11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Heimsóknir erlendra aðila<br />

Fjölmargir erlendir gestir frá 21 stofnun í 11 þjóðlöndum sóttu Alþjóðaskrifstofuna<br />

heim í þeim tilgangi að fræðast um starfsemi Háskóla Íslands, um háskólamenntun<br />

á Íslandi almennt og til að kynna þá háskóla sem þeir starfa við. Oft eru<br />

þessar heimsóknir upphafið að tvíhliða samstarfi íslenskra háskóla við viðkomandi<br />

aðila.<br />

Kynningarstarf<br />

Alþjóðaskrifstofan fær styrk frá Evrópusambandinu til að standa straum af kostnaði<br />

við kynningu á Sókrates-áætluninni hér á landi. Árið <strong>1999</strong> voru gefin út þrjú<br />

fréttabréf, tvö til dreifingar innanlands og eitt á ensku til dreifingar til samstarfsaðila<br />

erlendis.<br />

Alþjóðaskrifstofan tók þátt í sameiginlegri kynningu Norðurlandanna á háskólanámi<br />

á Norðurlöndum á ráðstefnu NAFSA-samtakanna í Bandaríkjunum.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar kynntu starfsemi hennar á námskynningu Háskólans<br />

11. apríl og vikulegir kynningarfundir voru haldnir fyrir stúdenta sem<br />

hugðust fara utan í stúdentaskiptum. Margar óskir berast um kynningu á námi<br />

erlendis frá framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig utan af landi, og<br />

er reynt að verða við öllum þeim beiðnum. Einnig er töluvert um það að einstakar<br />

námsbrautir innan H.Í. leiti eftir sérstakri kynningu á framhaldsnámi erlendis og<br />

á möguleikum til stúdentaskipta fyrir stúdenta viðkomandi námsbrautar.<br />

Landsskrifstofa Sókrates-áætlunar Evrópusambandsins<br />

Eitt af verkefnum Alþjóðaskrifstofunnar er rekstur Landsskrifstofu Sókratesáætlunar<br />

Evrópusambandsins. Undir Sókrates-áætlunina heyra nokkrar undiráætlanir:<br />

Erasmus-áætlunin sem lýtur að skólum á háskólastigi og þegar hefur<br />

verið greint frá, Comeniusar-áætlunin sem lýtur að skólum á leik-, grunn- og<br />

framhaldsskólastigi, Lingua-áætlunin sem lýtur að eflingu tungumálaþekkingar<br />

og áætlanir sem lúta að opnu námi, fjarnámi og fullorðinsfræðslu.<br />

Sókrates-menntaáætlun Evrópusambandsins 1995–<strong>1999</strong> lauk upphaflegu fimm<br />

ára tímabili sínu í árslok <strong>1999</strong>. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið ár frá ári og um áramótin<br />

<strong>1999</strong>–2000 hafði rúmum 2,2 milljón evrum verið úthlutað til hátt á annars<br />

þúsunds íslenskra nemenda, kennara og skólastofnana til þátttöku í áætluninni.<br />

Íslendingar tóku fyrst þátt í Erasmus-stúdentaskiptum 1992. Frá þeim tíma til<br />

<strong>1999</strong> hafa 642 íslenskir háskólastúdentar farið utan á vegum áætlunarinnar og<br />

439 erlendir stúdentar komið hingað til lands. Sókrates II tekur gildi árið 2000 og<br />

stendur til ársloka 2006.<br />

Alþjóðaskrifstofan hefur í umboði menntamálaráðuneytisins umsjón með tungumálanámskeiðum<br />

sem kennurum býðst að sækja í Graz í Austurríki og „European<br />

Label“ viðurkenningu Evrópusambandsins sem er veitt fyrir nýjungar í tungumálakennslu.<br />

Upplýsingastofa um nám erlendis<br />

Innan Alþjóðaskrifstofunnar er starfrækt Upplýsingastofa um nám erlendis, sem<br />

er opin öllum almenningi. Markmið hennar er að safna, skipuleggja og miðla<br />

upplýsingum um nám erlendis. Vaxandi þáttur í starfseminni er að fylgjast með<br />

nýjungum og breytingum á Netinu og tengja gagnlegar slóðir við heimasíðu Alþjóðaskrifstofu<br />

og Upplýsingastofu. Um 6000 manns notuðu þjónustu Upplýsingastofunnar<br />

á árinu. Flestir þeirra eru háskólastúdentar og þeir sem huga á stúdentaskipti.<br />

Samskipta- og<br />

þróunarmál<br />

Helstu verkefni samskipta- og þróunarsviðs eru:<br />

• Umsjón með útgáfu á kynningarritum Háskóla Íslands. Má þar nefna útgáfu<br />

Fréttabréfs og almenns kynningarefnis um Háskólann, útgáfu Árbókar í<br />

samstarfi við rektorsskrifstofu, ritstjórn heimasíðu Háskólans og fræðslu fyrir<br />

starfsfólk þar að lútandi,<br />

• umsjón með símaþjónustu skiptiborðs,<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!