26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

10<br />

er lýst. Hún leggur til að hjúkrunarfræðingar noti ákveðinn kvarða og flokkunarkerfi til<br />

að greina sjúklinga í áhættuhópi. Slíka kvarða ætti að nota við innlögn hjá öllum eldri og<br />

veikari sjúklingum og sé sjúklingur í áhættuhópi ætti að hefja fyrirbyggjandi meðferð<br />

skv. klínískum leiðbeiningum Landspítalans. Sárameðferð með sárasugu kallast kafli<br />

Kristrúnar Þóru Ríkharðsdóttur. Hún fjallar um kosti og galla þess að nota sárasugu,<br />

sem er nokkuð ný sárameðferð hér á landi og stutt síðan farið var að nota hana á<br />

Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem Kristrún starfar. Kristrún telur þetta tækni mikilvæga<br />

viðbót við þá meðferð sem þegar er veitt á sjúkrahúsinu en bendir á að hún komi <strong>ekki</strong><br />

að fullum notum nema hjúkrunarfræðingar og læknar kunni vel á tæknina.<br />

Tveir kaflar fjalla um notkun nudds. Í sínum kafla fjallar Sesselja Jóhannesdóttir<br />

um Áhrif fótanudds á eldri skurðsjúklinga. Svefntruflanir eru algengar hjá sjúklingum eftir<br />

aðgerðir en góður svefn er mikilvægur fyrir bata þessa sjúklingahóps. Höfundur fjallar<br />

almennt um svefn og meðferðarúrræði við svefnleysi og gerir svo sérstaka grein fyrir<br />

rannsóknum á nuddi og áhrifum þess á svefn. Hennar niðurstaða er að fótanudd sé<br />

einföld og fljótleg meðferð sem veitir slökun og bæti svefn eldri skurðsjúklinga. Lyf geti<br />

vissulega verið nauðsynleg en oft henti sambland lyfja- og viðbótarmeðferða svo sem<br />

nudds vel. Kafla Sesselju fylgir spurningalisti sem hún hefur hannað um svefnmynstur<br />

og áhrif fótanudds. Ásta Júlía Björnsdóttir kallar sinn kafla Fóta- og handanudd sem<br />

viðbótarmeðferð við verkjum eftir hjáveituaðgerð á hjarta (CABG). Hún bendir á mikilvægi þess<br />

að hafa fjölbreytt úrræði til að meðhöndla verki og vanlíðan þeim tengdum og vísar í að<br />

fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að verkjalyf ná <strong>ekki</strong> ein og sér yfir allar hliðar<br />

verkjaskynjunar sjúklinga. Í kaflanum skoðar höfundar sérstaklega áhrif handa- og<br />

fótanudds á verki CABG-sjúklinga og beitir þeirri meðferð á nokkra sjúklinga á<br />

hjartaskurðdeild Landspítala. Niðurstaðan er að óhefðbundin verkjameðferð eins og<br />

fóta- og handanudd sé örugg, ódýr og mannúðleg meðferð til verkjastillingar.<br />

Verkir og verkjameðferð eru hjúkrunarfræðingum sem starfa á skurðdeildum<br />

hugleikin. Næstu fjórir kaflar fjalla um það efni og flokkast auðvitað kafli Ástu Júlíu,<br />

sem getið er hér að framan, einnig til verkjameðferðar. Fyrsti kaflinn í þessum flokki<br />

kallast Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi: Bætir staðdeyfing á húð verkjameðferðina? og er<br />

eftir Mörtu Kristjönu Pétursdóttur. Allir sjúklingar sem gangast undir opna hjarta- eða<br />

lungnaaðgerð, eru með inni<strong>liggja</strong>ndi brjóstholsdren fyrstu sólarhringana eftir aðgerð.<br />

Tilgangur drenanna er að losa út loft, blóð eða aðra vöku og viðhalda þar með hjartaog<br />

lungnastarfsemi. Drentakan er sársaukafullur viðburður þó skammvinnur sé og lýsa<br />

sjúklinga því iðulega að drentakan hafi verið versta reynslan í allri sjúkralegunni. Í<br />

kaflanum er fjallað um viðeigandi verkjameðferð við drentökuna og skoðað gildi þess<br />

að staðdeyfa húðina. Niðurstaðan er að staðdeyfing geti verið gagnleg viðbót við aðra<br />

verkjameðferð, fyrirbyggt neikvæða reynslu og aukið ánægju sjúklinga með meðferð.<br />

Næstu tveir kaflar falla um verki hjá öldruðum. Guðrún Svava Guðjónsdóttir fjallar í<br />

12<br />

10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!