11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

sagnfræðinema, og hélt vinnufund í nafni Sagnfræðistofnunar í Norræna húsinu<br />

síðla í október. Sérstakur kynningarblöðungur var prentaður og dreift til um 100<br />

aðila í íslensku viðskiptalífi. Þá var sótt til Rannís um styrk til verkefnisins.<br />

Sagnfræðistofnun á formlega aðild að svonefndu Reykholtsverkefni, þverfaglegu<br />

verkefni sem tengist fornleifauppgrefti í Reykholti. Forstöðumaður sat í undirbúningsnefnd<br />

með fulltrúum Þjóðminjasafns og Snorrastofu. Þjóðminjasafn lagði fé<br />

til undirbúnings og NOSH og Rannís veittu forverkefnisstyrki. Guðrún Sveinbjarnardóttir<br />

er framkvæmdastjóri. Haldinn var fjölmennur þverfaglegur vinnufundur í<br />

Reykholti dagana 20. og 21. ágúst <strong>1999</strong> með þátttöku erlendra gesta þar sem<br />

verkefnið var skýrt og skilgreint. Sagnfræðistofnun á aðild að styrkumsókn til<br />

Rannís og tengist afmörkuðum verkþætti.<br />

Útgáfumál<br />

Tvær bækur komu út á vegum stofnunarinnar. Önnur þeirra er 15. bindi í ritröðinni<br />

Sagnfræðirannsóknir og nefnist Æska og saga. Söguvitund íslenskra unglinga<br />

í evrópskum samanburði. Höfundar eru Gunnar Karlsson og Bragi Guðmundsson<br />

og Gunnar er jafnframt ritstjóri ritraðarinnar. Hitt ritið er Ræður<br />

Hjálmars á Bjargi eftir Magnús Stephensen í útgáfu Arnar Hrafnkelssonar. sem<br />

ritar inngang og birtir athugasemdir og skýringar. Þetta er fyrsta bindið í nýrri ritröð<br />

sem nefnist Heimildasafn Sagnfræðistofnunar, undir ritstjórn Önnu Agnarsdóttur<br />

dósents.<br />

Á árinu fékkst 300.000 króna styrkur af Gjöf Jóns Sigurðssonar til að gefa út doktorsritgerð<br />

Önnu Agnarsdóttur; verður þetta fyrsta ritið í ritröð sem ber vinnutitilinn<br />

„Doktorsritgerðir sagnfræðikennara á erlendum málum.“<br />

Sagnfræðistofnun á þátt í útgáfu erinda frá Norðurslóðaráðstefnu sem haldin var<br />

1998 að forgöngu Inga Sigurðssonar prófessors með aðild stofnunarinnar. Hlut að<br />

útgáfunni eiga jafnframt Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og utanríkisráðuneytið.<br />

Alls birtast í ritinu 60 erindi, öll á ensku. Til útgáfunnar hafa safnast um 1.600 þ.kr.<br />

Til stóð að stofnunin gæfi út safn greina og erinda á ensku – með vinnutitlinum<br />

Grænland á miðöldum – þar sem uppistaða yrði erindi frá þingi Sagnfræðingafélags<br />

á Grænlandi 1996, en ítrekaðar tilraunir til að afla styrkja til útgáfunnar mistókust.<br />

Ráðstefnur<br />

Sagnfræðistofnun átti aðild að ráðstefnunni „Íslensk sagnfræði við árþúsundamót.<br />

Sýn sagnfræðinga á Íslandssöguna.“ Ráðstefnan var haldin í Reykholti dagana<br />

6.–7. nóvember <strong>1999</strong>. Alls fluttu þar ellefu sagnfræðingar erindi og jafnmargir<br />

veittu umsagnir. Erindin munu birtast í tímaritinu Sögu á þessu ári. Stofnunin<br />

lagði fram 100 þúsund kr. til ráðstefnunnar og miðlaði til hennar 120 þ.kr. styrk<br />

frá háskólarektor.<br />

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar<br />

Stjórn stofnunarinnar bauð Evu Österberg, prófessor í sagnfræði við Lundarháskóla<br />

í Svíþjóð, að koma til Íslands og flytja Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar<br />

og halda málstofu. Hún þá boðið. Österberg hélt málstofu á vegum Sagnfræðistofnunar<br />

8. október með kennurum, nemum og gestum um efnið „Häxa,<br />

hora och bondhustru. Kvinnor under 1600-talet.“ Daginn eftir flutti hún minningarfyrirlesturinn<br />

í Hátíðarsal: „Trust and kinship – premodern man in perspective.“<br />

Á undan fyrirlestrinum minntist Guðmundur Hálfdanarson Jóns Sigurðssonar og<br />

naut við það aðstoðar Sigríðar Matthíasdóttur.<br />

Söguþing<br />

Forstöðumaður sat í nefnd með Sigurði Gylfa Magnússyni og Ragnheiði Kristjánsdóttur<br />

frá Sagnfræðingafélagi og Guðmundi J. Guðmundssyni frá Sögufélagi til að<br />

leggja á ráðin um söguþing í líkingu við það sem haldið var 1997. Nefndin leggur<br />

til að haldið verði söguþing árið 2002, umfangsminna en það fyrra og að nokkru<br />

tengt afmæli Sögufélags. Þessar hugmyndir voru kynntar á opnum fundi í Lögbergi<br />

í desember <strong>1999</strong> og rætt um hugsanleg viðfangsefni.<br />

Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga<br />

Forstöðumaður hefur verið formaður Landsnefndar íslenskra sagnfræðinga undanfarin<br />

tvö ár. Aðrir sem eiga aðild að nefndinni eru Sagnfræðingafélag og Þjóðskjalasafn.<br />

Sem fyrr hafði nefndin einkum tvennt á sinni könnu, 19. heimsþing<br />

sagnfræðinga sem haldið verður í Ósló árið 2000, og norræna sagnfræðingaþingið<br />

sem haldið verður í Árósum árið 2001.<br />

84

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!