11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Unnt er að taka viðbótarnám að loknu B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

kennslufræði til kennsluréttinda, námsráðgjöf, hagnýtri fjölmiðlun og félagsráðgjöf.<br />

Nemendafjöldi var nokkuð svipaður og undanfarin ár eða 1.139.<br />

Helstu nýmæli í kennslustarfi er uppbygging framhaldsnáms í deildinni. Haustið<br />

1996 hófst kennsla til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræðum. Námið er<br />

skipulagt sem tveggja ára nám og er lögð áhersla á rannsóknamiðað framhaldsnám.<br />

Tveggja ára meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun innan<br />

stjórnmálafræðiskorar hófst haustið 1997. Á sama tíma hófst einnig tveggja ára<br />

meistaranám í mati á skólastarfi innan uppeldis- og menntunarfræðiskorar.<br />

Framhaldsnám í sálfræði hófst síðan haustið <strong>1999</strong> og stefnt er að því að námið<br />

uppfylli skilyrði laga nr. 40/1976 um sálfræðinga, með síðari breytingum, um rétt<br />

til að kalla sig sálfræðing.<br />

Samhliða uppbyggingu framhaldsnámsins hefur nemendum sem leggja stund á<br />

slíkt nám eðlilega fjölgað. 88 nemendur stunduðu framhaldsnámnám á árinu<br />

<strong>1999</strong> (þar af voru 3 í doktorsnámi) og hafði þá fjölgað um nær helming frá árinu á<br />

undan.<br />

Á árunum 1995–<strong>1999</strong> útskrifuðust 18 nemendur með M.A.-próf úr félagsvísindadeild<br />

úr eftirfarandi greinum: bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, mannfræði,<br />

sálfræði, stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði.<br />

Félagsvísindadeild hefur ákveðið að bjóða upp á námskeið kennd á ensku sem<br />

nema 30 einingum hið minnsta á hverju háskólaári, til þess að koma til móts við<br />

þarfir þeirra erlendu stúdenta sem hingað sækja. Á árinu var boðið upp á 11<br />

námskeið, samtals 40 einingar, í bókasafns- og upplýsingafræði, mannfræði,<br />

stjórnmálafræði og þjóðfræði. Alls stunduðu 42 erlendir stúdentar nám við deildina<br />

árið <strong>1999</strong>.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við<br />

rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum, í íslenskum<br />

og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum.<br />

Fyrsta ráðstefnan sem bar heitið „Rannsóknir í félagsvísindum" var haldin árið<br />

1994 og önnur ráðstefnan í febrúar árið 1997. Þriðja ráðstefnan var svo haldin 29.<br />

og 30. október <strong>1999</strong> og var hún fjölsótt að vanda. Allar ráðstefnurnar hafa verið<br />

haldnar í samvinnu við viðskipta- og hagfræðideild.<br />

Meginmarkmiðið með þessum ráðstefnum er að kynna það nýjasta í íslenskum<br />

rannsóknum á þessu sviði. Yfirumsjón með skipulagningu ráðstefnanna hafði<br />

Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði, og er hann einnig ritstjóri ráðstefnurits sem<br />

gefið hefur verið út í kjölfar þeirra.<br />

Við deildina starfar Félagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengsl<br />

Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísindum.<br />

Meðal stærri rannsóknarverkefna stofnunarinnar undanfarið má nefna rannsókn<br />

á framhaldsskólakerfinu, fjölþjóðlega rannsókn á lífsskoðun og framtíðarsýn,<br />

rannsókn á búsetu á Íslandi, samnorrænt verkefni um fátækt, tekjuskiptingu<br />

og lífskjör, rannsókn á almannatryggingum á Íslandi með fjölþjóðlegum<br />

samanburði. Stofnunin hefur einnig gefið út mikið af fræðiritum. Félagsvísindastofnun<br />

hefur aflað sér tekna með rannsóknarstyrkjum og þjónusturannsóknum<br />

fyrir aðila utan og innan Háskólans. Í árslok <strong>1999</strong> tók Friðrik H. Jónsson, dósent í<br />

sálfræði, við stjórnarformennsku í Félagsvísindastofnun af Stefáni Ólafssyni, prófessor.<br />

Stefán hafði verið formaður stjórnarinnar frá því að stofnunin var sett á fót<br />

árið 1986.<br />

Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðamálastofnun, Rannsóknastofu í kvennafræðum,<br />

Sjávarútvegsstofnun, Umhverfisstofnun og Mannfræðistofnun.<br />

Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofnanir<br />

og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms síns erlendis á<br />

vegum Erasmus- og Nordplus-áætlananna fer vaxandi.<br />

Opinberir fyrirlestrar<br />

• 31. maí <strong>1999</strong>. Erik Olin Wright, prófessor í félagsfræði við University of<br />

Wisconsin- Madison: „Class, Exploitation and the Shmoo“.<br />

• 13. sept <strong>1999</strong>: Mette Skougaard, danskur þjóðfræðingur: „Ævisögur og<br />

46

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!