11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

þeirra kenndu á námskeiðinu Jón Skaptason og Torfi H. Tulinius. Þá átti málstöðin<br />

þátt í því með fulltrúum Háskóla Íslands að skipuleggja fyrirhugaða námsbraut í<br />

þýðingum við Háskólann.<br />

Samvinna við Mjólkursamsöluna<br />

Nýr samstarfssamningur Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar í<br />

Reykjavík var undirritaður 21. mars og var Íslenskri málstöð þá formlega afhentur<br />

nýr tölvubúnaður. Samvinnan við Mjólkursamsöluna lýtur að ýmsu er varðar<br />

íslenskt mál.<br />

Íslenskun á tölvuhugbúnaði<br />

Menntamálaráðuneytið óskaði þess í bréfi, dags. 21. apríl, að Íslensk málstöð<br />

tæki að sér að annast eftirlit með íslenskri þýðingu á Windows-kerfishugbúnaði<br />

frá Microsoft, í samræmi við ákvæði í samningi ríkisins við fyrirtækið frá 20. janúar.<br />

Samkvæmt samningnum hefur menntamálaráðuneytið rétt til að yfirfara<br />

þýðinguna og gera tillögur um breytingar. Málstöðin myndaði þriggja manna sérfræðingahóp<br />

(í honum voru Ari Páll Kristinsson, Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir<br />

og Sigrún Helgadóttir) sem vann að eftirlitsverkefninu ásamt tæknilegum ráðgjafa<br />

sínum (Stefáni Briem). Microsoft hafði í árslok ekki gefið út íslenska þýðingu hugbúnaðarins.<br />

Viðurkenning<br />

Hinn 17. júní hlaut Íslensk málstöð heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs <strong>1999</strong><br />

„fyrir lofsverð störf að eflingu íslenskrar tungu“.<br />

Málþing<br />

Íslensk málnefnd annaðist undirbúning og framkvæmd norræna málnefndaþingsins<br />

<strong>1999</strong> í samvinnu við Norrænt málráð. Það var haldið á Höfn í Hornafirði<br />

27.–29. ágúst. Aðalumræðuefni þingsins var að þessu sinni „Sambúð dönsku,<br />

norsku og sænsku við önnur tungumál á Norðurlöndum“. Meðal þinggesta var<br />

Guðríður Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti, sem var sérstaklega<br />

boðið. Hún flutti upphafserindi þingsins og fjallaði um mikilvægi þess að<br />

viðhalda hinu norræna málsamfélagi. Þingið sátu fulltrúar allra norrænna málnefnda<br />

og Norræns málráðs, auk áheyrnarfulltrúa frá Norðurlandastofnuninni í<br />

Finnlandi (Nordens institut i Finland). Þátttakendur á málnefndaþinginu voru 42.<br />

Flutt voru 8 erindi. Af hálfu Íslenskrar málnefndar sóttu þingið Baldur Jónsson,<br />

Guðrún Kvaran, Kári Kaaber og Kristján Árnason sem flutti erindið „Skandinavisme<br />

og islandsk sprogpolitik“.<br />

Íslensk málnefnd beitti sér í fjórða sinn fyrir málræktarþingi undir merkjum dags<br />

íslenskrar tungu, að þessu sinni í samstarfi við Samtök móðurmálskennara og<br />

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Þingið var haldið í hátíðasal Háskóla<br />

Íslands 20. nóvember og var efni þess „Íslenskt mál og menntun“. Baldur<br />

Jónsson setti þingið og síðan flutti menntamálaráðherra ávarp. Kristján Árnason<br />

flutti erindið „Íslenska í vísindum og æðri menntun“, Sigríður Sigurjónsdóttir erindið<br />

„Máltaka barna“, Guðni Olgeirsson kynnti aðalnámskrár og Anna Þorbjörg<br />

Ingólfsdóttir, Hildur Heimisdóttir og Knútur Hafsteinsson fjölluðu um íslensku í<br />

leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Tryggvi Gíslason flutti erindi sem hann<br />

nefndi „Málrækt í ljósi fortíðar og skugga framtíðar“. Þá voru pallborðsumræður<br />

undir stjórn Baldurs Sigurðssonar. Þátttakendur voru: Björn Bjarnason, Börkur<br />

Hansen, Eygló Eyjólfsdóttir, Jón G. Friðjónsson, Svanhildur Sverrisdóttir og Sigurður<br />

Konráðsson. Fundarstjóri, Ingibjörg Einarsdóttir, sleit þinginu.<br />

Kynningarmál<br />

Dóra Hafsteinsdóttir kynnti vef og orðabanka Íslenskrar málstöðvar 9. mars á<br />

námskeiði Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands um tækninýjungar og<br />

hagnýtingu orðabanka á Netinu við þýðingar. Dóra kynnti orðabanka málstöðvarinnar<br />

á ráðstefnu Hagþenkis á degi bókarinnar, 23. apríl. Baldur Jónsson, Dóra<br />

Hafsteinsdóttir og Kári Kaaber sóttu norræna ráðstefnu um orðabókarfræði í<br />

Gautaborg 26.–29. maí. Dóra Hafsteinsdóttir sagði frá íðorðastarfi á Íslandi á ráðstefnu<br />

Nordterm í Gentofte í Danmörku 16. júní. Baldur Jónsson flutti erindið<br />

„Hornfirska vegin og metin“ á ráðstefnu um skaftfellskan framburð og málfar á<br />

Höfn í Hornafirði 30. október. Ari Páll Kristinsson flutti erindi um starfsemi og<br />

málfarsráðgjöf Íslenskrar málstöðvar á fundi með starfsmönnum Norsks málráðs<br />

í Ósló 25. nóvember. Dóra Hafsteinsdóttir kynnti orðabanka Íslenskrar málstöðvar<br />

á námstefnu um tungutækni í Stokkhólmi sem var haldin 3.–4. desember.<br />

Íðorðastarf<br />

Mikið af starfsemi Íslenskrar málstöðvar er á einhvern hátt tengt íðorðastörfum.<br />

88

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!