26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

39<br />

Næring eldri sjúklinga sem fara í kransæðahjáveituaðgerð<br />

líkamans en helmingunartími þess er um 20 dagar og því eru breytingar á<br />

búskapnum lengi að koma fram í blóði. Þannig getur einstaklingur stefnt í vannæringu<br />

þrátt fyrir eðlileg gildi albúmíns. Fleiri ástæður geta haft áhrif á gildi þess í<br />

blóðsermi svo sem sýklasótt, lifrarsjúkdómar, slys, brunaskaðar og stór sár. Prealbúmín<br />

er hins vegar álitið vera betri vísir fyrir ástand næringar en albúmín því það<br />

hefur skemmri helmingunartíma, eða einn til þrjá daga og því koma breytingar á<br />

próteinbúskap og næringu fyrr fram með þeirri mælingu. Eins og albúmín breytist<br />

prealbúmín einnig við sjúkdóma og slys og því er <strong>ekki</strong> hægt að draga einhliða ályktun<br />

út frá gildi þess um vannæringu en það breytist mjög fljótt þegar næring einstaklings<br />

batnar og má því nota til að meta árangur næringarmeðferðar (Delville, 2008; Jensen,<br />

2008). Ennfremur er vitað að fylgni er á milli lágs gildis albúmíns og verri batahorfa<br />

og hærri dánartíðni hjá öllum sjúklingahópum (Grossniklaus o.fl., 2008; Jensen,<br />

2008).<br />

HLUTVERK HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í NÆRINGARMEÐFERÐ<br />

Eins og fram hefur komið hafa rannsóknir sýnt að sjúklingar á sjúkrahúsum nærast<br />

<strong>ekki</strong> nægilega og vannæring er þó nokkuð algeng (Dickinson, Welch og Ager, 2007;<br />

Pedersen, 2003; DiMaria-Ghalili, 2002). Aldraðir sjúklingar mega síst við því að vera<br />

vannærðir og eru því áhættuhópur sem sinna þarf sérstaklega til að fyrirbyggja<br />

skaðleg áhrif á heilsu hans (Grossniklaus o.fl., 2008; Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl.,<br />

2007). Hlutverk hjúkrunarfræðinga í næringarmeðferð eru margvísleg á sjúkrahúsum<br />

og snúa jafnt að umhverfisþáttum sem og sjúklingnum sjálfum. Þeir meta<br />

næringarástand sjúklings og greina hvaða þættir valda því að hann nærist <strong>ekki</strong> nóg.<br />

Viðeigandi hjúkrunargreiningar eru settar fram svo og áætlun. Það er á ábyrgð<br />

hjúkrunarfræðinga að tryggja að sjúklingar geti matast. Til þess getur þurft að<br />

hagræða þeim í þægilegri stellingar, sjá til þess að þeir nái til matarins eða fái þá<br />

aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Maturinn sjálfur þarf að vera lystugur, snyrtilega<br />

fram borinn og bragðgóður og henta sjúklingnum. Stundum getur sjúklingur aðeins<br />

hugsað sér annan mat en sjúkrahúsfæðið og þá er hægt að útvega það, til dæmis með<br />

hjálp fjölskyldunnar. Snyrtilegt umhverfi, til dæmis í kringum sjúkrarúmið og vel<br />

loftræst sjúkrastofa getur haft jákvæð áhrif á matarlyst. Hér er aðeins drepið á því<br />

helsta, en ljóst er að hjúkrunarfræðingar, í góðu samstarfi við aðra aðila svo sem<br />

næringarráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sjúkraliða, sérhæft starfsfólk deilda og<br />

aðstandendur sjúklings, geta stutt við sjúklinga svo þeim takist að nærast betur<br />

(Cataldo o.fl., 2002; O’Regan, 2009).<br />

Fræðsla til sjúklinga er mikilvæg og öll meðferð þarf að vera einstaklingsmiðuð<br />

og taka mið af þörfum og óskum hvers og eins. Rannsókn Pedersen (2005)<br />

var gerð til að kanna hvort einstaklingsmiðuð hjúkrunarmeðferð með virkri þátttöku<br />

eldri skurðsjúklinga myndi auka orku- og próteininntöku þeirra. Tveir hópar voru<br />

skoðaðir, annar fékk aukna fræðslu og leiðbeiningar um mikilvægi góðrar fæðu og<br />

samanburðarhópurinn fékk venjubundna meðferð. Með því að meta fæðuinntöku<br />

41<br />

40

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!