11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tölvumál<br />

Árið 1997 notaði starfsmannasvið eingöngu Macintosh-tölvur. Fyrsta PC-vélin<br />

kom 1998 og stefnt hefur verið að því að allt skrifstofufólk sviðsins fái PC-tölvur í<br />

byrjun ársins 2000. Er þetta í samræmi við stefnu stjórnsýslu háskólans í tölvumálum<br />

og upptöku Lotus Notes skjalavistunarkerfisins á árinu.<br />

Gerð nýs starfsmannakerfis er enn skammt á veg komin en áætlað er að vinna að<br />

því á næsta ári. Fram að þeim tíma verður notast við gamla starfsmannakerfið<br />

sem hannað er fyrir Macintosh.<br />

Starfsþróun og starfsþjálfun<br />

Farið er að gera auknar kröfur um hagræðingu í rekstri hjá opinberum stofnunum<br />

þar sem hugtök eins og gæða- og árangursstjórnun, stefnumótun og áætlanagerð<br />

eru í brennidepli. Starfsfólk við stjórnsýslu og þjónustu innan Háskóla Íslands<br />

vinnur margþætt störf þar sem menntun, þekking og starfsreynsla starfsmanna<br />

er mismunandi. Þessi sérstaða gerir það að verkum að það er mikilvægt<br />

að stuðla að því að starfsmenn fái nauðsynlega fræðslu og starfsþjálfun til að<br />

geta sem best tileinkað sér breytta starfshætti.<br />

Á árinu <strong>1999</strong> hófst átaksverkefni með það að leiðarljósi að endurskoða vinnuferli,<br />

og efla þjónustu og samskipti. Byrjað var á tilraunaverkefni fyrir starfsfólk í Aðalbyggingu<br />

og í því tóku alls þátt um 50 manns. Þeim hluta lýkur í mars 2000.<br />

Einnig hófst undirbúningur að sambærilegu verkefni fyrir starfsfólk deilda og<br />

stofnana sem yrði nátengt fyrra verkefninu. Jafnframt var undirbúið þróunar- og<br />

þjálfunarverkefni fyrir starfsfólk, sem starfar við umsjón, ræstingu, útleigu og<br />

viðhald húsakynna og bygginga H.Í., auk þeirra sem starfa við tækniþjónustu og í<br />

mötuneyti. Í þessum verkefnum er áhersla lögð á samþættingu og gæðastarf.<br />

Stefnt er að því að gæðaliðin í þeim tengist og vinni saman að áframhaldandi<br />

verkefnum eftir að þjálfuninni lýkur. Ráðgjafarfyrirtækið „Skref fyrir skref“ sér um<br />

námskeiðshaldið í samvinnu við starfsmannasvið. Starfsmannafélag ríkisstofnana<br />

styrkir þessi námskeið.<br />

Mötuneyti Aðalbyggingar<br />

Í kjallara Aðalbyggingar er starfrækt mötuneyti fyrir starfsmenn í húsinu. Í byrjun<br />

ársins <strong>1999</strong> var gerð sú breyting á rekstrinum að Skólabær var sameinaður<br />

mötuneytinu þannig að matráðskona mötuneytisins hefur einnig umsjón með<br />

Skólabæ. Ýmsar skipulagsbreytingar til hagræðingar voru gerðar í framhaldi af<br />

því. Má þar einna helst nefna breytta áherslu í matargerð og aukna umsýslu í<br />

tengslum við fundi og móttökur á vegum rektors. Starfsmenn mötuneytisins eru<br />

nú þrír, tveir í fullu starfi og einn í hlutastarfi.<br />

Háskólasamvinna<br />

Samvinna milli Háskólans á Akureyri, Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands<br />

er byggð á samkomulagi frá 1997 um að skólarnir leitist við að styðja og<br />

efla samvinnu um starfsmanna- og launamál sín og stuðli að sameiginlegri<br />

fræðslu starfsfólks sem starfar á þessum sviðum. Í febrúar var haldin sameiginleg<br />

námsstefna skólanna að Varmalandi í Borgarfirði. Yfirskrift hennar var: „Aukin<br />

og breytt verkefni fjármála- og starfsmannadeilda háskólanna“, Fulltrúar frá<br />

fjármálaráðuneytinu voru fyrirlesarar og fjölluðu m.a. um breytt vinnuveitandahlutverk<br />

við flutning á verkefnum frá ráðuneytum menntamála og fjármála til háskólanna.<br />

Samráðsnefnd um kjaramál<br />

Samráðsnefnd um kjaramál er skipuð af háskólaráði. Hún tók fyrst til starfa 1990<br />

og hefur það hlutverk að tryggja samstarf og samráð við þau kjarafélög sem<br />

starfsfólk háskólans er aðilar að. Nefndin er skipuð þremur starfsmönnum Háskólans:<br />

háskólaritara, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs og Gísla Má Gíslasyni<br />

prófessor sem verið hefur formaður nefndarinnar frá hausti 1998. Tveir aðilar<br />

eru tilnefndir af því kjarafélagi sem til umfjöllunar er hverju sinni.<br />

Með síðustu kjarasamningum fékk samráðsnefndin aukið hlutverk og var henni<br />

falið að vinna að aðlögunarsamkomulagi við kjarafélögin og starfa sem samstarfsnefnd<br />

þeirra eins og kveðið er á um í kjarasamningum.<br />

Á árinu fór fram endurskoðun á aðlögunarsamkomulagi þriggja kjarafélaga af<br />

þeim sex sem gert hafði verið samkomulag við. Þau voru Starfsmannafélag ríkisstofnana,<br />

Félag háskólakennara og Meinatæknafélag Íslands. Samkomulag náðist<br />

við öll félögin um endurskoðunina. Veigamestu breytingarnar urðu gagnvart Félagi<br />

háskólakennara um endurskoðun á röðun vísindamanna og með samkomu-<br />

32

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!