11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

fræði – kenningar og verkefni“ í mars–apríl <strong>1999</strong>. Hann kom til Íslands sem<br />

Sókrates-skiptikennari og var einnig styrktur af heimspekiskor.<br />

• Í júlí <strong>1999</strong> var haldið tveggja vikna Sókrates-„ákafanámskeið“ (intensive<br />

program) sem heimspekiskor skipulagði en það fór fram í Rennes í Frakklandi<br />

í samstarfi við Rennes-háskóla 1. Efni námskeiðsins var „Réttlæti í fjölhyggjusamfélagi“.<br />

Kennararnir voru Antonio Casado da Rocha frá Baskaháskólanum<br />

í San Sebastián, Nigel Dower frá Aberdeen-háskóla, Mark<br />

Rowlands frá University College í Cork og Valeria Ottonelli frá Háskólanum í<br />

Genúa. Mikael M. Karlsson stjórnaði þessu námskeiði.<br />

• Murray Kiteley frá Smith College í Massachusetts kenndi málstofunámskeiðið<br />

„Máttarstólpar amerískrar heimspeki“ í september <strong>1999</strong>. Koma hans var styrkt<br />

af Fulbright-stofnuninni.<br />

• Paul Gorner frá Aberdeen-háskóla kenndi málstofunámskeiðið „Heimspeki<br />

Heideggers“ í október <strong>1999</strong>. Hann kom til landsins sem Sókrates-skiptikennari<br />

og var einnig styrktur af heimspekiskor.<br />

• Eyjólfur Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki við háskólann í Ósló, kenndi<br />

fjórar vikur í nóvember <strong>1999</strong> sem Nordplus-skiptikennari. Hann kenndi kafla<br />

um Platon í námskeiðinu „Fornaldarheimspeki“.<br />

• Mikael M. Karlsson kenndi við háskólann í Genúa í tvær vikur í desember <strong>1999</strong><br />

sem Sókrates-skiptikennari. Hann kenndi áfanga um „irrealisma“ Nelsons<br />

Goodmans í vísindaheimspekinámskeiði Michele Marsonet.<br />

• Frönskukennarar taka þátt í Sókrates-neti með tveim frönskum háskólum,<br />

háskólanum í Caen í Normandí og háskólanum í Montpellier. Þáttur í þeim<br />

samskiptum var að Jean Renaud prófessor við háskólann í Caen kom hingað í<br />

apríl og kenndi stutt námskeið um franskar þjóðsögur sem var fellt inn í<br />

námskeiðið „Saga og bókmenntir“. Einnig hélt hann opinberan fyrirlestur við<br />

deildina.<br />

• Í byrjun maí dvaldist Torfi H. Tulinius um vikuskeið í Caen og kenndi námskeið<br />

um Íslendingasögur (Grettis sögu og Hrafnkels sögu) í boði háskólans í Caen.<br />

• Í byrjun september kom Jean Vaché prófessor frá háskólanum í Montpellier og<br />

veitti ráðgjöf í tengslum við opnun Tungumálamiðstöðvarinnar. Franska<br />

sendiráðið stóð straum af kostnaði við komu hans og dvöl.<br />

• Thierry Soubrié, doktorsnemi í málvísindum við háskólann í Montpellier, kom í<br />

heimsókn í nóvember í tengslum við þróunarverkefni í fjarkennslu sem<br />

frönskukennarar vinna að með háskólunum í Montpellier í Frakklandi og<br />

Ostrawa í Póllandi. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Einn nemandi á<br />

maîtrise-stigi í frönskukennslu fyrir útlendinga við háskólann í Montpellier<br />

kom hingað í starfsþjálfun.<br />

• Spænskukennarar hafa formleg samskipti við sex háskóla á Spáni: Santiago<br />

de Compostela, Salamanca, Barcelona, Alcalá de Henares, Universidad Autónoma<br />

de Madrid og Cáceres. Í september kom Victoria Vázquez, dósent við<br />

háskólann í Santiago, til landsins sem Sókrates-kennari. Hún tók þátt í<br />

kennslustundum í málfræði og málsögu og flutti opinberan fyrirlestur um<br />

notkun Netsins í spænskukennslu.<br />

• Á árinu gengust spænskukennarar fyrir því ásamt spænskukennarafélaginu<br />

að fá Menningarmálastofnun Spánar til að veita liðsinni við samningu orðabókar,<br />

spænsk-íslenskrar og íslensk-spænskrar.<br />

• Í október veitti alþjóðanefnd H.Í. spænskukennurum og -nemum styrk til að<br />

fara út á land eina helgi og bjóða með sér Sókrates-nemum frá Spáni sem<br />

stunda nám við H.Í. Ferðin tókst mjög vel og voru nemendur á því að hún hefði<br />

jafnast á við talæfinganámskeið.<br />

• Sagnfræðiskor tekur þátt í stóru kennsluþróunarverkefni sem styrkt er af<br />

Sókrates-áætlun ESB og EFTA. Heiti þess er „The Idea and Reality of Europe“<br />

og miðar að því að efla vitund háskóla um sögu Evrópuhugmyndarinnar og<br />

mismunandi viðhorf til hennar í löndum Evrópu. Að verkefninu standa 26<br />

skólar í 14 löndum og stjórnar Guðmundur Hálfdanarson ásamt Ann-Katherine<br />

Isaacs, prófessor við sögudeild Písaháskóla, þeim þætti verkefnisins sem<br />

fjallar um þjóðerni, ríkjamyndun og héraðastjórn. Á árinu <strong>1999</strong> fékk sagnfræðiskor<br />

rúmlega einnar milljónar króna styrk til að halda „ákafanámskeið“<br />

(intensive program) sem kallast „Nations, Nationalities, and Identities in the<br />

History of Europe“ og mun Guðmundur Hálfdanarson standa að skipulagningu<br />

þess. Námskeiðið verður haldið í maí 2000 og er áætlað að á annan tug<br />

fyrirlesara og á þriðja tug nemenda komi til landsins til að taka þátt í því.<br />

Styrktímabil þessa kennsluþróunarverkefnis rennur út árið 2000, en sagnfræðiskor<br />

Háskóla Íslands á aðild að umsókn um nýtt verkefni af svipuðum<br />

toga sem áætlað er að komi til framkvæmda haustið 2000. Að umsókninni<br />

standa 38 háskólar, þar á meðal um tugur skóla í Austur-Evrópu.<br />

• Á árinu <strong>1999</strong> komu hingað tveir gistikennarar á vegum sagnfræðiskorar og<br />

höfðu þeir báðir hlotið Sókrates-styrk. Hilde Symoens, prófessor í sagnfræði<br />

54

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!