11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tungumálamiðstöðin var þátttakandi í tveimur alþjóðlegum samstarfsverkefnum<br />

á árinu. „Dialang“ er Lingua-verkefni sem felst í að útbúa stöðupróf í 15 tungumálum<br />

sem hægt verður að nálgast á vefnum. Sigríður D. Þorvaldsdóttir og María<br />

A. Garðarsdóttir, fastráðnir stundakennarar í íslensku fyrir erlenda stúdenta hafa<br />

unnið að gerð íslensku prófanna fyrir Tungumálamiðstöðina. „Mobilité linguistique<br />

virtuelle“ er Erasmus-verkefni sem miðstöðin tekur þátt í ásamt Paul Valéry<br />

háskólanum í Montpellier í Frakklandi, og háskólanum í Ostrava í Tékklandi. Háskólarnir<br />

þrír skipuleggja í sameiningu námskeið í franskri ritun sem kennt er í<br />

fjarkennslu frá Montpellier.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir á vegum Háskóla Íslands hafa byggst upp með tilvísun til þeirrar<br />

skyldu Háskólans að vera bæði kennslu- og vísindastofnun. Það hefur verið mat<br />

Háskólans að stunda beri rannsóknir í þeim greinum sem kenndar eru, m.a. til<br />

að styrkja fræðilegar undirstöður kennslunnar. Rannsóknir um 400 fastráðinna<br />

kennara við skólann eru kjarni rannsóknastarfsemi hans, þar sem fastráðinn<br />

kennari á að verja a.m.k. 40% af vinnutíma sínum til rannsókna.<br />

Algengast er að meta árangur í rannsóknum eftir birtum ritverkum og þeim<br />

áhrifum sem niðurstöður rannsóknanna hafa á verk annarra vísindamanna.<br />

Greiðslur úr Vinnumatssjóði vegna rannsókna og úthlutun úr Rannsóknasjóði<br />

gefa hins vegar vísbendingu um umfang rannsókna. Slíka vísbendingu má sjá í<br />

töflu 1. Undir félagsvísindi flokkast rannsóknir í félagsvísinda-, laga- og viðskiptaog<br />

hagfræðideild. Hugvísindi eiga við rannsóknir í heimspeki- og guðfræðideild.<br />

Til heilbrigðisvísinda teljast rannsóknir í læknisfræði, tannlæknisfræði, lyfjafræði,<br />

hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun. Undir raunvísindi falla rannsóknir í raunvísindaog<br />

verkfræðideild. Bent skal á að Vinnumatssjóður nær aðeins til þeirra sem eru í<br />

Félagi háskólakennara. Prófessorar eiga aðgang að Ritlauna- og rannsóknasjóði<br />

prófessora sem heyrir undir Kjaranefnd.<br />

Tafla 1 – Samanburður á umfangi rannsókna eftir fræðasviðum<br />

Hug- Félags- Heilbr.- Raun- Alls<br />

vísindi vísindi vísindi vísindi<br />

Vinnumatssjóður<br />

Greiðslur fyrir 1998, fjöldi 49 24 31 37 141<br />

Hlutfall, % 35 17 22 26 100<br />

Einingar 1998, % 40 14 14 32 100<br />

Rannsóknasjóður H.Í. 1991–2000<br />

Meðaltal:<br />

Hlutur í úthlutunum, % 12 12 32 44 100<br />

Meðalupphæð styrkja, þ.kr. 253 269 472 432 1426<br />

Meðalfjöldi umsókna á ári 39 35 59 87 220<br />

Hvatning og kröfur til rannsókna<br />

Á síðasta ártug hefur mat á rannsóknum verið eflt við Háskóla Íslands. Reynt hefur<br />

verið að bæta aðstöðu til þeirra og hvetja kennara til aukinnar virkni á þessu<br />

sviði. Í fyrsta lagi hefur verið tekið upp hvetjandi framgangskerfi fyrir kennara og<br />

sérfræðinga, sem byggist m.a. á rannsóknum þeirra. Í öðru lagi er fé til rannsókna<br />

að hluta til ekki dreift jafnt á alla heldur verða menn að keppa um styrki úr<br />

sjóðum. Rannsóknatengdir sjóðir Háskólans veita styrki eftir umsóknum til rannsóknaverkefna<br />

og tækjakaupa eða launa eftir árangri í rannsóknum.<br />

Rannsóknaskýrsla<br />

Á árinu var tekin upp sú nýlunda að allir kennarar og sérfræðingar Háskólans og<br />

stofnana hans sem hafa rannsóknaskyldu, voru beðnir að senda inn greinargerð<br />

um störf sín á undangengnu ári. Markmiðið með því er að einfalda mat á störfum<br />

vísindamanna. Skil á rannsóknaskýrslu fela í sér (eftir því sem við á):<br />

1. Umsókn í Vinnumatssjóð Háskóla Íslands.<br />

2. Umsókn í Ritlauna- og rannsóknasjóð prófessora.<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!