11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Læknadeild<br />

Læknadeild skiptist í læknisfræði, lyfjafræði lyfsala,<br />

námsbraut í hjúkrunarfræði og námsbraut í sjúkraþjálfun.<br />

Læknisfræði<br />

Stjórnsýsla og starfsfólk<br />

Skrifstofa læknadeildar er til húsa í Læknagarði, mönnuð skrifstofustjóra og<br />

tveimur fulltrúum. Við deildina störfuðu 25 prófessorar, 47 dósentar, 11 lektorar,<br />

tveir kennslustjórar fyrir læknanámið, tveir fræðimenn og tveir sérfræðingar. Aðjúnktar<br />

voru 37. Nær öll störf kennara læknadeildar utan starfa prófessora og<br />

sérfræðinga voru hlutastörf. Læknadeild er skipt í einstök fræðasvið sem svara til<br />

skora eða stofuskiptingu í öðrum deildum. Fyrir utan sameiginlega stjórnsýslu<br />

deildarinnar hafa kennarar einstakra fræðasviða að auki ritara og annað skrifstofufólk<br />

sér til aðstoðar í tengslum við þjónustudeildir eða rannsóknastofnanir<br />

síns sviðs. Slíkar stöður eru ýmist fjármagnaðar af læknadeild eða viðkomandi<br />

stofnunum.<br />

Deildarráð var óbreytt frá því árið áður að undanskildum fulltrúum stúdenta. Það<br />

skipuðu Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar, Hannes<br />

Pétursson prófessor, Þórður Harðarson prófessor, Þórdís Kristmundsdóttir prófessor,<br />

Steinn Jónsson dósent, Jón Jóhannes Jónsson dósent, Oddur Steinarsson<br />

og Hrönn Garðarsdóttir, fulltrúar stúdenta. Reynir Tómas Geirsson prófessor var<br />

áfram varaforseti deildarinnar.<br />

Á árinu voru alls ráðnir sex einstaklingar til dósentsstarfs og tveir til lektorsstarfs.<br />

Auk þess voru endurráðnir þrír dósentar og einn lektor. Þrír fræðimenn<br />

fengu framgang í starf vísindamanns. Fjórir létu af störfum, þar af þrír vegna aldurs,<br />

Margrét Guðnadóttir prófessor, Þorkell Jóhannesson prófessor og Bjarki<br />

Magnússon dósent, eftir áratuga starf við deildina og einn vegna annarra starfa,<br />

Sigurður Guðmundsson prófessor.<br />

Á árinu voru haldnir alls 14 fundir í deildaráði og fimm deildarfundir.<br />

Kennslumál<br />

Nám til embættisprófs í læknisfræði tekur sex ár, en leyfilegur hámarksfjöldi er 8<br />

ár. Öllum stúdentum er sem fyrr heimilt að hefja nám í deildinni, en aðeins 36<br />

nemendur á ári hafa fengið að halda áfram námi og eru þeir valdir með samkeppnisprófum<br />

(numerus clausus) í desember ár hvert. Á árinu var ákveðið að<br />

fjölga þeim nemendum sem fengju að halda áfram í 40. Haustið <strong>1999</strong> innritaðist<br />

221 nýr nemandi í deildina, 186 fóru í samkeppnisprófin og 84 þeirra stóðust. 41<br />

þessara nemenda (með hæstu einkunnirnar) fékk að halda áfram námi í deildinni.<br />

Læknisfræði 1995 1996 1997 1998 <strong>1999</strong><br />

Skráðir stúdentar 325 348 327 342 393<br />

Brautskráðir<br />

Cand.Med. et Chir. 33 39 42 31 38<br />

M.S.-próf 2 2 5 1 7<br />

B.S.-próf 2 5 2 3<br />

Doktorspróf 2 1 2 2 2<br />

Kennarastörf 48,19 47,98 48,19 49,27 44,74<br />

Rannsóknarog<br />

sérfræðingsstörf 20,78 18,87 27,52* 29* 28,50*<br />

Aðrir starfsmenn 8,93 8,93 5,93 6,63 5,43<br />

Stundakennsla/stundir 14.100<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 127.840 136.026 151.309 202.246 186.648<br />

Fjárveiting í þús. kr. 137.836 153.667 161.550 191.878 209.362<br />

* Rannsóknastofa í lyfjafræði er hér meðtalin.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

59

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!