26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

210<br />

Steinunn Arna Þorsteinsdóttir<br />

kvíða- og þunglyndiseinkennum hjá þeim sem fengu símtal frá hjúkrunarfræðingi en<br />

hjá samanburðarhópi svo ályktað var að símaeftirfylgd hefði <strong>ekki</strong> áhrif þar á.<br />

Hartford og félagar (2002) skoðuðu hvort símaviðtöl hjúkrunarfræðinga við<br />

hjartaskurðsjúklinga og aðstandendur eftir útskrift af sjúkrahúsi hefði áhrif á kvíða<br />

þeirra. Veitt var símaeftirfylgd fyrstu sjö vikurnar eftir útskrift þar sem hringt var sex<br />

sinnum í hvern sjúkling. Kvíði sjúklinga var metinn með Beck-kvíðakvarða á 3. degi<br />

eftir útskrift og á 4. og 8. viku eftir útskrift. Algengt var að sjúklingar fyndu fyrir<br />

kvíða á fyrstu dögunum eftir útskrift og dró úr honum eftir því sem frá leið. Minni<br />

kvíði mældist hjá hópnum sem fékk símaeftirfylgd heldur en hjá samanburðarhópi.<br />

Drógu höfundar þá ályktun að símaeftirfylgd minnkaði kvíða eftir útskrift. Gallagher<br />

og félagar (2004) lögðu HADS-spurningalistann fyrir konur, sem höfðu farið í<br />

CABG, til að meta kvíða- og þunglyndiseinkenni tólf vikum eftir útskrift. Fram kom<br />

jákvæð fylgni líkamlegra fylgikvilla aðgerðar 6 vikum eftir útskrift og stiga á þunglyndiskvarða,<br />

en <strong>ekki</strong> reyndist vera fylgni milli líkamlegra einkenna og kvíða í þessari<br />

rannsókn, ólíkt niðurstöðum Roebuck (1999) en þar kom fram jákvæð fylgni<br />

líkamlegra fylgikvilla eftir útskrift og stigafjölda á Becks-kvíðakvarða. Þeir sem fara í<br />

opna hjartaaðgerð finna fyrir ýmsum einkennum fyrstu dagana og vikurnar á eftir.<br />

Allt að helmingur sjúklinga finnur fyrir svefntruflunum, bjúg á fótum, ógleði,<br />

lystarleysi og verkjum fyrstu vikurnar og önnur einkenni, eins og verkir í brjóstkassa,<br />

og óþægindi og bjúgur í skurðfæti, geta varað í margar vikur eftir aðgerð. Enn<br />

fremur eru hægðatregða og vandamál vegna skurðsára algeng (Brynja Ingadóttir og<br />

Margrét Sigmundsdóttir, 1999; Gallagher o.fl., 2004; Hartford, 2005; Roebuck, 1999;<br />

Savage og Grap, 1999). Ofantalin einkenni geta tafið bata og dregið úr vellíðan<br />

sjúklinga auk þess sem þau virðast vera áhættuþáttur fyrir kvíða og depurð<br />

(Gallagher o.fl., 2004; Roebuck, 1999). Það er því mikilvægt að reyna að draga úr<br />

þessum einkennum eins og mögulegt er. Með símaeftirfylgd getur hjúkrunarfræðingur<br />

skimað fyrir slíkum vandamálum og veitt ráðgjöf eða vísað sjúklingi áfram ef<br />

þörf þykir á því og þannig dregið úr líkum á að vandamál þróist áfram eða verði<br />

viðvarandi og leiði jafnvel til endurinnlagnar.<br />

Niðurstöður rannsókna sýna að sjúklingar vilja fá meiri, einstaklingshæfðari<br />

og ýtarlegri fræðslu fyrir útskrift af sjúkrahúsi og þörf er fyrir eftirfylgd og stuðning<br />

eftir útskrift (Doering o.fl., 2002; Goodman, 1997; Henderson og Zernike, 2001;<br />

Johnson, 2000; McMurray o.fl., 2007; Theobald og McMurray, 2004). Þeir<br />

sjúklingar, sem fá símaeftirfylgd eftir útskrift, eru ánægðir með þá þjónustu og telja<br />

hana vera mikilvægan hluta af öllu ferlinu (Johnson, 2000; Roebuck, 1999). Í rannsókn<br />

Johnson (2000) var hjartaskurðsjúklingum veitt símaeftirfylgd einum mánuði<br />

eftir útskrift. Nær helmingur þátttakenda greindi frá því að þeir hefðu viljað fá símtal<br />

frá hjúkrunarfræðingi fyrr og flestir hefðu viljað fá símtalið í 2. viku eftir útskrift.<br />

Almenn ánægja var meðal sjúklinga með þjónustuna og hafði rúmlega fjórðungur<br />

þeirra safnað saman á blað spurningum til hjúkrunarfræðingsins þegar hann hringdi.<br />

Rúmur þriðjungur vildu fá fleiri en eitt símtal, flestir hefðu viljað fá annað símtal á<br />

undan því sem þeir fengu. Savage og Grap (1999) athuguðu hvað olli hjarta-<br />

212<br />

211

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!