11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Menning samtímans<br />

Ræða 23. október <strong>1999</strong><br />

Ráðuneytisstjóri, kandídatar, góðir gestir.<br />

Ég óska ykkur, ágætu kandídatar, fjölskyldum ykkar og aðstandendum innilega til<br />

hamingju með prófgráðuna. Hún er staðfesting þess að þið hafið hlotið menntun<br />

og kunnáttu til að takast á við fræðileg verkefni og sinna margvíslegum störfum í<br />

þjóðfélaginu. Þörfin fyrir háskólamenntað starfsfólk fer sívaxandi í hinum ýmsu<br />

greinum þjóðlífsins og ég er þess fullviss að við ykkur blasa margir kostir til að<br />

nýta menntun ykkar eða afla ykkur enn frekari lærdóms. Hver sem ákvörðun<br />

ykkar verður óskar Háskólinn ykkur allra heilla og væntir þess að þið vinnið vel<br />

úr þeirri þekkingu sem þið hafið aflað ykkur á hans vegum. Hann væntir þess líka<br />

að þið verðið réttsýn og sanngjörn í dómum um menn og málefni og hugið sífellt<br />

að því sem betur má fara í þjóðfélagi okkar.<br />

Hvar stöndum við?<br />

Hver manneskja staðsetur sig sjálf í heiminum og finnur sinn eigin lífsveg í átt til<br />

hins ókomna í framtíðinni. Þegar þið standið á þessum krossgötum í dag er því<br />

ærið tilefni til að staldra við og vega og meta hvaða leiðir þið kjósið að kanna og<br />

hvaða innihald þið viljið að líf ykkar fái. Ákvörðun ykkar hlýtur einnig að byggjast<br />

á því hvaða mynd þið gerið ykkur af þeim straumum og stefnum sem leika um<br />

heiminn og því hver séu stóru málin í veröldinni á okkar dögum.<br />

Mig langar til að ræða við ykkur um nokkur einkenni samtímans og mun ég<br />

nefna þrjú stef sem gera hvert fyrir sig kröfu til okkar um athygli og umhugsun.<br />

Þessi stef tengjast öll framtíðinni, þeirri menningu sem nú er að mótast og við<br />

sjálf erum að móta – vitandi vits eða óafvitandi – með hugsunum okkar og athöfnum.<br />

Áður en ég nefni þessi stef skulum við leiða hugann að því sem orðið „menning"<br />

stendur fyrir. Skáldið T.S. Eliot orðar það svo: „Culture is that which makes life<br />

worth living." Menning er það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Hún er allt það<br />

sem eykur gæði lífsins, gerir lífið bærilegra eða betra, dregur úr böli og þjáningu.<br />

Ómenning er þá allt það sem rýrir gæði lífsins, spillir lífsmöguleikum fólks. Kurteisi<br />

er menning, ruddaskapur ómenning, hófsemi er menning, bruðl er ómenning.<br />

Að hafa snyrtilegt í kringum sig er menning, að safna rusli er ómenning.<br />

Samkvæmt þessu felur menning í sér safn mælikvarða á hegðun okkar og hugsun.<br />

Menning er að vanda sig við hvaðeina sem maður gerir, segir eða hugsar, að<br />

reyna sífellt að bæta sig og auka gæði og gildi lífsins – á vinnustöðum, á heimilum,<br />

í umferðinni, í stjórnsýslunni, á sviði viðskipta og verslunar og framleiðslu<br />

ekki síður en í vísindum og listum. Samkvæmt þessu birtist menning eða ómenning<br />

í öllu því sem við mannfólkið gerum eða hugsum. Öll menntun hefur þann<br />

megintilgang að endurskapa, varðveita og miðla þeirri þekkingu sem býr í menningunni<br />

– og um leið að uppræta ómenningu eftir því sem kostur er.<br />

Þjóðmenning og heimsmenning<br />

Þau þrjú stef, sem ég ætla nú að nefna, lúta að þremur mikilvægum þáttum samtímamenningar.<br />

Fyrsta stefið er íslensk þjóðmenning andspænis þeirri heimsmenningu<br />

sem nú er að verða að veruleika í fyrsta sinn í sögunni. Það verkefni<br />

blasir við okkur öllum og ekki síst ykkur, kandídatar góðir, að taka afstöðu til þess<br />

hvernig þið ætlið í senn að taka þátt í sköpun íslenskrar menningar og vera fullgildir<br />

þátttakendur í þeirri fjölbreyttu heimsmenningu sem að okkur berst úr öllum<br />

áttum. Þetta er vandi sem flestir háskólakennarar og fræðimenn hafa löngum<br />

staðið frammi fyrir. Vísindi og fræði eru alþjóðleg, þau eru einn mikilvægasti þáttur<br />

þeirrar heimsmenningar sem breiðist óðum út meðal jarðarbúa. Það er hverju<br />

mannsbarni ljóst að þróun vísinda og tækni hefur djúpstæð og varanleg áhrif á<br />

menningu hverrar þjóðar. En það er jafn óljóst hvaða afleiðingar sú þróun hefur<br />

fyrir íslenska menningu. Munum við endurskapa hana, gefa henni nýtt líf og nýja<br />

framtíð með því að stunda alþjóðleg vísindi og fræði eða mun hún smám saman<br />

líða undir lok sem sjálfstæð, söguleg menning, þar sem fólk talar sína eigin<br />

tungu, varðveitir sína eigin sögu og ræktar náið, persónulegt samband við landið<br />

sjálft? Það eru ekki aðeins vísindin og tæknin út af fyrir sig sem hér skipta mestu,<br />

heldur allar þær nýjungar í framleiðslu og viðskiptum sem af þeim leiða. Íslendingar<br />

eru nú þegar orðnir fullgildir þátttakendur í heimsmenningu á sviði vísinda<br />

og tækni, viðskipta og framleiðslu sem er að umbylta íslensku þjóðfélagi á svo<br />

róttækan hátt að þjóðin öll kann að virðast rótlaus.<br />

157

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!