11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Í árslok lét Sigurður Örn Steingrímsson af störfum prófessors en þá rann úr<br />

samningur frá 1995 milli Háskóla Íslands og Hins íslenska Biblíufélags um tímabundna<br />

prófessorsstöðu sem Biblíufélagið kostaði vegna þýðingar Gamla testamentisins<br />

á íslensku.<br />

Ýmislegt<br />

Á haustmisseri var gestur guðfræðideildar Vestur-Íslendingurinn Daniel Sigmundson<br />

prófessor við guðfræðideild Luther Seminary í St. Paul í Minnesota í<br />

Bandaríkjunum. Kenndi hann námskeið á ensku um Jobsbók. Á árinu stunduðu<br />

þrír sænskir stúdentar og einn þýskur stúdent nám við guðfræðideild.<br />

Guðfræðideild bárust á árinu bókagjafir frá Hollvinafélagi deildarinnar. Þá naut<br />

deildin góðs af tölvuátaki Hollvinasamtaka Háskóla Íslands og Stúdentaráðs og<br />

fékk að gjöf tvær tölvur frá ACO og prentara frá Kjaran.<br />

Prófessor Vernon K. Robbins frá Emroy University í Atlanta í Bandaríkjunum flutti<br />

opinberan fyrirlestur „A Socio-Rhetorical Approach to Emotions in Early Christian<br />

Discourses" á vegum guðfræðideildar 7. október. Þá hélt sænski guðfræðingurinn<br />

Catharina Stenqvist frá Háskólanum í Lundi semínar þar sem hún kynnti rannsóknir<br />

sínar á dulhyggju í vestrænni trúarhefð.<br />

Á vegum Guðfræðistofnunar voru haldnar málstofur eins og verið hefur. Þar fjalla<br />

fræðimenn í guðfræði og öðrum greinum um málefni af ýmsum toga og gefst<br />

tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og ræða þær. Guðfræðistofnun gefur út ritröðina<br />

Studia theologica islandica sem er safn fræðiritgerða. Ritstjóri ritraðarinnar<br />

er Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, einnig eru í ritnefndinni prófessorarnir<br />

Einar Sigurbjörnsson og Pétur Pétursson. Stofnunin gefur einnig út ritröð undir<br />

heitinu Skýrslur og rannsóknir Guðfræðistofnunar og eru þau rit einkum notuð til<br />

kennslu. Kennarar guðfræðideildar stunda viðamikil rannsóknastörf á fræðasviðum<br />

sínum, oft í samstarfi við erlenda háskóla. Má þar m.a. nefna verkefni á sviði<br />

lífsiðfræði, í prédikunarfræði, í kontextuell guðfræði og þróun þjóðkirkna á Norðurlöndum<br />

eftir 1945. Þrír af kennurum deildarinnar taka þátt í ritun kristnisögu<br />

Íslands og er Hjalti Hugason prófessor ritstjóri verksins. Einnig eru við deildina<br />

stundaðar rannsóknir á samanburðaraðferðum í ritskýringu Nýja testamentisins<br />

og áhrifasögu Gamla testamentisins í íslenskri menningar- og kristnisögu.<br />

Guðfræðideild á aðild að nokkrum formlegum samstarfsverkefnum. Má þar nefna<br />

„Nätverk för teologisk utbildning i Norden“ og „Netværk for studiet af Luther og<br />

luthersk tradition“. Þá hefur deildin gert nokkra samstarfssamninga um stúdentaskipti.<br />

Deildin hefur á undanförnum árum í samstarfi við fræðsludeild þjóðkirkjunnar<br />

staðið að umfangsmikilli fullorðinsfræðslu um trúmál og guðfræði í<br />

Leikmannaskólanum.<br />

Vefsíða guðfræðideildar var opnuð í upphafi haustmisseris og er slóðin<br />

www.hi.is/nam/gudfr.<br />

Heimspekideild<br />

Heimspekideild skiptist í átta skorir: bókmenntafræði- og málvísindaskor, enskuskor,<br />

heimspekiskor, íslenskuskor, sagnfræðiskor, skor íslensku fyrir erlenda<br />

stúdenta, skor rómanskra og slavneskra mála og skor þýsku og Norðurlandamála.<br />

Skorarformenn eiga sæti í deildarráði ásamt deildarforseta, varadeildarforseta<br />

og tveimur fullrúum stúdenta. Deildarforseti fram til 5. september var Helga<br />

Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði, og varadeildarforseti sama tíma var<br />

Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslenskri málfræði. 5. september tók Jón við sem<br />

deildarforseti og Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, varð varadeildarforseti.<br />

Skrifstofustjóri deildarinnar var María Jóhannsdóttir.<br />

Skrifstofa deildarinnar hefur aðsetur í Nýja-Garði. Á henni störfuðu, auk skrifstofustjóra,<br />

Anna Guðný Sigurbjörnsdóttir fulltrúi, Guðrún Birgisdóttir alþjóðafulltrúi<br />

og Hlíf Arnlaugsdóttir fulltrúi, allar í hálfu starfi. Starfsvettvangur Hlífar er<br />

einkum á skrifstofu í Árnagarði og meðal verkefna hennar er heimasíðugerð fyrir<br />

skorir og kennara deildarinnar.<br />

Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar við deildina alls 68. Af þeim voru 25 prófessorar,<br />

23 dósentar, 12 lektorar og 8 erlendir sendikennarar. Auk þeirra kenndu fjöl-<br />

49

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!