11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Erlent samstarf<br />

Forstöðumaður tók þátt í ráðstefnu upplýsingastjóra norrænna háskóla sem haldin<br />

var í Reykjavík í júní. Norræni skjalavarðahópurinn „Planeringsgruppen för<br />

dokumenthantering och arkiv“ kom til landsins á NUAS-ráðstefnu háskólaritara<br />

9.–10. ágúst og gerði grein fyrir könnun á langtímavarðveislu tölvugagna við norræna<br />

háskóla. Fluttur var fyrirlestur á vegum Nordinfo í Stein kloster í Noregi í<br />

mars, og Edda og Magnús tóku þátt í þingi norrænna háskólaskjalavarða í Ultuna<br />

í Svíþjóð 23.–25. september. Auk þess sótti forstöðumaður ráðstefnu háskóladeildar<br />

Alþjóða skjalasafnasamtakanna (ICA/SUV) í Haifa í Ísrael 30. ágúst – 2.<br />

september.<br />

Starfsmenn og laun<br />

Starfsmannasvið er sú þjónustueining innan skólans sem annast sameiginleg<br />

málefni starfsfólks, þar á meðal umsjón með ráðningum, launaafgreiðslu, kjaramálum,<br />

fræðslu og starfsþjálfun. Undir sviðið heyra einnig önnur verkefni, s.s.<br />

póstþjónusta og mötuneyti í Aðalbyggingu.<br />

Launa- og kjaramál voru í brennidepli á árinu sem fyrr. Viðamikil verkefni hafa<br />

færst til Háskólans frá fjármálaráðuneytinu á síðustu árum og hefur sjálfstæði og<br />

ábyrgð skólans aukist verulega að þessu leyti. Með nýjum lögum um Háskóla Íslands<br />

færast verkefni nú í auknum mæli yfir á skrifstofur deilda og stofnana<br />

þannig að verkefni sviðsins einkennist meira en áður af ráðgjöf, samræmingu og<br />

eftirliti.<br />

Fastir starfsmenn Háskólans samkvæmt starfsmannaskrá eru um 780. Lausráðnir<br />

stundakennarar, prófdómarar, aðjúnktar og starfsmenn stofnana Háskólans<br />

með sjálfstæðan rekstur eru ekki inni í skránni. Auk þess vinna margir að<br />

einstökum verkefnum á vegum skólans, s.s. við yfirsetu í prófum og nefndastörf,<br />

þar á meðal í dómnefndum. Töluverð hreyfing var á ráðningum og voru gerðir um<br />

500 ráðningarsamningar á árinu. Þeir voru að hluta til vegna nýráðninga og framgangs<br />

í starfi, en einnig vegna rannsóknatengdra starfa en þar eru margir ráðnir<br />

tímabundið, oft til skamms tíma. Þeim hefur fjölgað sem vinna við ýmiss konar<br />

þjónustu á vegum stofnunarinnar, samt sem áður eru þeir hlutfallslega færri en í<br />

öðrum sambærilegum háskólum.<br />

Á árinu <strong>1999</strong> voru 3.119 einstaklingum greidd laun vegna starfa við Háskóla Íslands.<br />

Heildarupphæð launa var 2.568.619.761 kr.<br />

Skipting starfa við HÍ milli karla og kvenna<br />

150<br />

Fjöldi<br />

100<br />

50<br />

0<br />

Prófessorar<br />

Dósentar<br />

Lektorar<br />

Stundakennarar<br />

Sérfræðingar<br />

Rannsóknafólk<br />

Þjónustusérfræðingar<br />

Skrifstofufólk<br />

Tæknifólk<br />

Karlar<br />

Konur<br />

Súluritið að ofan er unnið upp úr starfsmannaskrá Háskólans. Þar eru þeir<br />

skráðir sem eru með a.m.k. þriggja mánaða ráðningarsamning. Tímavinnufólk og<br />

lausráðnir stundakennarar eru ekki í skránni.<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!