ritstörf starfsmanna<br />

stofunnar.<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

Kerfisverkfræðistofa er rannsóknarvettvangur tveggja kennara við rafmagns- og<br />

tölvuverkfræðiskor og tölvunarfræðiskor. Enn fremur störfuðu þar árið <strong>1999</strong> einn<br />

sérfræðingur, sumarstarfsmenn og meistaranemar, sem og einn starfsmaður á<br />

skrifstofu í hlutastarfi.<br />

129

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!