11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Rannsóknastofa<br />

Krabbameinsfélags<br />

Íslands í sameindaog<br />

frumulíffræði<br />

Almennt yfirlit<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulífræði var<br />

opnuð formlega í mars 1988. Gengið var frá tengslum hennar við Háskólann með<br />

sérstökum samningi sem síðast var endurnýjaður í apríl 1996 til 5 ára. Samkvæmt<br />

honum eru Helga M. Ögmundsdóttir, læknir og forstöðumaður, og Jórunn<br />

Erla Eyfjörð, sameindaerfðafræðingur og yfirmaður sameindalíffræðideildar, dósentar<br />

við læknadeild í 50% starfshlutfalli hvor. Annað starfsfólk rannsóknastofunnar<br />

er líffræðingar í 4,7 stöðugildum og meinatæknar í 2,3 stöðugildum. Enn fremur<br />

hefur líffræðingur sem er sérfræðingur í læknadeild starfsaðstöðu á rannsóknastofunni<br />

og þar vinna að jafnaði tveir nemendur að meistaraverkefnum.<br />

Rannsóknir<br />

Meginviðfangsefni rannsóknastofunnar hefur verið rannsóknir á brjóstakrabbameini.<br />

Rannsóknastofan átti þátt í því alþjóðlega verkefni að finna brjóstakrabbameinsgenið<br />

BRCA2. Nýlegar niðurstöður stofunnar sýna fram á að áhætta þeirra<br />

sem bera stökkbreytt eintak af BRCA2-geninu á að fá brjóstakrabbamein hefur<br />

verið talsvert ofmetin í erlendum rannsóknum. Enn fremur er greinilegt að fjölskyldur<br />

sem bera íslensku stökkbreytinguna í BRCA2-geninu eru ólíkar hvað<br />

varðar sýnd, sem kemur fram í því að brjóstakrabbamein er misalgengt og misjafnt<br />

hvort tíðni annarra krabbameina er einnig aukin. Um þessar mundir er unnið<br />

að rannsóknum á því hvað veldur þessum mismun á sýnd og beinast sjónir að<br />

genum sem ákvarða efnaskiptaferli svo og þáttum sem tengjast barneignum og<br />

brjóstagjöf. Þetta verkefni er styrkt myndarlega af sérstökum sjóði bandaríska<br />

hersins til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Rannsóknastofan er í<br />

samvinnu við ýmsa starfsmenn Háskólans og þannig tengist ofannefndu verkefni<br />

rannsókn undir stjórn Ingibjargar Harðardóttur, dósents við læknadeild, á áhrifum<br />

fæðu á hættuna á því að fá brjóstakrabbamein. Rannsóknin fékk sérstaka styrkveitingu<br />

frá Rannís undir heitinu „Upplýsingar og umhverfi“. Af öðrum verkefnum<br />

má geta samvinnuverkefnis við Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði, um<br />

áhrif efna úr íslenskum fléttum á illkynja frumur, en það verkefni hlaut nýlega<br />

einn af hæstu styrkjunum úr Rannsóknasjóði Háskólans.<br />

Annað<br />

Vikuleg málstofa í læknadeild er liður í starfsemi rannsóknanámsnefndar læknadeildar,<br />

þar sem Helga M. Ögmundsdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar er formaður.<br />

Nokkur undanfarin ár hefur málstofan farið fram í sal Krabbameinsfélagsins<br />

og hefur verið fjölsótt og umræður oft fjörugar. Eins og að ofan er getið<br />

tekur rannsóknastofan virkan þátt í þjálfun stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi<br />

við læknadeild og líffræðiskor og allnokkur námskeið læknadeildar<br />

fyrir framhaldsnema fara fram í húsakynnum Krabbameinsfélagsins.<br />

Rannsóknastofa um<br />

mannlegt atferli<br />

Meginhluti starfsemi Rannsóknastofu um mannlegt atferli (RMA) snýst um þróun<br />

og beitingu fræðilíkans, aðferða og hugbúnaðar til rannsókna á formgerð og<br />

virkni atferlis og samskipta. Á stofnuninni hefur verið þróaður hugbúnaður sem<br />

ber heitið „Theme“. Aðeins er eitt fast stöðugildi á stofnuninni, Magnús S. Magnússon,<br />

forstöðumaður rannsóknastofunnar, er vísindamaður við H.Í. Auk hans<br />

starfar Guðberg K. Jónsson við rannsóknastofuna, en hann er doktorsnemi við<br />

sálfræðideildina við University of Aberdeen og RMA. Annar doktorsnemi, Caroline<br />

112

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!