11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Brautskráningaræður<br />

rektors<br />

Háskóla Íslands<br />

Lifandi þekking<br />

Ræða 6. febrúar <strong>1999</strong><br />

Ég óska ykkur, ágætu kandídatar, og fjölskyldum ykkar innilega til hamingju með<br />

prófgráðuna. Hún er fagnaðarefni fyrir ykkur sem hafið um árabil stefnt að þessu<br />

marki og einnig fyrir Háskólann sem sér árangur af starfi sínu í menntun ykkar<br />

og lærdómi. Nú bíður framtíðin þess að þið takið til hendinni á nýjum vettvangi,<br />

nýtið kunnáttu ykkar og atorku til að móta veröldina í anda þeirra hugsjóna og<br />

drauma sem þið sjálf eigið um gott og farsælt mannlíf. Megi sú þekking sem þið<br />

hafið öðlast í Háskólanum vera ykkur traustur grunnur til að taka skynsamlegar<br />

ákvarðanir í þeim margvíslegu málum sem bíða ykkar. Til að svo megi verða<br />

þurfið þið sjálf að vera sívakandi fyrir nýjum hugmyndum, aðferðum og tilgátum.<br />

Það er hin lifandi þekking, þekking sem veitir nýja og ferska sýn á viðfangsefnin<br />

og heiminn, sem máli skiptir. Og hún lifir ekki með ykkur nema þið sjálf hlúið að<br />

henni af alúð og áhuga, haldið áfram að spyrja og efast og draga ályktanir í því<br />

skyni að uppgötva áður óþekkt sannindi. Sá sem býr yfir lifandi þekkingu, þekkir<br />

líka takmörk sín, veit og viðurkennir að þekking hans fyrnist og deyr ef hún fær<br />

ekki næringu frá nýjum rannsóknum og spurningum. Lifandi þekking er leiðarvísir<br />

inn í land hins óþekkta. Hún vísar okkur á viðfangsefni sem enn hafa ekki<br />

hlotið verðskuldaða athygli, hún vekur okkur hugboð um áður ókannaðar lendur<br />

veruleikans, og hún kyndir undir þeirri þrá sem öðru fremur knýr og eflir mannlega<br />

vitund, lönguninni til að kynnast leyndardómum tilverunnar.<br />

Ögun hugans<br />

Þessi sígildu sannindi eiga brýnt erindi við samtíma okkar og ekki síst ykkar,<br />

ágætu kandídatar. Þið þurfið sífellt að aga hugann og temja ykkur að taka öll viðfangsefni<br />

tökum kunnáttu og skilnings. Og þá ríður á að þið ræktið eftir föngum<br />

þann garð þekkingar sem þið hafið þegar plægt með námi ykkar í Háskólanum.<br />

Þess vegna skuluð þið varast að hugsa eingöngu sem svo að nú sé lokið námi<br />

ykkar í tiltekinni grein. Miklu fremur skuluð þið hugsa á þá leið að nýja prófgráðan<br />

sé staðfesting þess að þið hafið náð nokkrum tökum á ákveðnum fræðum og<br />

nú skipti mestu að auka þau og treysta – hvort heldur þið farið í framhaldsnám<br />

eða sinnið öðrum verkefnum í þjóðfélaginu. Ég hef haldið einni lífsreglu að nemendum<br />

mínum í heimspeki. Hún er þessi: „Lesið á hverjum degi eitthvað í heimspeki,<br />

þótt ekki sé nema örfáar setningar.“ Sama ráð vil ég gefa ykkur: Lesið<br />

hvern dag, þótt ekki sé nema örlítið, í þeim fræðum sem ykkur eru hugleikin. Þá<br />

gefið þið huga ykkur ofurlitla næringu sem getur virkað eins og andleg vítamínsprauta.<br />

Við erum sífellt, meðvitað eða ómeðvitað, að vinna úr þeim hugmyndum<br />

og upplýsingum sem okkur berast. Við eigum ekki að láta okkur duga þann efnivið<br />

sem borinn er á borð fyrir okkur, heldur eigum við sjálf að sækja okkur andlegt<br />

eldsneyti til fagbókmennta og vísinda og einnig fagurbókmennta og lista. Þar<br />

er ótæmandi uppspretta hugmynda sem geta opnað fyrir nýrri sýn á líf okkar og<br />

tilveruna og nýjum möguleikum og tækifærum til að breyta heiminum til hins<br />

betra.<br />

Mörgum stendur stuggur af heimi vísinda og fræða og finnst hann svo flókinn og<br />

fjarlægur að það sé eins víst að þar ruglist fólk í ríminu og missi jafnvel jarðsamband<br />

við heilbrigða skynsemi. Vissulega hafa margir fræðimenn farið ótroðnar<br />

slóðir og sett fram tilgátur og kenningar sem enginn fótur hefur virst fyrir í hversdagslegri<br />

reynslu, hvað sem síðar kom á daginn. En hættan á því að fólk ruglist í<br />

ríminu og glati heilbrigðri skynsemi sinni er mest þegar það er ekki á varðbergi<br />

151

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!