26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

143<br />

Sigfríður Héðinsdóttir<br />

sjúklingi kom fram syfja, drungi og lágþrýstingur vegna of mikillar aukningar á<br />

Oxycontini®. Lyfið var því minnkað í 10 mg tvisvar á dag. Samhliða ópíötum fengu<br />

allir hægðamýkjandi mixtúru og trefjamauk. Allir sjúklingarnir þáðu hagræðingu til<br />

að létta af þrýstingi og flestum líkaði afskaplega vel við kælibakstur og fannst hann<br />

draga vel úr verk, stirðleika og bólgu. Nær allir þáðu að nota útvarp og sjónvarp, í<br />

mismiklum mæli þó.<br />

UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR<br />

Í rannsóknum kemur fram að alltaf eru einhverjir sjúklingar sem þola óviðunandi<br />

verki eftir skurðaðgerðir (Brown, 2004). Þar sem verkur er huglægur er hann<br />

ósýnilegur og því auðveldlega vanmeðhöndlaður auk þess sem hjá öldruðum birtist<br />

hann oft á óvenjulegan hátt. Gagnstætt Prowse (2007) varð ég <strong>ekki</strong> vör við fordóma<br />

í garð aldraðra og <strong>ekki</strong> var heldur um vandamál í samskiptum við lækna að ræða sem<br />

hefðu getað hindrað verkjalyfjagjöf (Titler o.fl., 2003). Þó að ég hafi <strong>ekki</strong> rekist á slíkt<br />

í þessu verkefni, enda um fáa sjúklinga að ræða, tel ég nauðsynlegt að hafa slíkt<br />

ofarlega í huga við hjúkrun aldraðra sjúklinga.<br />

Niðurstaða mín í þessu verkefni styður rannsóknir um vanmat og meðferð á<br />

verkjum sjúklinga. Verkjalyfjagjöf þessara sjúklinga samræmist þó notkun<br />

verkjalyfjastiga WHO eins og mælt er með í bráðaverkjameðferð eftir skurðaðgerð.<br />

Allir sjúklingarnir fengu parasetamóltöflur og líka Oxycontin® töflur sem eru af<br />

flokki sterkra ópíata en hjá tveimur sjúklingum hefði mátt hefja verkjalyfjameðferð<br />

með sterkari lyfjum, til dæmis Oxicontini® fyrr. Þeir fengu þó sterk verkjalyf, við<br />

gegnumbrotsverk og í æð eins og mælt er með en <strong>ekki</strong> í vöðva. Samkvæmt rannsókn<br />

Ardery o.fl. (2003) hefur Oxycontin® góð verkjastillandi áhrif hjá öldruðum en<br />

stuttverkandi ópíöt ætti að nota við gegnumbrotsverk (Ardery o.fl., 2003). Í<br />

sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar (Lyfjastofnun, e.d.) má sjá að ráðlagður dagskammtur<br />

Oxycontin fyrir fullorðna er 10 mg á 12 klukkustunda fresti. Þar er einnig nefnt að<br />

yfirleitt þurfi <strong>ekki</strong> að breyta skammti hjá öldruðum sem <strong>ekki</strong> eru með klínískt<br />

staðfesta skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Hjá einum sjúklingi var T.<br />

Oxycontin aukið í 20 mg tvisvar á dag vegna mikilla verkja en það samræmist <strong>ekki</strong><br />

fræðunum hér að framan. Þessi aukning er 100% en <strong>ekki</strong> 25-50% eins og mælt er<br />

með. Fram komu aukaverkanir og lyfið því minnkað aftur í fyrri skammt.<br />

Enginn sjúklinganna kvartaði að fyrra bragði að fá <strong>ekki</strong> næg verkjalyf. Hvort<br />

þeir hafa verið ánægðir með verkjameðferðina verður ósagt látið. Ég tel þó hugsanlegt<br />

að þeir hefðu <strong>ekki</strong> látið vita af verkjum ef þeir hefðu <strong>ekki</strong> verið fræddir um verki,<br />

verkjamat og meðferð og þeir hvattir til að láta vita af verkjum í tíma. Þá hefði<br />

eflaust orðið erfiðara að meta verki hefðu <strong>ekki</strong> allir sjúklingarnir verið skýrir og átt<br />

auðvelt með að nota verkjamatstæki. Hafa þarf hugfast að <strong>ekki</strong> má ákveða fyrirfram<br />

að allir aldraðir sjúklingar séu ófærir um að nota verkjamatskvarða enda kom berlega<br />

í ljós í verkjameðferð minni að þeir voru fullfærir um notkun þeirra.<br />

145<br />

144

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!