11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

• Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor: rannsóknir á gróðursamfélögum á hálendinu<br />

og stofnvistfræði túnsúru.<br />

Líffræðistofnun hefur um langt árabil staðið að útgáfu ritraðarinnar Fjölrit Líffræðistofnunar<br />

og eru ritin nú orðin 51 talsins, þar af komu 8 út á árinu <strong>1999</strong>.<br />

Margar málstofur eru haldnar á stofnuninni í tengslum við sum námskeið líffræðiskorar.<br />

Í hádeginu á föstudögum eru haldnir fyrirlestrar um ýmis líffræðileg<br />

efni og gjarnan leitað til sérfræðinga utan stofnunarinnar.<br />

Dagana 18.–20. nóvember var haldin sameiginleg afmælisráðstefna Líffræðifélags<br />

Íslands og Líffræðistofnunar í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og sóttu hana á sjöunda<br />

hundrað manns. Á ráðstefnunni voru haldin 93 erindi og sýnd um 130 veggspjöld<br />

til að kynna líffræðirannsóknir á Íslandi. Hinn 18. desember var 25 ára afmæli<br />

stofnunarinnar haldið hátíðlegt með samkomu í Tæknigarði að viðstöddum<br />

forseta Íslands, sem setti afmælishófið, menntamálaráðherra og rektor.<br />

Fjárveitingar hafa aðeins verið lítill hluti veltu stofnunarinnar. Hefur hlutfall þeirra<br />

farið mjög minnkandi og var tæplega 5% árið 1998. Fjárveitingin var um 4 milljónir<br />

króna árið 1989–1990 en eftir það. 1995 var hún 5,3 m.kr. og rúmlega 6 m.kr.<br />

<strong>1999</strong>. Veltan jókst úr 32 m.kr. 1989 í 68 m.kr. 1991, en fór þá að minnka aftur í<br />

þeirri efnahagskreppu sem var í þjóðfélaginu. Veltan varð minnst 42 m.kr. 1993<br />

en hefur síðan vaxið hröðum skrefum og var um 113 m.kr. á árinu 1998. Tekjur<br />

stofnunarinnar umfram fjárveitingar eru einkum styrkir frá ýmsum rannsóknasjóðum,<br />

einkum sjóðum á vegum Rannsóknarráðs Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla<br />

Íslands, norrænum rannsóknasjóðum og Evrópusambandinu, en einnig<br />

koma talsverðar tekjur frá útseldri vinnu í umhverfisrannsóknum.<br />

Starfsemi Líffræðistofnunar Háskólans fer nú fram á fjórum stöðum í Reykjavík.<br />

Að Grensásvegi 12 eru rannsóknastofur í erfða- og sameindalíffræði, frumulíffræði,<br />

sjávarlíffræði, fiskifræði, vistfræði, grasafræði og þróunar- og stofnerfðafræði.<br />

Þar fer og fram mestur hluti kennslu í líffræði. Að Grensásvegi 11 eru<br />

rannsóknastofur í vatnalíffræði og dýrafræði. Rannsóknastofa í örverufræði er í<br />

Ármúla 1a og rannsóknir í dýralífeðlisfræði eru að Vatnsmýrarvegi 16. Húsnæði<br />

rannsókna og kennslu í líffræði við Háskóla Íslands er á ýmsan hátt óhentugt og<br />

mikið af því lélegt. Fjarlægð frá háskólasvæðinu og það hve húsnæði stofnunarinnar<br />

er tvístrað er á margan hátt bagaleg fyrir starfsemina. Nú hillir undir lausn<br />

á húsnæðisvanda Líffræðistofnunar og líffræðiskorar þar sem bygging Náttúrufræðahúss<br />

á austurhluta Háskólalóðarinnar er hafin.<br />

Mannfræðistofnun<br />

Mannfræðistofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir háskólaráð. Helsta<br />

markmið hennar er að efla mannfræðirannsóknir á Íslandi, bæði á sviði félagslegrar<br />

og líffræðilegrar mannfræði. Stjórn stofnunarinnar er skipuð fulltrúum<br />

þriggja deilda, félagsvísindadeildar, læknadeildar og raunvísindadeildar, auk fulltrúa<br />

háskólaráðs. Núverandi stjórn skipa Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, formaður,<br />

Alfreð Árnason, Guðmundur Eggertsson, Ólafur Ólafsson og Unnur Dís<br />

Skaptadóttir. Varamenn eru Sveinn Eggertsson og Vilhjálmur Árnason. Forstöðumaður<br />

er Gísli Pálsson, sem jafnframt er prófessor í mannfræði við félagsvísindadeild.<br />

Mestan hluta ársins starfaði Kristín Erla Harðardóttir mannfræðingur<br />

sem sérfræðingur við stofnunina í hálfu starfi við rannsóknarverkefni og rekstur<br />

á vegum stofnunarinnar.. Auk þess hafa nokkrir meistaraprófsnemendur í mannfræði<br />

unnið tímabundið við stofnunina við einstök verkefni.<br />

Í árslok 1998 fór af stað á vegum Mannfræðistofnunar fyrirlestraröð um efnið<br />

„Markalínur náttúru og samfélags.“ Fyrstu fyrirlesararnir voru Paul Rabinow,<br />

prófessor við Berkeley háskóla 1998 og Veena Das, prófessor við New School for<br />

Social Research og háskólann í Delí <strong>1999</strong>. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að<br />

kynna nýstárleg viðhorf og efla umræðu um landamæri náttúru og samfélags<br />

sem vestræn menning og fræði hafa löngum skilgreint skýrt en sæta nú vaxandi<br />

gagnrýni.<br />

Helsta rannsóknarverkefnið sem unnið var að á vegum stofnunarinnar nefnist<br />

„Líkamlegur varningur“. Þar er sjónum beint að deilum um söfnun, varðveislu og<br />

sölu líffæra, lífsýna og erfðaupplýsinga. Verkefnisstjóri er Gísli Pálsson. Erlendir<br />

95

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!