11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

innslætti á notkunardæmum í ritmálssafni stofnunarinnar. Þannig var unnt að<br />

ráða sumarfólk og á árinu öllu voru slegnir inn á þriðja hundrað þúsund seðlar.<br />

Áður hafði stofnunin fengið veglega styrki úr sjóðnum en án þeirra hefði seint<br />

verið ráðist í þetta mikla verk. Ætlunin er að ljúka því um mitt ár 2001.<br />

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að íslenskum stofni íslensk-norrænnar orðabókar.<br />

Í lok árs 1998 fékkst til hans styrkur frá Norræna menningarsjóðnum og<br />

einnig styrkti Norrænt málráð hann. Samstarf hefur tekist við Institutionen för<br />

svenska språket í Gautaborg um gerð íslensk-sænskrar orðabókar. Orðabók Háskólans<br />

hefur haft margvíslegt gagn af þeirri vinnu sem lögð hefur verið í grunninn.<br />

Fjórða ritið í röðinni Orðfræðirit fyrri alda kom út á árinu. Það var Lexicon Islandicum<br />

eftir Guðmund Andrésson sem fyrst var gefið út í Kaupmannahöfn 1683. Ritstjóri<br />

var Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjóri og skrifaði hann einnig ítarlegan<br />

inngang. Ritið hefur málsögulegt og orðfræðilegt gildi en það er ein fyrsta<br />

orðabókin sem gefin var út fyrir íslenskt mál. Orðskýringar eru á latínu.<br />

Meðal rannsóknarverkefna einstakra starfsmanna má nefna að Ásta Svavarsdóttir<br />

og Guðrún Kvaran unnu saman að athugun á erlendum áhrifum á íslenskan<br />

orðaforða á tímabilinu 1930–1980. Því verki er að mestu lokið og verða birtar<br />

greinar um niðurstöðurnar á næsta ári. Guðrún Kvaran vann að gerð handbókar<br />

um íslenska beygingar- og orðmyndunarfræði á vegum Lýðveldissjóðs og er það<br />

verk langt komið. Jón Hilmar Jónsson vinnur að íslenskri hugtakabók og fór í<br />

rannsóknaleyfi 1. ágúst til að vinna að framgangi hennar.<br />

Rannsóknasetur<br />

Háskóla Íslands<br />

í Vestmannaeyjum<br />

Rannsóknasetrið í Vestmannaeyjum starfar á vegum samstarfsnefndar Háskóla<br />

Íslands og Vestmannaeyjabæjar sem var sett á stofn með skipunarbréfi Sveinbjörns<br />

Björnssonar háskólarektors og Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra, dags.<br />

14. ágúst 1994. Nefndin náði því fimmta starfsári á síðasta ári og í tilefni af þeim<br />

tímamótum voru óháðir aðilar fengnir til að gera úttekt á starfinu þessi fyrstu ár.<br />

Úttektin var framkvæmd af Davíð Bjarnasyni og Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og var<br />

hún kynnt á afmælishátíð nefndarinnar sem haldin var í Eyjum þann 15. október<br />

<strong>1999</strong>.<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Í stjórn Samstarfsnefndar Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar voru upphaflega<br />

skipaðir ótímabundið fulltrúar frá Vestmannaeyjabæ, Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun<br />

fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum (RFV), útibúi Hafrannsóknastofnunar<br />

í Vestmannaeyjum og fiskvinnslu og útgerð í Vestmannaeyjum. Í stjórninni<br />

sátu á árinu: Þorsteinn I. Sigfússon prófessor (stjórnarformaður, fulltrúi háskólaráðs),<br />

Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri (gjaldkeri, fulltrúi Vestmannaeyjabæjar),<br />

Gísli Már Gíslason prófessor (fulltrúi Líffræðistofnunar), Gísli Pálsson, prófessor<br />

(fulltrúi Sjávarútvegsstofnunar), Hafsteinn Guðfinnsson, forstöðumaður (fulltrúi<br />

Hafrannsóknastofnunar), Sighvatur Bjarnason forstjóri (fulltrúi fiskiðnaðarins í<br />

Vestmannaeyjum), Sigmar Hjartarson, forstöðumaður (fulltrúi RFV). Hafró og RFV<br />

hafa farið með eitt atkvæði í stjórninni saman.<br />

Þorsteinn I. Sigfússon, Gísli Pálsson og Gísli Már Gíslason fara með málefni háskóladeildarinnar<br />

í Eyjum.<br />

Stofnanir innan setursins eru fimm og hafa á að skipa um fjórtán starfsmönnum<br />

sem eru ýmist í verkefnatengdri vinnu eða fastráðnir forstöðumenn, sérfræðingar,<br />

eða almennir starfsmenn viðkomandi stofnanna. Forstöðumaður Rannsóknasetursins<br />

er Páll Marvin Jónsson en hann er jafnframt útibússtjóri háskóladeildarinnar<br />

sem er skipuð eftirfarandi starfsmönnum auk Páls: Georg Skæringsson<br />

(tæknimaður); Guðrún Karitas Garðarsdóttir (ritari); Sigrún Jónbjarnardóttir (sérfræðingur);<br />

Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir (ræsting); Hans Aðalsteinsson (verkefnastjóri<br />

Athafnaversins).<br />

97

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!