11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Háskóli<br />

Íslands<br />

og framtíðin<br />

Ræða rektors Háskóla Íslands á háskólahátíð 3. september <strong>1999</strong><br />

Oft hefur verið sagt að háskólastarf felist í öflun, varðveislu og miðlun þekkingar<br />

og skilnings á heiminum og sjálfum okkur. Í hversdagslegri merkingu er þekking<br />

uppsöfnuð reynsla sem hjálpar okkur til að átta okkur á veruleikanum, leysa<br />

ýmis verk af hendi og ekki síst að forðast mistök, sem þó henda okkur iðulega.<br />

Það er ekki aðeins í háskólum sem þekking er í hávegum höfð. Hvarvetna í störfum<br />

sínum aflar fólk sér þekkingar, varðveitir hana og miðlar henni með ýmsum<br />

hætti. En hvað sérkennir starf háskóla í þessu tilliti?<br />

Yfirvegun þekkingarinnar<br />

Í háskóla er athyglinni beint að þekkingunni sjálfri, hinni uppsöfnuðu reynslu,<br />

sem vekur sífellt nýjar spurningar og álitamál sem þarf að brjóta til mergjar. Háskólastarf<br />

felst í nákvæmu og skipulögðu endurmati þekkingarinnar sem felur í<br />

sér stöðuga viðleitni til að ná fyllri tökum á viðfangsefnunum. Þetta endurmat felur<br />

jafnframt í sér viðleitni til að öðlast skilning á því hvernig þekking mannfólksins<br />

kemur fram í því sem það gerir, gæti gert eða ætti að gera fyrir tilstyrk hennar.<br />

Svo dæmi sé tekið, þá er hagfræðin ekki aðeins rannsókn á ólíkum hagkerfum<br />

og staðreyndum efnahagslífsins. Hún fjallar líka um hugmyndir manna og skoðanir<br />

í þessum efnum og leggur á ráðin um lausn ýmissa úrlausnarefna.<br />

Samkvæmt þessu snýst háskólastarf um að gera sér ljóst hvað mannfólkið hugsar<br />

og gerir og hvað það gæti hugsað og gert eða jafnvel hvað það ætti að hugsa<br />

og gera – í öllum greinum lífsins. Háskólafólk – fræðimenn, kennarar og nemendur<br />

– fæst sífellt við að yfirvega reynslu og þekkingu á öllum sviðum þjóðfélagsins.<br />

Slíkt kann að hafa meiri og dýpri áhrif á þróun þjóðfélagsins og viðgang<br />

en nokkurn grunar, vegna þess að hér er þýðing þekkingarinnar og gildi hennar<br />

fyrir mannlífið í húfi.<br />

Það er margt í þjóðfélaginu nú á dögum sem hvetur háskólafólk til að leggja enn<br />

meiri rækt við yfirvegun þekkingarinnar og gera þennan þátt í starfi sínu augljósari<br />

en verið hefur. Þróun nýrrar tækni í flestum störfum fólks og samskiptum<br />

skiptir hér mestu ásamt þeim breytingum á skipulagi, stjórnun og rekstri sem<br />

koma í kjölfar hinnar nýju tækni.<br />

Hin nýju lög um Háskóla Íslands, sem gengu í gildi 1. maí sl., kalla eftir auknu<br />

frumkvæði háskólakennara og stúdenta og raunar alls starfsfólks Háskólans við<br />

mótun háskólastarfsins. Framkvæmd laganna byggist á því að háskólakennarar<br />

og aðrir háskólaþegnar séu fúsir til að taka virkari þátt í því að móta stefnu og<br />

starf skólans en verið hefur og þá jafnframt í því að skoða og ræða stöðu fræðanna<br />

í þjóðfélaginu, gildi þeirra og áhrifamátt. Háskólafundurinn, sem fyrirhugaður<br />

er í fyrsta skipti dagana 4. og 5. nóvember næstkomandi, gefur okkur mikilvægt<br />

tækifæri til að móta framtíðarstefnu Háskólans og þar með háskólamenntunar<br />

í landinu. Til að nýta það tækifæri þurfum við að endurmeta okkar eigin<br />

starfsemi og gera þjóðinni jafnframt grein fyrir því hvernig við teljum að Háskólinn<br />

geti sem best unnið í hennar þágu.<br />

Sérstaða Háskóla Íslands<br />

Hér er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir. Háskóli Íslands er ekki stór<br />

skóli á alþjóðlegan mælikvarða, einungis með rúmlega 6 þúsund nemendur, um<br />

400 fasta kennara, um 80 sérfræðinga, yfir 1200 stundakennara og um 150 manns<br />

í öðrum störfum við stjórnun og rekstur. Erlendir háskólamenn tala oft um þetta<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!