26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

116<br />

Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi<br />

Rannsókn á notkun lidocain-hlaups á húð fyrir drentöku með og án morfíngjafar<br />

í æð benti til að það gerði gagn af lýsingum sjúklinganna að dæma þó marktækur<br />

munur kæmi <strong>ekki</strong> fram (Carson o.fl., 1994). Fáar rannsóknir eru til þar sem<br />

staðdeyfing er gefin á húð fyrir íhlutanir eins og drentöku. Fleiri rannsóknir er hins<br />

vegar að finna um notkun staðdeyfingar sem sprautað er undir húð í sama tilgangi. Í<br />

rannsókn Akrofi o.fl. (2005) fékk einn hópurinn staðdeyfingu með bupivacain undir<br />

húð 20 mínútum áður en drenin voru fjarlægð. Í þessari rannsókn kom fram betri<br />

verkjastilling með staðdeyfingu en hjá Carson o.fl. hér á undan. Það má skýra með<br />

stærri verkjalyfjaskömmtum, lengri verkunartíma og mismunandi gjafaleiðum. Í<br />

samanburðarrannsókn, sem gerð var á 100 börnum eftir brjóstholsskurðaðgerð þar<br />

sem borin var saman verkjalyfjameðferð við drentöku, fékk annar hópurinn morfín<br />

(0,1 mg/kg og allt að 10 mg í æð 30 mínútum fyrir drentöku). Hinn hópurinn fékk<br />

EMLA® (lidocain og prilocain) staðdeyfikrem, 5 g á hvorn drenstað, þremur<br />

klukkustundum fyrir drentöku. Fyrir drentökuna voru börnin í morfinhópnum með<br />

minni verki en þau sem fengu deyfikremið. Meðan á drentökunni stóð var enginn<br />

munur á milli hópanna hvað varðaði styrk verkjanna. Verkir jukust þó hlutfallslega<br />

meira frá grunnlínunni í morfinhópnum. Rannsakendur ályktuðu að EMLA® væri<br />

öruggt og gagnlegt til að deyfa verki við drentöku úr brjóstholi en engar<br />

aukaverkanir af lyfinu komu fram (Rosen o.fl., 2000). Rannsókn á 100 fullorðnum<br />

brjóstholsskurðsjúklingum benti einnig til þess að notkun EMLA®, sem borið er á<br />

húð 3 klukkustundum fyrir drentöku, sé áhrifaríkara en morfin í æð (0,1 mg/kg)<br />

(Valenzuela og Rosen, 1999). Það sem háði rannsókninni var óþolinmæði starfsfólks<br />

sem fannst þriggja klukkustunda bið eftir verkun EMLA® of löng. Af þeim sökum<br />

lauk aðeins um helmingur eða 52 sjúklingar rannsókninni því starfsfólk hafði <strong>ekki</strong><br />

þolinmæði til að bíða. Verkir sjúklinga í EMLA®-hópnum jukust minna meðan á<br />

drentökunni stóð en hjá hinum en <strong>ekki</strong> var marktækur munur á verkjalýsingum<br />

hópanna eftir drentökuna.<br />

Önnur verkjameðferð<br />

Þar sem verkjalyfjagjöf ein og sér hefur <strong>ekki</strong> alltaf reynst nógu vel við drentöku úr<br />

brjóstholi hafa ýmsar aðrar aðferðir verið reyndar, sér eða sem viðbótarmeðferð.<br />

Slökun er ein tegund meðferðar sem reynd hefur verið. Ekki fundust rannsóknir<br />

sem gátu með afgerandi hætti bent á gagnsemi slökunar. Rannsókn þar sem slökun<br />

(Quick Relaxation Technique, QRT) var beitt á 24 hjartaskurðsjúklinga við drentöku<br />

sýndi að <strong>ekki</strong> var árangursríkara að blanda saman verkjalyfjum og slökun heldur en<br />

að gefa eingöngu verkjalyf (Houston og Jesurum, 1999). Þessi rannsókn var þeim<br />

annmarka háð að vera lítil í sniðum. Önnur rannsókn, sem í voru helmingi fleiri<br />

þátttakendur, sýndi hins vegar mikilvægi slökunar ásamt notkun ópíatlyfja við<br />

drentöku hjartaskurðsjúklinga þar sem þeir höfðu minni verki eftir drentöku<br />

(Friesner o.fl., 2005).<br />

Puntillo og Ley (2004) fræddu sjúklinga um það sem í vændum var þegar taka<br />

átti dren úr brjóstholi og um hugsanlegan sársauka við íhlutunina. Þrátt fyrir að <strong>ekki</strong><br />

118<br />

117

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!